Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 08:47
Þá er mér öllum lokið/I am finished
Hilsen:
Munið eftir mér? 'Eg man eftir ykkur, eða svona flestum ykkar. Jæja, þá er þessu lokið, það er prófverkefninu. Það tók á síðustu vikuna, og á endasprettinum var maður orðinn ansi lúinn, eftir langar vökur, kókdrykkju, kexát, lagnar setur fyrir framan tölvuskjáinn og svo streitan varðandi hönnunina, skyldi hún virka, og svo framvegis. 'I gær var lokadagurinn til að skila af sér og það var ekki laust við að það ríkti spenna í loftinu, þegar flestir voru að skila af sér. Við Olaf vorum mættir og þegar til stóð að brenna á 3 diska hönnunina, og margt fleira sem skila þurfti af sér þá kom í ljós að tölvukerfið og vefstjóri þess eru svo sannanlega ekki að standa undir væntingum okkar, þarsem ekki var hægt að brenna efnið á diskana, tölvan gaf meldingu þess efnis að það vantaði disk í tölvuna, þrátt fyrir að diskur væri í tölvunni. Alexandru, frá Rúmeníu tók hálfgert "æðiskast" og grýtti helmingi af diskunum sínum í ruslið þó að þeir væru ónotaðir. Og Olaf, sem er venjulega dagfarsprúður, bölvaði á dönsku og enskuog lét einn kennarann heyra það. 'Eg reyndi að halda stillingu minni, en þegar loks hafðist að brenna allt efnið á diskana þrjá, þá fór ég niður á skrifstofu skólans til að afhenda diskana, en þegar til kom þá vildi skrifstofustjórinn ekki taka við efninu, þar sem enn vantaði einn disk til viðbótar, fyrir gagnasafn skólans. 'Eg þrætti við hana og rauk upp í tölvuherbergið og brenndi annan disk, o g svo þegar ég kom aftur til að skila þá vildi skrifstofustjórinn hafa þetta allt í möppum og sorterað og margt smálegt sem var ekki til að bæta skapið. 'Eg bölvaði henni í sand og ösku á íslensku, og skilaði af mér með þungum svip. Hún, þ.e skrifstofustjórinn, reyndi að gera mér grein fyrir að þetta væri ekki hennar sök, og þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væro búinn að sofa allavegana í 5 tíma, þá eins og við var að báust sagði hún að þetta væri ekki hennar sök. Þannig að ég rauk út, strunsaði heim í sólskini og hitamollu, og þegar heim var komið, þá lagðist ég til svefns og svaf frameftir degi. Og þegar ég vaknaði um kvöldið þá var ég aðeins endurnærðari, en samt þreyttur. Vinir minir, Janko og Marina komu svo og kíktu á mig með afmælistertu, enda var gærdagurinn afmælisdagurinn minn. Við átum tertustykkin og fórum svo upp í skóla, þar sem mér tókst að vinna Janko loks í billjarð. Enda sagði Janko að ég væri orðinn ansi slyngur. Þannig endaði sá dagur.
Og svona í lokin: Þessi tónlist hélt mér gangandi: Johnny Cash, Primal Scream, Moby, Bob Marley, og í lokin, Talking Heads, með uppáhaldslaginu mínu, Road to Nowhere. Já virkar hálf asnalegt þar sem ég er á road to somewhere.
Kv
Gilli
Hello my friends:
Well, finally I finished my exam project. The last week, was a week of no sleep, cola drinking, bisquits, stress, and many hours of sitting in front of my computer screen. And yesterday when I turned in my exam project I had red eyes, I hadnt shaven for a week or so, probably forgot to take a bath, and feeling sloggy. And to add to this, the computers in the it-center of the school couldn burn cd´s, and that wasnt to make me and many other of my classmates happy. One of my classmates threw half of his cd´s into the wall, and was just shouting and screaming. My group member, Olaf who is on a regular day basis a calm guy was just swearing and cursing in danish and english. And after complaining to the teachers and finally managing to burn the cd, another problem arose, when I tried to deliver my material, the office manager gave me hard time concerning the way it was delivered. As it was I was not in a good mood and unfortunately I took it out on her, and after finally adjusting to the demands sweared at her in icelandic, and just walked out. I came home, tired, and took a good sleep until late in the evening. Then I woke up, and shortly afterwards meet up with my friends, janko and Marina, who came with cake pieces, as it was my birthday yesterday. What a day. We went to school and played some pool, and I managed to finally win Janko in pool. Today I am just gonna take it easy, enjoy the sun and clean my room, it is unhabitable at the moment. Later.
With this music I survived a week of work: Johnny Cash, Primal Scream, Moby, Bob Marley, and in the finals, Talking Heads, with one of my favorite songs, Road to Nowhere, kinda ironic, since I am on the road to somewhere. Hopefully
Bye for now
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 22:01
Fyrsta törn búin/First step done
Jæja hilsen og skál:
Ekki það að maður sé kominn á fljúgandi fyllerí, en manni dauðlangar reyndar að skála í bjór eftir síðustu viku. 'Ohætt er að segja að sú vika hafi verið alltof fljót að líða með tilliti til prófverkefnsins, og svo reyndist hún vera viðburðarríkari vika en nokkur önnur. Til að gera langa sögu stutta, þá má eiginlega segja að í síðustu viku hafði ég upplifað það, annarsvegar að ígerð komst í skurðinn, sem kostaði ferð upp á spítala, og eftir að hafa krukkað í sárið kom í ljós að það þurfti ekki að bregða mér aftur undir danskt hnífsagarblað. Varla var ég búinn að fagna þessum fréttum og kominn á flug aftur við hönnunina, þegar ég lendi í því að vakna á fimmtudagsmorgni, algerlega raddlaus og með þvílík eymsli í hálsinum, að þegar ég tuggði mat þá var það þolraun. 'Eg hef greinilega fengið einhver andstyggðar vírus, því að nú loks get ég mælt mannana mál án þess að gretta mig. Inn á milli þessarra stórhríða var svo verkefnisvinnan við vefsíðugerðina, sem einnig tók á hvað varðar samstarf okkar Olaf, en hann lét sér hvergi bregða og má eiginlega segja að hafi tvíeflst við hverja raun, enda skiluðum við af okkur í dag, svokallaðri prototýpu, eða hugmynd okkar um vefsíðuna. Þannig að samstarfið hjá okkur gekk ansi vel, enda höfum við rifist og skammast og alltaf sæst aftur, og síðustu dagar höfum við ræðst oftar við en á heilu ári.
Nú er framundan gagnagrunnsvinna, hreyfimyndagerð og svo skýrslugerðin í lokin. Allt þetta höfum við skipulagt út í ystu æsar, og erum við nokk sáttir við vinnu okkar.
Inn á milli hefur maður komið heim, í "hellirinn" sinn, sest við hönnun og öðru hvoru skotið sér fram í eldhús til að narta í eitthvað.
Sé það á blogginu að lesendum mínumhefur fækkað verulega, og bið ég þá dyggustu afsökunar, en satt að segja er frá litlu að segja nema því að vel miðar áfram og núna er lokaáfanginn framundan, og það þýðir enn meiri vinnu fram að 30 maí.
Læt þetta nægja að sinni.
Kv
Gilli
Hi from Gilly:
Well I see my most faithful readers have aborted me, and I can understand why. This last week has been a very tough week, and for a while I thought I was going through the same situation I had before my operation in january. Suddenly I felt this huge pain in the same place as the operation had been done. I rush to the hospital to find out that there is a infection in the scar and it needs to be healed, with every day visit to the clinic for a while. That was a relief, I was foreseeing of going into the same process of lying home for 3 weeks, without job and just going crazy. Fortunately that didnt happen, and I managed to start work again on my website. The another "crisis" hits me on thursday when I wake up, without a voice, and my throat hurting like I had swalloved an apple. I have slightly been recovering from this, and now I can finally speak without having to wipe my eyes of tears.
So me and Olaf, my team member have been really busy, and while I have been having my crisis era he has just kept on working, and the last days have been hectic, with small quarrels, disagreement, but still we managed to make a damn good website prototype and turn it in today. Now what lies ahead is filling the website with contents, images, links and so on, and then we have to add a database, flashmovie and write the report for this. So for the next 10 days or more it seems that I will not be very visible on my blogsite.
I hope that you who know me will keep your faith in my, and after this is over I will starting writing again, so long as my hand doesnt fall off, next.
Until late
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 13:55
Mér er nokk sama.
Hilsen:
Jæja, þá er komið að því. Búið að útdeila prófverkefninu, sem er hið merkilegasta plagg, og breytist dag frá degi enda einn kennarinn eins og veðrið heima 'Islandi, veit ekki stundum hvort hún er að koma eða fara. En svo afturámóti er þetta hundleiðinlegt prófverkefni, að búa til vefsíðu um þýsk rauð vín og markaðssetja það um leið í Danmörku. 'I fyrsta lagi, hafa danir engan áhuga og grun um að þjóðverjar framleiði rauðvín, í öðru lagi er þeim alveg fjandans sama, enda fara þeir, þe. danirnir bara yfir landamærin og kaupa sér þar ódýran danskan bjór og kannski þýskan öl. 'Aður en að prófverkefninu kom unnum ég og yngri strákur að bæklingi um þýskt rauðvín og gerðum bara vel, enda fundum við fyrir öfund skólafélaga okkar. Enda rann þar í eitt, sköpunargáfa, könnun og textafærni. Og útkoman var ásættanleg. Nú við héldum að kennarar okkar byggju kannski yfir einhverjum illum brögðum til að fella okkur, en ónei, þeir skella á okkur sama verkefninu, bara með aðeins meira munstri, vefsíðu, gagnagrunni, flash hreyfimynd, og svo eigum við að koma með markaðssetningarhugmyndir. Þunnur þrettándi þar, en ágætt þar sem grunnvinnan hefur þegar verið unnin. Þannig að nú erum við sameinaðir sem einn, ég Olaf, sem ég hélt að hefði hrökklast frá námi, en er mættur fílefldur til leiks og það er kraftur í kauða núna. Enda erum við komnir á fullt, ég órakaður, Olaf rauðeygður og við báðir meira eða minna, að annaðhvort að peppa hvorn annan eða ergjast aðeins. En gengur vel þrátt fyrir allt.
Nú, en svo er komið fyrir mér eins og meðaldananum, sem hefur hvorki grænan grun eða áhuga á þessarri blessaðri Júróvísjón, sem núna er orðin að einhvers konar "statement" fyrir austur-evrópskar þjóðir, til að koma sér og sinni músik á framfæri. Gott og vel, leyfum þeim það, var ekki vestur-evrópa hvort sem er búin að einoka þetta í áratugi. Þetta er svona sandkassadæmi, þú mátt ekki í leika í mínum sandkassa, farðu í sandkassann með leiðinlegu vinunum þínum. Kommon.
OK, fínt að einhver vakti loks máls á því að þetta er mafía og samsæri og allur pakkinn. 'Oþarfi samt að slá sendiboðann til eðaltignar, enda spurning af hverju RUV eða þeir sem skipuleggja þetta hafi ekki verið vakandi yfir þróun mála þarna niðurfrá. Þetta er búið að vera í gangi í nokkur ár. Og alltaf eru einhverjar "kellingar í vesturbænum" að fitja upp á nef sér af því að við litla þjóðin 'Island, sem hugsar eins og einhver milljónaþjóð, fáum ekki að komast áfram. Kommon, við erum eins og úthverfi í einhverri stórborginni.
Til hvers í fj........eigum við að eyða pening í þetta? Hvað myndi gerast ef við ynnum svo, það er meiri kostnaður á bakvið það. 'Eg hef aldrei skilið þennan rembing að komast áfram í þessarri útdauðu keppni, sem er meira áhorfsefni fyrir einhverja sem hafa gaman af körlum í dragi og hlusta á ruslatunnupopp. Af hverju reynum við ekki frekar að setja stefnuna eitthvað hærra, en þetta. Þetta er orðið bara að einhverju fyrir neðan virðingu okkar sem "stórþjóðar".
En það er eins og alltaf með íslendingshjartað, það er spurning um að vera með. Af hverju tökum við ekki bara þátt í klámmyndahátíðinni, samhliða Cannes hátíðinni. Sendum þar einhverjar harðkorna klámmyndir, með titlum eins og Geysir Cums, eða See Miss LavaWonder squirt her lavadrops. Nú og svo er hægt að markaðssetja Bláa Lónið í leiðinni. Eskimo Gangbanging in Blue Lagoon. Hvar er hugmyndaflugið?
Jæja maður er kominn á flug og varla búinn að opna bjórdós. En látum gott heita.
Mér finnst svona í hreinskilni sagt, að best sé að snúa sér að einhverju vitrænu en að rembast eins og rjúpan við staurinn, til að á einhverri viðurkenningu á lögum sem enginn man eftir árið. Menn muna aðallega eftir Abba, Johnny Logan og svo Lordi. Kommon, get a life.
Jæja, framundan er hönnunartímabil, svo ég verð lítið viðloðandi bloggið eins og er.
Kv
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 15:50
Próf/Project exam
Hilsen:
Skrifaði ekki smá langan pistil í gær, og þegar til kom gat ég ekki birt hann út af einhverri afkóðaði beiðni. Gafst upp og fór að horfa á imbann. 'I gær var frábær dagur, fór í fyrsta sinni í sirkús, Cirkus Dannebrog, sama nafn og skip danadrottningar. Frábær sýning og um tíma var maður eins og öll litlu börnin með foreldrunum sínum, skríkti og hló og klappaði yfir öllu þessu frábæra fjöllistafólki sem sýni. Meginþema sirkússins virtist vera undir áhrifum Pirates of the Caribbean, og sviðsmyndin í samræmi. En þetta sló út fjölleikahús Billy Smart sem maður horfði hugfanginn á margt aðfangadagskvöldið.
Gaman að þessu. En nú tekur alvaran við, framundan eru próf í því sem maður hefur lært. Dagurinn í dag er sá fyrst af mörgum þar sem sólin hefur ekki skinið, og er það bara hið besta mál, þar sem maður hefur því setið inni, lært og um leið aðstoðað Janko og Marinu, sem reyndar fóru með mér á sirkússýninguna í gær. En það má búast við því að bloggskrifin verði eitthvað sundurlaus þennan mánuð. Sjáum til.
Hilsen
Gilli
Yesterday I wrote a long blog, but when I tried to put it in, I got a rejection from the server. Maybe they just have had enough of these brainless blogs. Who knows?
Yesterday I went to see the cirkus which is in town, and it was a treat worth seeing, thats one thing for sure. Like the small kids, who were screaming and shouting I too was mesmerized by the show and the performers act. The final part of the show when three elephants came in with three stunning females sitting on top of them. That was the top of the dessert.
But now we have ahead of us the project exam, so now it is time to take a little break from blogwriting for a while, to focus on my exams. Will try to put in some material time by time.
Until later.....................
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006