Leita í fréttum mbl.is

Nýr stíll, ný stefna, sama andlit

Anna Þorsteinsdóttir

Sæl verið þið:

Maður má ekki  ofkeyra bloggið eingöngu á íslenskri fegurð, þó að af nógu sé að taka. Að vísu mun þetta blogg líða fyrir það að mynd af íslenskri stúlku mun prýða það. Fróðlegt væri að gera könnun hvort menn lesa bloggið eða kíkja eingöngu á myndirnar. Hvað heldur þú lesandi góður?

Jæja, en fyrirsögnin að þessu sinni vísar í saga sem sögð var af Björgvini Halldórssyni, hinum eina sanna Bo Hall, þegar hann var með eitt sjóvið sitt á Broadway og einn úr bandinu hafði farið í svokallað extreme makeover, hvað varðar fatnað og útlit. Að sjálfsögðu varð hann að sýna Björgvini þetta, og Björgvin leit á hann með spekt og sagði síðan. Ný föt, nýtt útlit, sama andlitið  og sama röddin, hver er munurinn? Menn fyrirgefa mér þó að það sé ekki orðrétt eftir Bo Hall sjálfum.

En með tilvísun í þessa fyrirsögn vill ég meina að eftir nærri því hálfs árs fjarveru frá 'Islandi, hvað það sé gott að vera laus við að sjá sömu andlit stjórnmálamanna í dagblöðum og fréttum. Alltaf sömu andlitin dag eftir dag, í hverju þrætumálinu á fætur öðru. Fréttatímarnir og kjaftaþættirnir, Kastljósið og 'Island í Dag og Silfur Egils, alltaf sömu andlitin að troða upp með alltaf eitthvað rýrt kjötmeti til að bíta í og síðan var kjöttægjunum fleygt fram og til baka í fjölmiðlum daginn eftir. Fyrir þessarri upplifun varð ég þegar ég settist niður á gamlárskvöld og hlustaði á Margréti Þórhildur Danadrottningu flytja nýársávarp samkvæmt gamalli hefð. Eftirá tók við nýárskveðja Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Og þegar maður les blöðin þá þekkir maður varla haus á sporði í blöðunum, enda held ég að maður sé orðinn ofmettaður af þessu athyglisýki sem ríkir heima hjá stjórnmálamönnum, að troða sér í fjölmiðlaljósið um leið og einhver beljan rekur við.

Sá reyndar um daginn að Siv er kominn með algera nýja hárgreiðslu, hef reyndar verið að reyna að muna hvernig hárgreiðslan var hjá henni áður.

Jæja er laus við flensuna í bili, það eru einhverjar eftirhreytur af henni, en maður er allavegana orðinn rólfær.

Og svo í lokin: Módel dagsins að þessu sinni er Anna Þorsteinsdóttir. Hún var á árum áður mjög eftirsótt módel. Henni kynntist ég í gegnum Filippíu Elísdóttur, og eru myndirnar af Önnu teknar í tilefni fata sem Filippía hafði hannað og vildi fá myndir af, að mig minnir.

 


Fleiri myndir

Módel dagsins: Díana Dúa Helgadóttir

Díana Dúa

Hilsen:

Það er með veikum mætti sem ég sést við tölvuna hérna snemma morguns, við að henda inn efni á bloggið. Ef menn vilja einhverjar krassandi veikindasögur, þá er eflaust hægt að eyða einhverjum dálksentrimetrum í það, en svona miðað við veikindi undanfarin ár þá eru þetta verstu veikindi sem ég hef lent í. Hálsinn allur þrútinn, mikill höfuðverkur, beinverkir og svo hitavella sem kemur og fer. Með þessu fylgir lítil matarlyst, og svo er maður náttúrulega slappur. Erfiðast er að í kotinu finnst enginn drykkur, hef varla lyst á að drekka slottara núna (slottari: danskur bjór, slots, keyptur í þýskalandi á 30 dkr kassinn) Helst vill maður kalt Pepsi Max, en það er á bannlistanum, en eins og staðan er núna þá myndi ég alveg eins drekka hvaða svaladrykk sem er. Hef ekkert komist út til að versla, skítaveður í gær og ekkert betra í dag. Banka bara uppá hjá félögum mínum og sníki eitthvað kalt að drekka.

Jæja, best að ljúka þessu væli með módeli dagsins. Hún heitir Díana Dúa Helgadóttir, og er ein af frægu Playboy stelpunum sem myndaðar voru fyrir úttekt Playboy á íslenskri fegurð á sínum tíma. Mér var bent á hana þegar ég var einhvern tímann að velja föt í tískuversluninni Motor, sem heppilegt módel. Þá var maður alltaf með augun opin fyrir módelum, og eftir að hafa séð hana, þá var enginn vafi í huga mínum að hún kæmi til greina. 'Eg myndaði hana fyrir Séð og Heyrt og fór myndatakan fram í Hagkaup(um) í Kringlunni. Líkt og með Birgittu var Díana Dúa óþekkt stærð, en eftir þessa myndatöku varð hún fljótt þekkt og Playboy-guttarnir héldu varla vatni yfir henni.

Njótið.

Hilsen 


Fleiri myndir

Módel dagsins: Birgitta Haukdal

Birgitta Haukdal

Sæl verið þið:

Jæja, þessi flensa hefur alveg lagt mig í bælið, þannig að maður hefur lítð getað notað nefið til að rýna í blöðin, enda nefið fullt af fylgikvillum kvefs. Maður hefur því notað tímann til að hvílast og reyna að lesa en erfitt hefur það reynst þegar kröftugir hnerrar og innihaldið hefur þakið síður bóka og dagblaða.

Semsé, maður er svona smátt að skríða aftur til lífs. Reyni að bæta úr þessu í næstu bloggum, enda þegar maður liggur fyrir þá hlaðast upp allskyns hugsanir sem maður vill koma frá sér.

Hinsvegar ætla ég að gleðja lesendur mína með myndum af "módelinu" Birgittu Haukdal. Myndir þessar voru teknar á árunum 1995-2000, þegar ég bjó fyrir vestan og var öðru hverju að mynda vænlegar stúlkur fyrir Séð og Heyrt. 'A Birgittu rakst ég á Flateyri, þegar hún kom eitt skipti að syngja í karaokee. Þá var Birgitta að vinna á Þingeyri í fiski að mig minnir, og þegar ég innti hana eftir því hvort hún hefði áhuga á að sitja fyrir þá var það sjálfsagt mál. Þá var Birgitta ekki þetta þekkt eins og hún er í dag.  Eins og myndirnar bera með sér er töluverð breyting á Birgittu frá þessum tíma eins og hún lítur út í dag. En glæsileg er hún.

Vill láta þess getið að makeup á flestum módelum hefur Stella Sæmundsdóttir séð um og gert vel.

 


Fleiri myndir

Berja skaltu mann og annan og ekki gjalda fyrir

Hilsen:

Manni er satt að segja ekki farið að lítast á ástandið heima. Það virðist fara versnandi með ári hverju og satt að segja finnst manni stutt þannig þangað til löggan fer að ganga vopnuð um götur Reykjavíkur. Annars sést lítið til hennar, löggan situr bara við sjónvarpsskjái og fylgist með í gegnum öryggismyndarvélar þegar menn ganga í skrokk á hverjum og öðrum, og svo fer hún á stjá og hirðir upp þá sem fallnir eru. Ekki ósvipað og ruslakallarnir sem aka um göturnar eftir "stríðsástandið" í bænum eftir hverja helgi. Kannski ekki laveg sannleikanum samkvæmt, en samt nærri lagi, þar sem löggan virðist eiga við ofurefli að eiga þessa dagana. Venjulegt útkall breytist næstum í því að lögreglumaður lætur lífið vegna hnefahöggs á barkakýli. Og þetta fer vaxandi, ekki bara gegn lögreglumönnum, heldur gegn hinum almenna borgara. Ráðist er á menn í miðbænum eftir hverja helgi, flestir liggja óvígir eftir, unnin eru spjöll á eigum manna, ekkert er látið í friði. Og ef menn dirfast að kæra viðkomandi þá er hætta á því að menn fái enn verri útreið.

Og hver eru svo viðbrögðin, lofaði Villi borgarstjóri ekki öruggri borg? Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn lofaði eiturlyfjalausu 'Islandi árið 2000. 'A hvaða lyfjum var sá flokkur? Eflaust ofskynjunarlyfjum. Það er endalaust hægt að lofa öllu fögru. Tek þó ofan hattinn fyrir Villa að ætla sér að reyna að hindra að spilavíti verði sett upp í Mjóddinni, Skárra var þó að hafa áfengisverslunina þarna, enda fjölskylduvæn fyrir flesta aldurshópa. Annað með spilavítið, það er meiri hætta í því, enda segir endanafnið allt sem segja þarf, víti.

Þessi ógn í samfélaginu hefur farið vaxandi, hún er ekki bara bundin við götur miðborgarinnar, hún er í kennslustofunum, hún er í samskiptum manna, hún er í úmferðinni, hún er orðin að meini, því að enginn þorir lengur að taka ábyrgð, allir benda á æðstu yfirvöld og ætlast til þess að þau leysi vandann, sem í rauninni á sér rætur innan veggja heimilanna.

Af hverju halda menn að unglingar ganga um götur borgarinnar, með vaxandi virðingarleysi fyrir eignum og mönnum? Þetta nýríka samfélag á klakanum þjáist af agaleysi, virðingarleysi, bældri kreppu og smásálarhætti og umfram allt minnimáttarkennd. Lífsgæðakapphlaupið sem hrjáir flesta á klakanum hefur byrgt fólki sýn á hvað skiptir máli í lífinu, það er ekki að eiga allt, frekar að eiga góða að og vera sjálfum sér nógur án þess að slíta sálu og líkamlegri getu til þess að eignast hluti sem varla munu rúmast 6 fetum neðar þegar menn kveðja þetta jarðlíf. En eltingarleikurinn við að tolla í tískunni, hvort sem það eru föt, bílar, húseignir, útlit eða sjást og heyrast á skemmtisöðum borgarinnar, hann stendur sem hæst, og fyrir það gjalda börnin, þegar lífsgæðaforeldrarnir hafa varla tíma til að sinna börnunum sínum, sökum þess að kröfur samfélagsins um að tolla í tískunni eru háværari en raddir barnanna. 

Og svo benda menn á stjórnvöld og ráðamenn og skilja ekki neitt í neinu af hverju þjóðfélagið er orðið svo gerbreytt. Kannski það sé kominn tími til að menn stundi smávegsi naflaskoðun og eflaust kemur margt forvitnilegt í ljós.

Kannski.

Kv

Gilli 


Módelin mín

Elma Lísa

Heil og sæl:Elma Lísa

Jæja, þá er maður kominn á flug aftur. Ligg reyndar í flensu sem herjar á mannskapinn, annar hver maður hóstandi eða hnerrandi. Tel líklegt að þessa flensu hafi ég fengið þegar ég rölti heim á nýársmorgun eftir að hafa flækst á milli nokkurra bara í Esbjerg. Þann morgun gekk fárviðri yfir Danmörk, meðal annars í Rödovre, í útjaðri Kaupmannahafnar þar sem fjarlægja þurfit íbúa hæstu blokkanna þar vegna hættu á að þær myndu hrynja. Verð að segja eins og er að það kemur á óvart, miðað við danskan arkitektúr og fleira,  að hætta sé á slíku, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að í þessum pistlum hefur verið minnst á fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Kína, þar sem reistir verða margra hæða byggingar, þá er eins gott að þær þoli vind og rok ef ekki á að fara illa.

En hvað um það. Eins og ég minntist á þá stendur til að glæða meira lífi í þetta blogg. Eða eins og þeir segja á útvarpsstöðinni Bylgjunni, minna mas, meiri tónlist. Því hef ég ákveðið að taka fram úr glatkistunni nokkrar myndir, af módelum, landslagi, atbrurðum og ýmsu ómerkilegu sem merkilegu. En um árabil starfaði ég sem lausráðinn ljósmyndari og blaðamaður hjá hinum og þessum miðlum á 'Islandi. Nægir þar að nefna blöð eins og Samúel, Vikuna, Pressuna, Mannlíf, Skessuhorn, Bæjarins besta, Séð og Heyrt og Morgunblaðið.  Fyrsta viðfangsefnið í þessum mánuði eru módel, sem í dag eru þekkt fyrir að vera allt annað en módel í dag. Fyrsta módelið í dag, er Elma Lísa Gunnarsdóttir sem er og verður eitt flottasta módel 'Islands. Hún hefur slegið í gegn sem leikari og verið að gera góða hluti.

Hef því miður ekki ártalið á hvenær þessa myndir voru teknar, tel þó líktlegt á tímabilinu 1990-1995.

 


Fleiri myndir

'Arið 2006 í myndum

Hilsen:

Eftir þennan dauðadómspistil minn þá ákvað ég að enda árið með myndum af mínu ári, sem tók miklum breytingum, til hins betra.

Með þessum myndum kveð ég árið 2006, með ósk um gleðilegt nýtt ár og þakkir til þeirra sem lesa þessa pistla mína að staðaldri.21-4 06 01221-4 06 016

 

 

 

Ýmislegt 00721-4 06 06921-4 06 047Ýmislegt 001

 

 

 

 

 

 

Ýmislegt 092108470464-M

 

 

Kirkevej 00894199296-L

 

 

 

 

 

Hilsen og sjáumst á næsta ári, 2007

Gilli


30-12-06-03:57

Hilsen:

Hún er merkileg þessi fyrirsögn, því að samkvæmt henni var Saddam Hussein líflátinn, hengdur í sínni eigin pyntingaraðstöðu, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Fljótt tekið af og Saddam allur, til óblandinnar gleði meðal andstæðinga hans, en fyrir fylgismenn hans, þá hefur Saddam öðlast píslavættisstöðu. Maður sem losaði sig við andstæðinga sína, drap fleiri tugi þúsunda manna án þess að blikna. Og á dauðadægri ákallaði hann Allah, sem hann hefur varla sett allt sitt traust sitt á.

Maður spyr sig, er heimurinn öruggari og betri eftir aftöku Saddam. Er hann betri eftir að hinir harðstjórarnir sem fallið hafa frá, annaðhvort frá vegna hjartaslags, eða sjálfsmorðs, er heimurinn öruggari þrátt fyrir allt? Veit ekki hvað segja skal, en eftir 9/11 þá er heimurinn langt frá því að vera öruggur, með tilliti til hvar menn í heimi búa. Öfgafullir múslimar ráða orðið okkar gjörðum og hugsunum, það er ekki lengur óhætt að ferðast með flugi eða járnbrautum, til vissra landa forðast maður að ferðast, og það er komið svo að menn óttast að búa í návígi við múslima eða eiga samskipti við þá.

Fræðimenn tala um að hinn vestræni heimur skorti skilning á trúarheimi og menningarheimi múslima. vel má vera, en það verður að segjast eins og er, að múslimar virðast vera haldnir þeirri kreddu að þegar þeir búa í vestrænum löndum, að þá geti þeir innleitt sínar hefðir og trú eins og ekkert sé. Eflaust er hægt að segja það sama um hinn vestræna heim, sem um þessar mundir "globaliserar", Austur-Evrópu,  Afríkumarkaði, Asíulönd og víðar til þess eins að undiroka þennan heim með lágum launakjörum og lífsstandard sem enginn vestrænn maður myndi vilja láta bjóða sér. Eða hver myndi vilja vinna í svitasjoppu í Indlandi eða einhverjum af þessum ríkjum, og vinna nánast 24 tíma á dag, á skítalaunum? Ekki ólíkt og læknarnir heima á 'Islandi sem vinna 2X24 klst til að hafa í sig og á.

OK, en þrátt fyrir að Saddam sé allur, þá ríkja yfir heiminum um þessar mundir Bush og Blair, og svo aðal hryðjuverkaleiðtoginn í 'Israel, sem ég því miður man ekki nafnið á, og saman mynda þessir menn þríeyki, eins og Bush sagði svo eftirminnilega, öxulveldi hins illa.

Hvernig var það með Bin Laden, hvað sagði Bush eftir 9/11: We will hunt him down, he is nowhere safe? Og hvar er svo Bin Laden núna, verður hann dreginn fram í sviðsljósið þegar næstu saklausu borgarar þessa heims verða fórnarlömb hryðjuverka, vegna hagsmuni hins vestræna heims og trúartogstreitu hins múslímska heims?

Nei, heimurinn verður ekki öruggari eftir hengingu harðstjórans. Heimur versnandi fer, af því að hið illa hefur þegar náð völdum, í huga manna og gjörðum. Græðgin hefur tekið sér bólfestu í fyrirtækjum, einkalífi og aðgerðum stjórnvalda. Smátt og smátt erum við að útrýma okkur sjálfum með útblæstri, eyðingu skóga, breytta legu landslags og svo nýtingu  sjálfbærra náttúruauðlinda.

Maðurinn er sjálfum sér verstur og hefur ætíð verið. Það mun aldrei breytast.

Hilsen

Gilli

 


Hugljómun

Hilsen:

Var að ljúka við að horfa á Kastljós, þar sem yfirbragðið er eins og venjulegar þegar nær dregur lokum þessa árs, virtir menn og konur dregin fram til að fara yfir atburði liðins ár. Núna horfa menn til baka og rifja upp allt sem gerðist á árinu. Verð að segja eins og er að ég man varla sjálfur hvað ég var að gera 17 febrúar síðastliðinn. En burtséð frá því þá var í lokin tónlistaratriði með hinum einstaklegu skemmtilegu og fjölhæfu drengjum í Baggalúti. Sem ég sit og horfi á drengina skvetta fram ú rerminu hresst þýskt rokklag í nýársbúning, þá allt í einu verð ég fyrir þessarri allsvakalegri hugljómun. Um leið furða ég mig á því af hverju fleiri hafi ekki fengið þessa hugljómun. Kannski svipað með mig og Edison, það er ekki á færi allra að verða fyrir slíku nema vel tengdir.

Og hver er svo þessi hugljómun, sem krefst þess að ég sprett að tölvunni, burt frá Flash verkefninu mínu? Haldið ykkur fast: Af hverju sendum við ekki Baggalútsmenn í næstu Júróvisjón keppni. Eftir hraklegu smánarferð Sílvíu Nætur og ímyndarskaðann sem hún olli okkur og landi og þjóð þá þurfum við sko heldur betur á því að halda að efla ímynd okkar á ný. 'Eg meina í alvöru, 16 sætið okkar er í hættu, að ég tali nú ekki um 2 sætið hennar Siggu Beinteins.baggalutur

'Islendingar, tökum okkur á, allir sem einn, sendum Baggalútsmenn í Júróvisjón. Eyðum ekki einhverjum milljörðum í einhverjar Hollywoodbakgrunna og ljósasjóv, heldur sendum drengina beint í keppnina, með aurana sem annars hefðu farið í að halda einhverja sýndarkeppni, til þess eins að Kristján Hreinsson taki þátt aftur. Nóg er að heyra í honum í þætti Margrétar Blöndal að berja saman einhverja klénar vísur, sem hann og Margrét hlægja eingöngu að.

Nei, köstum ekki krónunni í slíkan óþarfa. Baggalútsmenn í Júróvisjón. Það yrði sko eitt allsherjar gott partý, enda Baggalútsmenn þekktir fyrir að halda uppi þrusustemmningu.

Er það ekki málið? Þetta er heitasta bandið á Íslandi í dag, fyrir utan Brimkló, Rúna Júl og Bubba. Og við förum varla að senda það gengi í Júróvisjón, ekki satt?

Hilsen

Gilli


Topp 30

Hilsen enn á ný:

Gleymdi að minnast á óreglulegan sem kannski reglulegan lið, ásamt öðrum skemmtilegum nýjungum sem senn líta dagsins ljós á þessu bloggi innan tíðar. En þessi óreglulegur liður eru topp 30 atriði um goðið sjálft Chuck Norris sem heillað hefur margan manninn um dagana með leiftursnöggum bardagaaðferðum sínum og hefur kappanum verið ósjaldan líkt við Bruce Lee sjálfan.

bruce og chuckEn hér eru staðreyndir sem fáir vita nema allrahörðustu aðdáendur hans, og hafa farið leynt með. En við lifum á tíma upplýsingatækni og því nauðsynlegt að upplýsa menn um ósögð sannindi:

1. Kínamúrinn var upphaflega byggður til að halda Chuck Norris fjarri. Það mistókst herfilega.

2. Það er ekki til nein þróunarkenning, aðeins listi af dýrum sem Chuck Norris hefur náðarsamlegast leyft að lifa.

3. Chuck Norris er eini maðurinn sem hefur unnið múrsteinsvegg í tennisleik.

4. Þegar Chuck Norris skilar skattaskýrslunni sinni, þá er hún oftast nær óútfyllt og með mynd af honum í bardagastöðu. Hann hefur síðan aldrei þurft að borga skatta.

5. Stysta leiðin að hjarta manns er hnefi Chuck Norris

6. Stæði merkt fötluðum þýðir ekki að fatlaðir geti lagt þar. 'I raun er þetta aðvörun þess efnis að stæðið sé fyrir Chuck Norris og sá sem leggi þar verði fatlaður það sem eftir lifir.

7. Chuck Norris þekkir aðeins tvær skilgreiningar á hraða: Ganga og drepa

8.  Chuck Norris er ekki vaxinn niður eins og hestur, hestar eru vaxnir niður eins og Chuck Norris

9. Það eru engin gereyðingarvopn til. Aðeins Chuck Norris.

10. Chuck Norris  bað um Big Mac á Burger King og fékk hann.

 


Gleðilega Búkarest

Hilsen:Show_13

Jæja, þá er maður óðum að jafna sig eftir ágætis jól og verður að segjast að þessi jól voru frekar í hófi en mörg önnur jól sem maður hefur upplifað í gegnum tíðina. Reyndar flaug í gegnum huga minn að sniðugast væri eftir svona mikil hátíðahöd sem jólin eru, að í stað þess að strengja áramótaheit um að taka sig á á nýju ári hvað varðar mataræði, reykingar eða almennt að losna við ýmsa lesti, hví ekki að bregða sér á kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro? 'I slíkri ferð felast margir kostir, kjötið er kvatt með viðeigandi hátíðarhöldum, og þar að auki fá menn góða hreyfingu við sambadans og aðrar athafnir sem fylgja slíkri hátíð. Hér er komin hugmynd fyrir markaðsöflin, að markaðssetja ferðir gagngert fyrir fólk sem vill losna við aukaþyngdina eftir jól og áramót.

Eins og minnst hefur verið á í þessum pistlum þá er greinarhöfundur oft með nefið í dönsku dagblöðum, enda gamall siður frá því þegar höfundur bjó í Noregi á því merkisári 1986. 'I  yfirferð minni um dönsk blöð, þá rakst greinarhöfundur á fróðlega grein, sem er samin í þeim tilgangi til að fjarlægja þær ímyndir og kreddur sem menn hafa um arabaheiminn. Oftast nær hafa menn ímynd af þessum heimi sem harðsvíruðum og frekar óhefluðum heimi, þar sem réttindi kvenna eru ekki í hávegum haft.

'I umræddri grein er fjallað um múslimskan kynlífssérfræðing að nafni Hebu Koth, svona Jóna Ingibjörg múslima í kynlífsfræðum.  Hún líkt og aðrar múslímskar konur gengur í hefðbundnum múslimafatnaði með slæðu um hárið. Sérstaða hennar felst í því að einu sinni í viku er hún með þátt í egypska sjónvarpinu þar sem hún fjallar á opinskáan hátt um kynlíf frá sjónarhóli islam.

'arabwomanI þættinum sínum svarar hún frekar viðkvæmum og áleitnum spurningum víðsvegar úr hinum ýmsu ríkjum Miðausturlanda um hið viðkvæma umræðuefni kynlíf sem er ekki mikið fjallað um á opinberum vettvangi þar enda talið bannorð og um leið hættulegt umræðuefni með tilliti til islam.

En Heba staðhæfir að í islam er talað um að kynlíf eigi að vera jafn ánægjulegt fyrir báða aðila, og þá með tilliti til þess að það sé innan hjónabandsins. 'I rannsóknum sínum komst Heba að því að islam var lengra á veg komið á skilgreiningu sinni á kynlífi og það löngu fyrr  á undan sinni samtíð.

'I islam sé forleikur mikilvægur á undan kynlífi segir Heba og bendir áhorfendum sínum á að konur eigi að njóta kynlífsins.

'Ohætt er að segja að sjónvarpsþátturinn og um leið beinskeytt umfjöllun hennar hefur vakið mikla athygli í arabaheiminum, þar sem kynlífsfræðsla er takmörkuð og samskipti kvenna og karla eru ekki jafn frjálsleg eins og gengur og gerist í hinum vestræna heimi og umræða um slíkt viðkvæmt efni er ekki í hávegum höfð.

Nýlega hélt Heba fyrirlestur í Yemen, þar sem hún lýsti því hvernig stór hluti af karlpeningnum var í losti, á meðan spurningar frá konum voru óstöðvandi.

En hver er þessi umrædda Heba Koth?  Hún er 39 ára gömul, gift og þriggja barna móðir og hefur numið kynlífsfræði sín við Maimonides háskólann í Bandarríkjunum. 'Arið 2002 setti hún á laggirnar kynlífsráðgjöf í Kaíró, skrifaði fjölda blaðagreina um efnið, var gestur í mörgum spjallþáttum og heldur jafnframt úti heimasíðu. (http://hebakotb.net)

Jafnvvel þó þáttur hennar sé beinskeyttur þá svarar hún oftast spurningum áhorfenda með tillit til líffræði. Hún ræðir um samsfarastellingar, fullnægingu kvenna, munnmök, sem eru leyfð þar sem engir trúarlegir textar banna slíkt. Einnig fjallar hún um sjálfsfróun kvenna, þó að slíkt er ekki vel séð í hinum arabíska heimi, en þó talið betra en að vera ótrú manni sínum. Hvað varðar samkynhneigð þá hefur Heba ákveðna og einarða stefnu gagnvart því  en að hennar mati er slíkt sjúkdómur.

Að mati margra finnst þeim sem kynlíf gegnsýri þátt hennar, en benda þó á um leið að slíkt umræðuefni sé að öllu jöfnu skoðað með trúarlegri sýn hins arabíska heims.

Mönnum finnst nóg um þar sem þegar eru ríkjandi ákveðin íslömsk hefði hvað varðar, banka, tísku, hárgreiðslu, sundföt og rithöfundar, og þegar bæta eigi kynlífi við í þá flóru þá er meira en nóg komið að mati þeirra.

Margar mæður hafa lýst áhyggjum af því að unglinmgar horfi á þessa þætti hennar og þar með hafi þau þegar verið kannski upplýst fullmikið en ástæða þykir til. Þetta valdi því að þau verða ákafari en áður að prófa kynlíf.

Að mati Hebu er nauðsynlegt að ræða um hlutina eins og þeir eru, og hún bendir á að kannski megi rekja 80% hjónaskilnaða í arabaheiminum til kynlífsvandræða í samlífi arabískra hjóna. Enda ríki þar sú hefð og þrýstingur samfélagsins að kona eigi að vera óspjölluð áður en til giftingar kemur.

'I arabaheiminum ríkir sú skoðun meðal margra kynsystra hennar að konur vita nánast ekkert um líkama sinn og öll umræða um kynlíf er varla teljanleg og þeim er talið trú um að kynlíf sé óhreint og aðeins í þeim eina tilgangi til að þjóna væntanlegum eiginmanni.

Heba Kotb getur vel við unað þrátt fyrir mikla umræða um þátt sinn þar sem hún er bókuð til að fjalla um kynlíf fyrir ógifta unglinga, með samþykki foreldra þeirra , en að öllu jöfnu veitir hún ráðgjöf til giftra einstaklinga, sem koma langt að frá í hinum arabíska heimi, til að njóta ráðleggingar hennar.

Þannig er nú það og ráð í tíma tekið til að varpa frá ákveðinni huliðsblæju í þessum heimi sem fáir vita um, en hafa þó skoðun á.

Var að horfa á fréttir á RUV í gær á netinu, og veitti því athygli að fjallað var um hvernig mörk á milli hins raunverulega heims og netheims voru að verða meir og meir óskýr með tilkomu leikja á borð við EveOnline og Secondlife sem minnst hefur verið á hér í þessum pistlum.

Svona í lokin, þá fær DR1 mitt hrós fyrir ágætis jóladagskrá á netinu með bíómyndum og fréttaflutningi. Líkt og RUV er DR1 flaggskip dana hvað varðar traust og hefðir og það er óhætt að segja að DR1 stendur sig betur í miðlun efnis en RUV sem lætur sér nægja að senda eingöngu út fréttir á netinu, en veitir engan aðgang að kvikmyndum eða þáttum á netinu, nema Kastljósi. Hvernig er það með sjónvarp allra landsmanna, eru allir gluggar í Efstaleitinu svo skyggðir að menn sjá ekki lengur út fyrir lóðina? Væri ekki ráð nema í tíma tekið og hugsa til þess að 'Islendingar búa víða um heim og hefði eflaust mikla ánægju af því að geta sótt aðgang að meira efni en eingöngu fréttum að heiman? Vonandi breytist það þegar þessi stofnun verður hf eða ehf.

Kv

Gilli

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband