Leita í fréttum mbl.is

Þeir eru á leiðinni/They are coming

Hilsen:

img_irobot_h

Fyrir nokkrum áratugum síðan var gerð mynd sem hét  Rússarnir koma og átti hún að endurspegla hræðslu manna við innrás Rússanna, þegar Kalda Stríðið var í hámarki og Rússagrýlan allsráðandi. Þetta var reyndar mjög fyndin mynd á sínum tíma, man ekki hverjir aðalleikararnir voru. Spurning hvort myndin verður nookurn tímann endurgerð. 

'i dag lifum við í breyttum heimi, rússagrýlan og perestrojka eitthvað sem afkomendur okkar munu lesa um og spá í. Við afturámóti munum ef allt gengur eftir spá vísindamanna upplifa það að lifa með vélmennum, sem munu annast okkur á elliheimilum, framkvæma aðgerðir á okkur, og einnig þjóna okkur á heimilum okkar. Þetta munu vera vélmenni í fullri stærð, með lífrænt heilabú, sem eflaust styðst við  heilasellum úr rottum. Það er talið að það þurfi í kringum 1000 sellur til  að fljúga flughermi. Framtíðin býður einnig upp á það að nota lífrænt efni í tölvur framtíðarinnar, enda hluti af þróun sem þegar er hafin. Samhliða því sem við munum lifa í heimi með vélmennum þarf að setja lög og reglugerðir varðandi samskipti manna og vélmenna. Enda margar spurningar sem liggja uppi á borðinu, varðandi það hvernig hægt er að varðveita þær persónuupplýsingar sem vélmennin munu hafa um mennina. Og um leið hvernig hægt verður að koma í veg fyrir misnotkun.

Þegar eru uppi reglur varðandi samskipti vélmenna og manna, en þessar reglur koma úr bók  Isaac Asimovs, Runaround frá 1942,  en myndin I Robot með Will Smith byggði á þessarri bók og reglum þeim sem settar voru fram í bókinni:AsimovHistory-thumb

Fyrsta regla: Vélmenni má aldrei skaða manneskju eða valda því að manneskja verði fyrir skaða.

Önnur regla: Vélmenni skal í einu og öllu hlýða manneskju, án þess að brjóta reglu 1.

Þriðja regla: Vélmenni má verja sig sjálft, svo lengi sem það brýtur ekki reglur 1 og 2.

Þegar hafa ríki eins og Bretland og Suður-Kórea  ákveðið að setja lög um samskipti manna og vélmenna.  Hvað varðar ríki eins og Suður-Kóreu, þá er þetta ekki neitt nýtt þar sem Suður-Kórea er eitt tæknivæddasta ríki jarðarkringlunnar, en að mati flestra muni það fljótt gerast innan næsta áratugs eða svo að vélmenni verði staðalbúnaður heimilanna. 'Arið  2020 verði flest heimili komin með vélmennaþjón, í kringum 2018 verði einföldustu aðgerðir á spítala framkvæmdar af vélmennum og stærstu þáttur vélmenna verði að sinna ellilífeyrisþegum. Miklu fjármagni er varið í að skapa vélmenni með vitsmunalega greind en enn sem komið er hafa þær rannsóknir litlu skilað. En framtíðin hvað varðar vélmenni er handan við hornið. Spurningin er hvort við munum lifa betra lífi með vélmenni sem nánast gerir allt fyrir okkur, og einnig hvort það muni skapast vélmennafíkn, ekki ósvipað net og tölvuleikjafíkninni sem öllu tröllríður þessa dagana. Það verður gaman að sjá.

Veit ekki hvort menn hafi sperrt eyrun varðandi eina þekktustu núlifandi persónu mannkynnssögunnar, persóna sem margir mundu annaðhvort  vilja sjá aflífaða eða sett á stall sem tákngervingur fyrir afrek sín. En viðkomandi persóna afrekaði það á föstudaginn var að verða fimmtug, þrátt fyrir viðamikla leit að henni, eflaust ekki tengt fimmtugsafmælinu. Eru menn einhverju nær? Jú viðkomandi persóna heitir Osama Bin Laden, og hann varð fimmtugur á föstudaginn var, samkvæmt fréttamiðlum. Það var mönnum mikil til efs að hann hefði opið í hús í tilefni dagsins, og hvað þá að á gestalista hans væri að finna tvíeykið BushogBlair. En allavegana hvort sem hann er á lífi eður ei, þá er kallinn fimmtugur. Skyldi hann hafa sprengt nokkra sjálfsmorðssprengjur í tilefni dagsins? Hver veit?

Var ég búinn að minnast á skógana hérna? Að sjálfsögðu, endar eflaust með því að blogginu verður lokað vegna einhæfni. En í dag, sunnudag, var hið fínasta veður og ég ákvað eftir að hafa lesið nokkra kafla í business og gameplay að rölta niður á strönd. 'A hjóli er maður kominn innan við 10 mínútur en gangandi innan við hálftíma.  'A meðan ég rölti veitti ég því athygli að skyndilega hafði umferðin um skólasvæðið aukist til muna, enda skammt frá "laugardalsvöllur" Esbjergs og fyrsti stórleikurinn í fótbolta var í dag. Af þeim sökum voru allar hliðargötur smekkfullar af bílum, og á leiðinni mætti maður fullorðnum mönnum og drengjum með trefla og húfur í einkennislitum heimaliðsins. En þegar á ströndina var komið fékk maður sjávarloftið í æð og rölti um eins og flestir sem ekki eru þjakaðir af fótboltafári  og naut útiverunnar. Eftirá ákvað ég að ganga aðra leið tilbaka, og rölti meðfram ströndinni í átt að hafnarsvæðinu og um tíma þegar ég rölti í gegnum eyðilega hafnarsvæðið fékk ég allt í einu þá tilfinningu að vera kominn til Grindavíkur, hef engar sérstakar taugar þangað, en hafnarsvæðið minnti mig einhvern veginn á það, yfirgefið og mannlaust. Og nú er maður kominn heim, sólin skín enn,  hlýrra í dag en í gær og maður finnur að maður er nett þreyttur en endurnærður eftir gönguna. Nú tekur námsefnið við, enda hefur maður aðeins hummað það frameftir helginni, enda sunnudagar ágætir til að liggja yfir bókunum.  Læt þetta nægja að sinni.

Hilsen

Hi from Gilly:

Today is a perfect day, went down to the beach, and while on the way, noticed that today is the start of the football season, and apparently I wasnt the only who noticed that, because the parking spaces and were scattered with cars, everywhere, even in the forest nearby the football stadium. But I just went straight to the beach, had a nice walk there, amongst other who were taking their dogs and kids for a stroll. A nice beach and worth the visit, mainly because of the statue that stands there.

When I came home I read about the future ahead of us. As we already know and have seen from various movies, we will soon enter the age when robots will be a  part of our lifespan, in our homes as butlers, performing simple operations at the hospitals, and also looking after old people in nursery homes. This is not something that will happen after 50 years or more, in a shorter span, where we are talking about 2020 that robots will be a part of our everyday life cycle. Already nations like Britain and South Korea are pondering over setting laws and regulations that cover the ethics and laws of relationship between man and robot. For those who saw the movie, I Robot with Will Smith, then in a way that movie reflects how our future could be after a short while. Scientists are looking of the further prospect of using cells from rats brains to  use in the brainsystem of the robot. Already it is a fact that 1000 cells can run a flightsimulator, so they are optimistic about using this option. Hence our computers will be activated in a biological way instead  of computer chips, and there scientists are looking at the nanophysics in that aspect.

So the future is bright, and already in South Korea which is the most technical and advanced nation in the world has started process on putting laws in motion concerning the relationship between man and robot. It will be interesting to see what the future will be after 10 years or more. I kinda remember films like 1984 and  I remember the fright of the millennium, when it was thought that all the computer systems would crash because of the  change from 1999 to 2000. Alias nothing happened, and we are still alive, and we can still, well maybe, feel safe flying, the planes arent crashing, unless a certain individual doesnt  plan something like 9/11.

But that someone person, actually had a birthday on last friday. He turned 50, and I guess he didnt send out a guest list, maybe the closest relatives showed up. I doubt that Bush and Blair were invited. Are you guys getting the hint here, yes of course, who else but Osama Bin Laden turned 50 years old. I wonder if he invited over some suicidebombers for a bang of their life? Who knows?

Well, time to study

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband