Leita í fréttum mbl.is

Himmnahvelfing fyrir 30 milljónir dkr

Hilsen:

 

 

Þar sem ég er ennþá í skýjunum yfir skúbbi mínu varðandi biskupinn þá kemur hér vonandi enn eitt skúbbið og að þessu sinni tengist það þekktasta 'Islendingi hér í Danmörku. Umræddur 'Islendingur er enginn annar en 'Olafur Elísson, sem hannaði hina risastóru lampa sem prýða óperuhúsið í Kaupmannahöfn.

'I Urban er sagt frá því að 'Olafur Elísson hafi orðið hlutskarpastur fyrri verk sitt Himmelrum, eða himmnahvelfing, verk sem prýða mun þak listasafnsins Aros í 'Arhúsum. Um er að ræða ferkantaða hringlaga hvelfingu, risastóra kúlu fyrir í miðju hvelfingarinnar,  tröppur og  útsýnissvæði. Um hringlaga hvelfingu munu síðan hringsnúast auglýsingar um safnið og má segja að hvelfingin sé einskonar "billboard". Þar að auki er himnahvelfingin í öllum regnbogans litum, þannig að þetta mun vekja jafnmikla athygli eins og turnar Dómkirkjunnar og ráðhússins þar sem þetta mun lýsa upp náttmyrkrið í Árhús með allri sinni litafegurð.

'I greininni kemur fram að þetta mun vera dýrasta listaverk í Danmörku, þetta hafi toppað listaverk listamannsins Ingvars Cronhammers, járnskúlptúr upp á 22 milljónir við Herning. Listaverk 'Olafs hljóðar upp á 30 milljónir danskra.

Rakinn er ferill 'Olafs og þar kemur fram að fyrir utan það að hafa hannað hina þekktu lampa í óperunni, hafi hann fyrstur manna sett heimsóknarmet í Tate Gallery í London, þar sem 2.3 milljónir gesta  hafi komið á sýningu hans sem sett var þar upp á sínum tíma. 'Arið 2004 setti hann upp sýningu í listasafninu Aros,  og með þeirri sýningu komst hann í fremstu röð listamanna og öðlaðist þar með einnig aðgang að efstu hæð listasafnsins, sme er aðeins fyrir útvalda.  Þar fékk hann þá sýn hvernig hann gæti  notað Aros sem útsýnisturn, með verki sínu.

Verklok verksins eru talin verða um sumarið 2008 eða í ársbyrjun 2009.

Þeir eru að "meika" það víðar en í handboltanum, strákarnir okkar, ekki satt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband