Leita í fréttum mbl.is

Stóri hvellur/Big bang

Hilsen:

300px-Krakatoa_01

Dyggir lesendur mínir, sem eru að  nálgast þúsundið hafa eflaust veitt því athygli að lítið hefur heyrst frá mér. 'I gær held ég að hafi verið fyrsti dagurinn sem ég kíkti ekki á netið eða eitthvað tengt netvinnslu. Enga tiltæka ástæðu hef ég aðra en þá að eftir fyrstu vikuna, þar sem almenn kennsla hófst á nýjan leik, hafi verið meira en nóg að gera við að lesa, enda þessi áfangi meira um teoríuna, eða fræðin sjálf. Nú munum við læra um gagnagrunna, html, fagurfræðilega ímynd og sitthvað fleira.

Og svo til að hræða okkur, þá eru prófin framunan í júní, þannig að nú er eins gott að liggja yfir bókunum.

Eftir að hafa lesið í gær datt ég í smá sjónvarpsgláp þar sem fjallað var um eldgos sem átti sér stað á eyjunni Krakatá, en um er að ræða eldfjallaeyju sem er á milli eyjanna Súmötru og Jövu, skipt í sundur af sundi sem heitir Sundastrait. Dagana 26-27 ágúst  1883 áttu sér stað miklar sprengingar á eyjunni af völdum eldgosa,  sem enduðu með því að sjálft eldfjallið sprakk með miklum krafti sem olli því að 2/3 eyjunnar eyðilagðist af völdum sprenginganna. 165 þorp eyðilögðust þar af 132 sem voru meira eða minna hálfeyðilögð. 36.000 þúsund manns létust af orsökum sprengingarinnar, og mörg þúsund létust þegar flóðbylgjur flæddu yfir nærliggjandi eyjar. Þegar eldfjallið sprakk fylgdi sprengingunni slíkur hvellur að heyra mátti alla leið til 'Astralíu og Mauritius eyja, en samanlagt eru þetta 4800 km allavegana til Mauritius eyja. Höggbylgjurnar sem fygldu sprengingunni fóru sjö sinnum hringinn kringum hnöttinn og í fimm daga fundumenn fyrir áhrifum þeirra. Flóðbylgjan sem myndaðist eftir sprenginguna fór upp í allt að 40 metra hæð og þegar hún skall á land á eyjunni Ketimabang, þá hreinsaði hún allt sem fyrir varð, og  eins og átti sér stað í flóðbylgjunni miklu sem reið yfir á annan í jólum 2004 í 'Indónesíu þá færði hún báta og skip langt upp á land.

Um var að ræða heimildamynd sem sýnd var í danska sjónvarpinu og var hún að hluta leikin og um leið lögð mikil grafíkvinna í vinnsluna hvað varðar áhrifin af eldgossprengingunni, en áhrif af öskufalli eyjunnar fannst alla leið til Evrópu. Þar að auki var kraftur sprenginnar slíkur að hann var 13000 sinnum meiri en sprengjan Little boy sem varpað var á Hiroshima í seinni heimsstryjöldinni, eða allt að 200 tonnum af TNT. Þar að auki gætti áhrifa flóðbylgjunnar alla leið til Englands.

'Arið 2004 settu  sérfræðingar tillögu fram þess efnis að blóðrauði himininn í þekktasta  málverki  norska málarans, Edwards Munch, 'Opið, eigi að lýsa þegar himinn varð blóðrauður af völdum eldgossins.

Eftir þessar hörmungar varð til eyja sem myndaðist eftir fjölmörg minni og ekki eins áhrifarík eldgos, en eyjan heitir í dag Anak Krakatau, eða barn Krakatá.

Maður varð svo heillaður af þessi heimildamynd, og ósjálfrátt varð manni hugsað til flóðbylgjunnar miklu sem varð 2004 þegar næstum því 300 þúsund manns létust, og kom það einmitt fram í þessarri heimildamynd,  að svarthvítar myndir sem teknar voru eftir atburðinn 1883 hefðu alveg eins getað verið teknar 2004, enda aðstæður keimlíkar þar sem flóðbylgjan  átti hlut að verki. Enda minnir mig að þulurinn  hafi talað um að  stærstur hluti neðanjarðareldgosa sem eigi sér stað í  heiminum eigi sér stað á þessum slóðum, enda liggja tvær meginlandshellur ofan á hver annarri og nuddist stöðugt saman, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eins og orðið hafa.

Ef menn vilja lesa meira um þetta þá bendi ég þeim á www.wikipedia.org og síðan að slá inn leitarorðið Krakatau. Þessi síða er hafsjór af fróðleik, slær eiginlega google við.

Læt þetta nægja að sinni.

Hilsen.

 

Hi from gilli:

yesterday I  was in a kinda lazy mood, though not, reading material for school and preparing for next week in school. In between I started looking at the television and started watching a documentary about the island Krakatau, which lies between Sumatra and Java, divided by the Sundastrait.

The documentary was telling about an volcanic explosion that happened in 1883, from the 26-27th of august. The  explosion was so strong that the sound of it could be heard  nearly 1930 miles  all the way to Perth in Australia, and teh effects of the tsunami that followed were traceable all the way to the English channel. The magnitude of the explosion was that big that in comparison with the bomb dropped on Hiroshima in Japan, was 13000 times more, and the devastation was so much that over 36.000 people lost their lives, due to magma flowing and also the tsunamis that followed afterwards.

It is even thought that the painting, The Scream, by the Norwegian painter, Edward Munch depicts the fallout from the volcanic ash, which turned the sky in Norway to bloodred, and Edward Munch himself has said that he saw when the sky turned red, and painted the Scream shortly afterwards after that.

I was so mesmerized by this documentary that I went to www.wikipedia.org and looked up on some more info on this and there is a lot there about this island, which today is based up on more volcanic eruptions that came afterwards but not so intense as this one. Today the island is called  Anak Krakatau, or the children of Krakatau. Also they have a national park there, which is a natural wonder to gaze at. It kinda reminded me of Iceland, because like Krakatau we have also been hit by volcanic explosions, but nothing similar to proportions of this magnitude.

To those interested, there are new people moving in at Sct. Georgs, mostly danes, and more females, so now maybe we will have a cleaner kitchen. Hopefully.

As I am inIMG_3786 the reading mood, I am gonna quit now, but follow up on later this week, with  news and trivia.

Bye for now

Gilli 

Here is  a picture of Ewa and her boyfriend Santiago with a glitter of Anja besides them. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband