Leita í fréttum mbl.is

Hugulsemi/Thoughtfulness

Hilsen:

Munið þið eftir karma? Ekki hljómsveitinni Karma frá Selfossi, heldur hinni búddiskri hugsun um að það góða sem þú gerir öðrum, mun skila sér tilbaka til þín margfalt. Maður uppsker eins og maður sáir, ekki satt?

Góð vinkona mín, sem les þessa "gáfulegu" pistla mína hvern dag, gefur sér tíma til þess þrátt fyrir mikið annríki við nám og vinnu, tók sig til og sendi mér pakka. Fékk tilkynningu í póstinum þess efnis að mín biði reyndar bréf, og þar sem "gamlar" syndir elta mann stöðugt, þá bjóst ég við að um væri að ræða eitthvert opinbert bréfið að heiman, sem tilkynnti manni að draumurinn væri úti, best að hypja sig heim og standa skil á gjöldum og syndum fyrri tíma, og sökkva sér enn á ný í hringiðu stressins, áhyggjur og heiladofinnar þjóðmálaumræðu. En ónei, þegar ég sótti bréfið, sem reyndist vera pakki að heiman, stóðst ég ekki mátið, og opnaði hann. Upp úr honum kom Vikan, Mannlíf, Séð og Heyrt, fersk blöð að heiman, og til að toppa þetta, Hraunbitar frá Góu og Appolo Lakkrís. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í mínu lífi, og það skal viðurkennast að það hefur hvarflað að manni að gefa þetta nám upp á bátinn,, snúa heim, játa mig sigraðan, og slökkva á mér á nýjan leik, og  fljóta áfram stefnulaust eins og var um langan tíma. En eins og vinkona mín, sem hefur ferðast með mér víða veit og þekkir, þá get ég verið þrjóskari en fjandinn sjálfur, og er ekki tilbúinn til að játa mig sigraðan, þrátt fyrir veikindi og atvinnuleysi. Frekar spýti ég í hnefana og læt mig hafa það og böðlast áfram í þessu námi.

'Imyndið ykkur ef allir hugsuðu neikvætt, það yrði engu komið í verk,  engin sköpun ætti sér stað, engar athafnir yrðu framkvæmdar, ef menn létu slíkt standa í vegi fyrir sér. Tek sem dæmi þær neikvæðu hugsanir sem ég hef orðið að ýta til hliðar:

1. 'Eg er alltof gamall

2. Þetta nám er ekki fyrir mig

3. 'Eg get ekki búið á stúdentagarði með yngra fólki en ég sjálfur

4. 'Eg vil ekki læra dönsku

 Þetta eru bara örfá dæmi um hvað  hefur stundum farið um  huga minn, og með ákveðinni "sálfræði" og heilbrigðri skynsemi sem maður hefur ýtt þessu til hliðar. Ef ég hefði hugsað svona, þá hefði þetta ekki gerst:

1. 'Eg hef eignast marga góða vini

2. 'Eg hef öðlast trú á sjálfum mér, sem skapandi einstaklingi

3. 'Eg hef kynnst fólki frá mörgum löndum og viðhorfum þeirra.

4. Með því að læra dönsku hef ég ákveðið forskot og hæfni sem mun nýtast mér þegar námi lýkur. 

Þetta og margt annað hefur einnig sýnt mér það að ég hef lært heilmikið um sjálfsbjargarviðleitni, að standa á eigin fótum og kynnast af eigin raun þess að vera fjarri heimalandinu o göllu því sem er kærast þar.

En um leið kemst maður að því hverjir eru vinir manns, þeir vita það sem lesa þessa pistla mína, og hinir sem hafa veitt mér stuðning, það er á slíkum stundum sem maður veit hverjir eru vinir manns.

Það er miklu meiri auðæfi en peningur í banka, að eiga góða vini og rækta þá. Vináttu er ekki hægt að verðleggja, góð vinátta er miklu meiri ávöxtun  sem skilar sér á löngum tíma, með skilningi, umburðarlyndi og  umfram allt virðingu.

Þannig að þegar maður fær svona pakka að heiman, þá er ekki laust við að slíkt færi mann heim sanninn um það er einhver sem hugsar til manns, og fyrir þá hugsun fær viðkomandi ástarþakkir fyrir.

Takk fyrir Inga mín.

 

Hi from Gilli

A good friend of mine in Iceland, with whom I have traveled with to  Central America and the Faroes Islands, decided to surprise me in a nice and thoughtful way. She sent me a package, and when I picked up the package this morning at the postoffice, I was truly surprised, because in the package were magazines from Iceland and candy. For the last weeks or so I havent been feeling well as many of my blogreaders know, and to receive a package like this, and the thought behind it made me really go tender, for the thoughtfulness of this friend of mine. It can sometimes happen that when we are down and not feeling very positive about ourselves and our ongoing things in life, that when a gesture like this happens that we gain a new meaning of friendship and having a good friend matters more than having heaps of money.

As we all know, money cant buy you a true and everlasting friendship. It can maybe draw people to you, but in overall to have a good friend, whom you have known for a long while and gotten to know him or her  and their qualities and personalities, counts more in that way. And also to "invest" into a friend and a relationship for many years brings back more in the way of understanding, respect and above all, a true and meaningful friendship that has survived years of getting to know each others "quirks and antics" I think that matters. It is a known fact that when we have some personal crisis in our lives, that is then when we know who are our friends in time of need.

So, today I am richer than I was yesterday, of knowing my friend from home, and also her gesture has lifted my day and made it more pleasant today. A little karma that will later on aspire back to her, multiplied. Think about it.

Bye from Gilly

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband