Leita í fréttum mbl.is

Fastir liðir/Usual habits

_MG_4184Hilsen:

Þá er kominn fimmtudagur, ef menn vita það ekki þegar. Oftast nær lengsti fimmtudagur vikunnar, í skólanum, þegar við erum í tíma með tveimur ágætiskennurum, Per og Peter. Hljómar eins og par, en reyndar eru þeir báðir ólíkir, hvað varðar kennslutaktík og útlit. Per, aðeins þybbinn, hálfsköllóttur, mikill skíðaáhugamaður og algert ljúfmenni að eiga við, alltaf tilbúinn að aðstoða, jafnvel Monu, en sumir kennara hafa gjörsamlega gefist upp á að kenna henni, að beita músinni, og almennt að nota tölvuna. Peter afturámóti, hávaxinn, dökkhærður, hálf ítalskur á að líta, brosmildur og  húmoristi inn við beinið, alltaf tilbúinn til að ræða um námsefnið og stundum út fyir það.  Kennsluaðferðir þeirra eru ólíkar eins og gefur að skilja, en báðum hefur þeim tekist að glæða áhuga minn á marketing og asp. Of langt að útskýra asp.net en svona í sem stystu máli, þá fjallar það um  vefsíðugerð og gagnabanka.

Og svo er það Ole, sem, ég hef þegar minnst á, nýorðinn fimmtugur, og um daginn viðurkenndi hann að hann ætti von á barni. Sumir og sumar misstu kjálkann niður fyrir borðbrún, og hann Ole naut þess svo sannarlega að horfa á viðbrögð þeirra.  Og ef maður dæmir viðbrögð þeirra, þá hafa þau fyrst og fremst einkennst af tvennu, annarsvegar að fólk á fimmtugsaldri eignast ekki börn og svo sú staðreynd að það  karlmaður gangi með barn. En Ole er grínisti, og eftir að hafa "leiðrétt" frásögnina, kom í ljós að hann yrði ekki sá sem fegni grægðislega ást á ís og súkkulaði, kastaði upp í tíma og ótíma, og fengi skapofsaköst. Nei það ætlaði hann að eftirláta konunni sinni, hann afturámóti ætlaði að kynna sér fegurð bleyjunnar, og ýmissa hluta sem tengdust barnauppeldi.

En sem fyrr segir, Ole er svo sannarlega laukurinn í ávaxtakörfunni, allt sem hann segir og gerir er annarsvegar fræðandi, skemmtilegt og svo eru uppátækin svo skemmtileg. Um daginn vorum við að ræða litafegurð og form, og allt í einu viðurkenndi hann (hann er mikið fyrir það) að sér hefði alltaf langað til að taka eina Barbie dúkku, fylla hana af tómatsósu,ná sér í góðan sleggju og láta vaða. Og hann lét svo sannarlega vaða þegar hann lýsti þessu fyrir okkur, tókst allur á loft þegar hann lýsti framkvæmdinni. Ja hann Ole.

Og hún Mona. Já Mona hefur komið hér við sögu í bloggi mínu, veit ekki hvort ég hef nafngreint hana, kannski vísað til hennar sérstæðu mætingarskyldu á hverjum morgni. Þrátt fyrir að kennararnir hafi rætt um að koma seint innan 5 akademískra mínútna, þá þráast Mona eins og rjúpan við staurinn og mætir oftast nær klukkstund seinna, eða 20 mínútum seinna, og oftast nær "skokkar" inn með hliðartösku sína, rennir sér í sætið fremst og lætur eins og ekkert sé. Já hún Mona, sem er í "ástarsambandi" við Bill Gates, allt sem hann sendir frá sér þylur hún upp og nánast dýrkar. Mona þekkir ekki Mozilla, Linus eða Opera. Nei Mona þekkir aðeins Windows Wista, og Windows Works og svo Office Pakkann. Þegar maður er í "ástarsambandi" þá lítur maður ekki á neinn annan en "elskuna" sína. Ja hún Mona.

Og svo er það skógurinn. Af hverju eru ekki skógar á 'islandi? Jú það er Hallormsstaðaskógur. En hann er bara svo fjandi langt í burtu, að maður fer nú varla að keyra þangað til að hlusta á fuglasöng og gleyma sér á göngustígum, þræðandi hvern stíginn á fætur öðrum. Jú bíðið við það er Hljómskálagarðurinn, þar sem einhverjir framtakssamir vilja setja upp veitingastað til að lífga hann við, fá meira "fjölskyldufólk". Og er náttúrulega Grasagarðurinn í Laugardal. Meira man ég ekki í bili.

En allavegana þá er maður svo fallinn fyrir því að ganga um skógana hér á hverjum degi, annaðhvort í átt að heilsugæslunni, eða niður í FamilieKanal í vinnu. Aðdráttarflið felst ekki í gnægð af veitingastöðum með drykki, nei það felst í skóginum, hávaxin tré sem gnæfa yfir með hrafnahreiðrum hátt yfir höfði manns, tístandi smáfuglum, og öndum syndandi á nálægum polli. Og þessa dagana þegar dagurinn er farinn að lengja meir og meir, þá er þetta svo notalegt að geta rölt um skóginn, gleymt sér um stund fjarri hávaða og umferð. Notalegt.

Og að lokum. Helgin framundan og enn á ný "fjör" í Familiekanalen. 'A morgun ætlar "staffið" að hittast og glápa á einhverjar myndir, um skjaldbökur að mig minnir. Fer eftir skólann á morgun, klippi smá efni og svo um kvöldið hittist liðið og hefur það "hyggeligt".

Heyrumst.

Hi from gilly:

Well, the week has quickly passed here. It kinda flew by, with the assistance of my teachers, who newer cease to maeze me with their tactics and humour. Bot my teachers today, Per and Peter are a different set of breed, but both have managed to really get me interested in marketing and programming. Especially Per, who is the most tolerant and nice person. Even though he is a little bit shy, and easy going he manages to get you interested and motivated. Peter on the other hand is more pushing in a way, but still allowing us to go outside of the subject. Also he has a good sense of humour, and even though Melanie the french girl likes imitating his tactics in speaking, he just lets that pass and keeps on.  Both are very likeable and have gained popularity for being  straightforward and knowledgable.

And then the rooster in the henhouse. Ole, our communication and design teacher is one of kind. He managed to "shock" half the class when he announced that he was expecting a baby shortly. Of course he twisted it with his irony and the majority didnt know if they should laugh or cry. But then he released the  fact that his wife was having their first baby, and he was looking forward to browsing through the diapers and checking out the kids department. He is one of a kind, and is really popular, becasue in his odd way of teaching us, with humour and also strict sense of work, he has managed to increase the interest of the subject. An always he comes up with funny "shockwaves" like the other day, when he confided in us that he had always wanted to take a Barbie doll, stuff it up with ketchup, take a hammer, and smash it. While describing this he jumped midway up into the air just to give the effect of smashing the barbie doll. One of a kind. Would have been good on youtube.com

I am in love, yes I am starting to behave like Ole, but unfortunately not with a living and breathing individual. No I am in love with the forests here, everyday I enjoy my walk to the clinic through the forest, listening after birdsongs, watching the ravens high up in the branches looking down on me from their nests. In the forest I gain solitude and a nice feeling walking through it, not being disinterupted and just enjoying the tranquility. The days are getting longer and the weather is getting warm and mild. In my heart I can feel the transfixation from winter to summer. It makes you lighter and more willing to be outside and enjoy the last rays of the sun, in the forest or just in nature. Like enjoying a good glas of redwine, maybe.

And tomorrow I am going to work at the FamilieKanalen, my second home at the moment, to edit some programs and then afterwards enjoy a evening with the staff  of FamilieKanalen in watching some cartoons, called Turtles.  So, my friends, enjoy your weekend, where ever you are.

Bye from Gilly.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband