Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Heim og að heiman/Homeland

Hilsen:

Þetta gengur náttúrulega ekki, að halda úti bloggsíðu, og ekkert áhugavert efni á síðunni. Svo maður dragi upp gömlu afsökunina, þá hefur maður haft nóg að gera í sumar, við vinnu, og svo revían. Ok, síðasta sinn sem ég minnist á þessa blessuðu revíu.

Að vísu skrapp ég til 'Islands, og hitti á ættingja og vini, og má segja að frá því að ég lenti var ég eins og þeytispjald á milli ættingja og vina. Enda fann ég það hversu endurnýjandi það var að hitta þá sem eru manni hvað kærastir. Var feginn að ég skrapp. Að vísu var mér skítkalt allan tímann, og hlakkaði reyndar að komast undir sæng á hverju kvöldi, enda búinn eftir daginn. Fékk að gista hjá góðri og náinni vinkonu minni, sem hafði meira en nóg að gera við vinnu og lærdóm, en einhvern veginn tókst okkur að spjalla saman og spá í öl og aðra sæta drykki.

Nú, svo var lagt í hann á föstudaginn var með tilheyrandi ferðalögum, og um tíma minnti þetta mig á bíómyndina, Planes, trains and automobiles, með Steve Martin í aðalhlutverki, en mitt ferðalag samanstóð af Planes, trains, buses, and taxis. Enda þegar ég kom til Esbjerg eftir langt ferðalag með lest, þá var náttúrulega strætó hættur að ganga, að vísu næturvagn, en hann fór ekki alla leið að kollegium, þannig að ég veifaði í leigubíl og ók síðustu metrana með honum. Var varla kominn inn í herbergið þegar ég fékk þá hugmynd að kíkja á föstudagsbarinn, og viti menn, það er sko líf á öðrum hnöttum, enda var mér tekið fagnandi. Nóg var af nýjum andlitum á barnum, en inn á milli gömul og viðkunnanleg andlit.

Nú að sjálfsögðu tók maður föstudagsbarinn hressum tökum, og var laugardagurinn aðallega notaður til að hvíla sig, lárétt. 

Nú er maður að undirbúa sig fyrir skólann á mánudag, nú byrjar batteríið upp á nýjan leik. Þannig að maður er svona tiltölulega spenntur fyrir að hitta ný andlit.

Heyrumst

Gilli

Hi from Gilly:

Its kinda stupid holding out a blogsite, and not putting some material in. Of course I could lean to my most used apologies, abotu having had too much to do, a little truth in that, but this summer has been quite busy and lucrative in many ways.

I managed though to make a trip to Iceland, to meet up with relatives and friends. It was a renewing trip to make, and it felt good to meet my relatives and friends, I came home full of spirits, ready to tackle the semester.

My trip was kinda like from the movie, Planes, trains, and automobiles, but mine was more like Planes, trains, buses, and taxis. The trip took its time and finally when I came home to Esbjerg, the buses were quit running, but a nightbus was running, and I took it as close to the kollegium, and then waifed a taxi for the last meters. And when I came home I looked up the friday bar, and it was full of live, and new faces, and after a couple drinks I was ready to go home and make a night of it.

So now school is starting and I am looking forward to it, with new things to hackle this semester.

I will be more active this semester, in learning and gaining more knowledge from this education.

Bye for now

Gilly 


Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband