Leita í fréttum mbl.is

'A lífi/Alive

Hilsen:_MG_4228

Kæru vinir. 'Eg er á lífi, tölvan afturámóti er ekkert skárri, sló af grafíkinni, þannig að það fer ekki eins mikil orka í að keyra hana upp. Það er rosalega freistandi að slá til og kaupa sér eina nýja, en eins og er verður sá draumur að bíða betri tíma, fjárhagslega allavegana. En þegar maður hefur aðgengi að Micha og Olaf, þá gerast hlutirnir, hægt og bítandi. Það er kominn góður kjarni af fólki hérna, sem fyrr segir Pólverjar í meirihluta, Danir og svo reka lestina önnur þjóðarbrot eins og Spánverjar, Frakkar, vinir mínir, Janko og Marina frá Slóveníu, sem eru hið yndislegasta par.  Þar að auki hafa áherslurnar breyst varðandi "helgardjammið" hérna. Nú er vinsælt á laugardögum að spila póker í eldhúsinu á fyrstu hæð, í svokölluðum Texas Hold´em, þar sem menn eru að vinna allt upp að 130 dkr. Engar stór upphæðir, enda fátækir námsmenn, en duga fyrir tveimur kössum af bjór allavegana. Svo eru kominn stór hópur sem spilar billjard upp í skóla alveg fram til 4-5 á næturnar. Fjórða hæðin er komin með ímynd á sig sem vöggustofa, enda heyrist orðið minna af hávaða þaðan á föstudögum og laugardögum.

Svona er Esbjerg í dag. Og til að hneykslast aðeins, þá var ég að borga fallna símreikninga á föstudaginn var, og þegar ég sá að enn var ekki búið að opna símann, þá hringdi ég úr símanum hans Olaf í símafyrirtækið til að athuga hverju sætti. Og hvað haldið þið að svarið hafi verið? Jú það tekur 5 virka daga, talið frá og með deginum í dag að opna símann aftur. 'Eg spyr bara, hvað er staffið að gera, þrífa símalínur eða hvað? Þetta er alveg með ólíkindum, eins og ég hef eflaust minnst á að ef maður ætlar að borga reikninga í öðrum banka en sínum viðskiptabanka, þá er það ekki hægt nema að hafa reikning í viðkomandi banka. Veit ekki af hverju ég hélt að Danir hefðu allt sitt á hreinu, en eftir þessar uppákomur, þá er maður farinn að sjá ýmislegt gott við "kerfið" heima, þó manni langi ekkert heim eins og er. Það er aðeins tvennt sem ég sakna frá 'Islandi, pepsi max og útvaldur vinahópur, þið vitið það sem lesið þessa pistla, að ég sakna ykkar. Auðvitað hefur maður eignast góða kunningja hérna, en innst inni saknar maður ákveðinna vina, sem maður þekkir betur eftir langan tíma. Er það ekki alltaf svoleiðis?

Jæja, væmnin farin að ná tökum á manni. En annars elskurnar, tími kominn á námið.

Hilsen

Gilli

 

Hi from gilly:

Well, for those wondering when my funeral will be, then I am sorry, I am still alive. On the other hand my computer isn´t working very quick as it is, so I have limited the graphic display so it will work quicker. I had plans of working on the computer this weekend, and managed to do some work, but it seems that we will have to do more work than expected. I am lucky to have the assistance of Micha and Olaf, my friends, who are more than willing to help out. There is a good group of  people here, and the moral of the kollegiium has changed. Now the fourth floor resembles more a old peoples home, quite over the weekends, while on the first floor, the kitchen there is popular on saturdays when they are playing poker. And at the school, Business Akademi Vest they are playing pool until 5 in the mornings. There are plans for a costume party on the upcoming friday, so maybe there will be some photopportunities.

Otherwise I am working on the redesign of a website, and also doing work in setting up databases. It seems that this semester is gonna be tougher than expected.

I am still in awe and amazement of the danish bank system here concerning paying bills. I had two phone bills that I hadnt managed to pay while sick after the operation. I payed them on friday last week, and when my phone wasnt yet operative I phoned the company and they replied that the rule was that it would take 5 working days to open the phone. So what the f..ck are they doing for 5 days, cleaning the windows or something at the phone company? Unbelievable system. But nothing new, I am always learning more about this tightly woven system of laws and regulations.

So I will just communicate with skype and msn until my phone gets activated again.

Well my dear friends, work calls, have to keep on working on the redesign of the website.

Until later.

Gilly


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband