24.1.2007 | 07:46
Skúbb
Hilsen öllsömul:
Fyrir þá sem þekkja ekki til orðsins "skúbb" þá þýðir það einfaldlega að vera fyrstur með fréttirnar, og hafa forskot á hina miðlana. Þetta virðist mér hafa tekist þegar ég fjallaði í bloggi mínu um biskup einn hér í Danmörku sem vildi meina að allar þær veðurbreytingar sem eiga sér stað í náttúrunni, séu merki þess að senn styttist í dómsdag. Þetta vakti náttúrulega mikla athygli hér í Danmörku, og greinilega hefur athyglin smitast til 'Islands, því að sem ég sat og horfði á fréttirnar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, sem senn breytist í OHF, var að velta fyrir mér hvað þessi skammstöfun þýddi, kannski ofurhlutafélag, jæja, þá birtist frétt um þennan sama biskup og með innslagi fréttamanns um ræðu biskups. 'EG bara glotti út í annað, enda hef ég ekki orðið var við að aðrir miðlar heima hafi fjallað um þetta. Og reyndar er þetta í annað sinn sem ég glotti því fyrir skemmstu var fjallað um netheiminn SecondLife og hnýtt saman við leikinn EveOnline, þar sem einmitt var verið að fjalla um óljós skil raunheima og netheima. Þar sem ég einmitt hafði verið að koma með punkta um þetta þá fannst mér þetta bara nokkuð gott. Datt einmitt sú hugsun í hug hvort þeir hjá RUV væru farnir að lesa pistlana mína, svona í laumi, þið vitið. Þannig að núna leggst maður bara í enn meiri lestur og sér svo hvað gerist.
Að lokum. Fyrir skemmstu kvartaði einn lesandinn þessarrar síðu, sem senn nálgast það að 1.000 lesandinn lesi hana, að gaman hefði verið að geta stækkað myndirnar af henni Birgittu. Hann vildi sjá hana stærri. Því dró ég fleiri myndir af Birgittu úr safninu og hendi þeim hérna inn. Reyndar mun síðan verða albúm með þekktum sem óþekktum módelum, sem menn geta rýnt í svona ef þeir nenna ekki að lesa allan þennan texta. Muna bara að það er bannað að nota copy og paste.
Hilsen að sinni.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.