Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
18.12.2006 | 09:57
6 dagar til jóla
Vona að þetta ylji ykkur í niðurtalningunni. Meira seinna.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 16:49
Að skipta um nærbuxur
Hilsen:
Jæja, enn ein fyrirsögnin með tvíræðri merkingu. En samt ekki. Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér íslensku samfélagi eins og það blasir við mér, "útlendingnum". Og hverju hef ég verið að velta fyrir mér. Jú, það er hversu óstöðugt margt er í íslensku samfélagi. Tökum sem dæmi um fyrirtæki, eins og Avion Group, sem blés í mikla herlúðra á sínum tíma þegar Einskipafélag 'Islands var innlimað í fyrirtækjakeðjuna. Þá að mig minnir var talað um að nauðsynlegt væri að fyrirtækið hefði alþjóðlegt nafn þar sem það væri á alþjóðamarkaði. Mjög skiljanlegt, en svo fyrir skemmstu heyrði ég í fréttum að nú hefði Avion Group skipt um nafn, og héti nú Hf. Eimskipafélag 'Islands. Að sjálfsögðu setti mann hljóðan, enda þegar Avion Group var stofnað, þá var það stofnað til yfirtöku á flugfélaginu Atlanta og einhverjum fleiri fyrirtækjum. Og svipað má segja um 365 miðla, sem mig minnir að hafi heitið á sínum tíma Stöð2, og svo kom Dagsbrún og til að bæta meiru í þessa naglasúpu, þá var líkt og með Avion Group blásið í herlúðra þegar fréttastofa Stöðvar2 fékk heitið NFS, en það heiti varði nú ekki lengi þar sem bæði stöðin og fjármagnið gekk til þurrðar.
Nú og svo tiltækasta dæmið er stöðug ritstjórahlaup á milli blaða sem eru í fæðingu eða eru andvana. 'I þessu sambandi má nefna Reynir Traustason sem fór yfir á 'Isafold frá Mannlífi, í þeirri innkaupafléttu sem menn tengdu við Baugsmenn, og svo brotthvarf Sigurjóns M. Egilssonar úr ritstjórastólnum á Blaðinu yfir á væntanlegt síðdegisfréttablað sem ber vinnuheitið NT. Merkileg nafngift, þar sem fyrirrennari þessa nafns, var framsóknarsnepill sem átti að blása nýtt líf í kulnaðar glæður Tímans, en dugði skammt. Með ráðningu Sigurjóns átti að reyna að blása nýtt líf í annars andvana blað sem hvorki gekk né rak, þangað til Sigurjón settist í stólinn og tókst að glæða einhverju lífi í það. En svo ekki söguna meir, annað betra bauðst á næsta húshorni. Það er ekki mikið fyrir hugmyndaauðgina að fara, þegar menn leita í smiðju gamalla verkalýðsfélaga og löngu horfinna snepla til að taka þátt í hnetumarkaði auglýsinga og fjölmiðlaheimsins á 'Islandi. Og til þess að taka þátt hlaupa menn á milli húshorna bara til að taka þátt í einhverju, með einhverjum sem á pening, bara til að sjá hvort dæmið gangi upp eða ekki. Og ef það gengur ekki upp þá stofna menn annað blað í samstarfi við aðra sem hafa hlaupið á milli húshorna til að leita að einhverjum sem er til í að stofna blað með einhverjum sem á pening. Minnir mann á hrunadansinn fræga í Flóanum.
'A mannamáli heitir þetta, að menn skipta oftar um kærustur en nærbuxur. Þannig blasir það við mér allavega.
Segjum það að sinni. 'I nótt, á klakanum kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Væri ekki verra ef þessa jólastelpa guðaði á gluggann hjá manni til að setja í skóinn.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 20:23
17 dagar til jóla
Hilsen:
Enn sem fyrr gleymir maður sér við ritun langra texta. Hér kemur jólastúlkan og hún ræður sér varla fyrir kæti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 20:08
Og hefst þá lesturinn
Hilsen:
Þarsem maður er smátt og sígandi að renna inn í danskt samfélag, eða allavega að reyna að læra og skilja danskt samfélag, þá náttúrulega samkvæmt gömlum vana les maður blöðin reglulega. Helstu blöðin eru Jyllandspósturinn, Politikken, og svo fríblöðin, Urban og 24 tímar, sem manni skilst allavega að haldi enn velli, þrátt fyrir "stórsókn" Nyhedsavisen, sem er víst að auka við sig.
Helstu fréttirnar þessar dagana er heimildamynd sem fjallar um þátttöku dana í stríðinu í 'Irak og Afghanistan. 'I þeirri heimildamynd, sem heitir Det hemmelige krig, er haldið því fram blákalt að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hafi logið að þjóð sinni um tilveru og tilvist dana í stríðinu. Þar er einnig haldið því fram að danir hafi margoft aðstoðað við að taka til fanga hópa af "grunuðum" Al Kaida liðum, afhent þá til bandarrískra hermanna, sem síðan hafi barið þá og niðurlægt, og er eitt tilfelli rakið til þess þar sem einn af þessum föngum hafi látist eftir barsmíðar og verið skilinn eftir hangandi í keðjum yfir nótt. Einnig er vísað til "lyga" Rasmussen sem segir að danir samþykki ekki illa meðferð á föngum samkvæmt Geneva-sáttmálanum. Annað kemur fram í heimildamyndinni, og hefur Anders Fogh sætt harðri gagnrýni, enda berst hann og hans flokkur fyrir áframhaldandi setu, þannig að þessi heimildamynd er talin geta verið jafnmikil púðurtunna og tamílamálið sem velti ríkisstjórn úr sessi á sínum tíma.
'A heimaslóðum, nánar tiltekið í Esbjerg hefur risið stórmerkilegt mannvirki. Um er að ræða einn af heimsins stærstu olíuborpöllum sem reistur hefur verið. Olíuborpallur þessi mun þó ekki verða dreginn strax á olíuauðlindirnar, heldur er ætlunin að nýta hann til að mennta þá mörgu sem áhuga hafa á vinnu um borð á olíuborpalli. Enda er kennt í skólum víða um Danmörk, teknisk offshore managing, þar sem vinnan felst í stjórn og starfsemi olíuborpalla. Hugmyndin að þessum olíuborpalli er komin frá atvinnulífinu, skólum, og um leið forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar, til að marðaðssetja Esbjerg sem bæinn þar sem hlutirnar gerast á tæknivæddan hátt. Þegar maður bregður sér í bæinn þá kemst maður ekki hjá því að sjá þetta 150 metra stálvirki gnæfa yfir öllu í hafnarmynninu. Þetta mun vera eitt útspilið til að koma Esbjerg á kortið aftur, þar sem sjómennska og fiskvinnsla er svipur hjá sjón miðað við áratug eða svo aftur í tímann. Fyrir áhugasama þá geta þeir kíkt á þessa heimasíðu, www.oilrig2esbjerg.dk
Danir kalla ekki allt ömmu sína í hinum ýmsu málum, hvað varðar frjálslyndi. Nýjasta nýtt er að nú er leyfilegt að stunda kynlíf með dýrum. Eftir fund dýralækna, prófessora, og ráðgjafa hjá hinum ýmsu stofnunum sem málið varðar, þykir ljóst að leyft verður að stunda dýrakynlíf og jafnvel kaupa þá þjónustu. Þegar eru fyrir "vændishús" sem selja aðgang að dýrum, og einnig geta menn keypt sér þá þjónustu á netinu. þegar hafa verið sett lög sem varða slíkt athæfi, þar sem kveður á að leyfilegt er að stunda kynlíf með dýri svo lengi sem tillit er tekið til dýrið sé meðhöndlað af ýtrustu nærgætni, og að dýrið verði ekki fyrir áverkum, þjáningum, hræðslu og og óþægilegri reynslu.Þar að auki er leyfilegt að taka upp og selja myndir af dýrakynlífi.
Það er ekki að spyrja að dönum, og nágrannar þeirra, norskir sem sænskir lýsa yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ráðsins, sem menn vonuðust til að mynda taka heilbrigða afstöðu málsins, en annað hefur komið á daginn. Menn vísa til þess að þetta sé jafn gáfulegt og að banna barnaklám, en leyfa barnaníðingi að búa óareittur á heimili sínu og stunda athæfi sitt.
Ja, heimur versnandi fer.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 04:56
Þynnkubíó
Hilsen:
Jæja þetta er einn af þessum frægu næturpistlum, þegar maður vaknar eftir að hafa velt sér nokkra snúninga í rúminu. Lítið hefur borið upp á síðustu daga, nema velheppnaður jólamatur þann 1.des síðastliðinn í skólanum, þar sem komið var saman í sameiginlegan jólamat, sem samanstóð af svínakjöti, rækjum, kjötbollum, og ýmus öðru girnilega. Þrátt fyrir góðgætið vantaði sósur með þessu öllu saman, og þá sérstaklega svínakjötinu. Fyrir vikið varð kjötið frekar þurrt. En þrátt fyrir þetta var kvöldið vel heppnað og kom sérstaklega í ljós hve vel bekkurinn minn hefur náð vel saman, að menn og konur skemmtu sér vel og innilega saman.
Það er alltaf einkennandi að eftir svona skemmtanir vaknar maður daginn eftir frekar rislágur og slappur til allra verka. Því gat ég ekki annað en brosað út í annað í fyrradag þegar é glas um ferska nýjung í dönsku félagslífi. Hver kannast ekki við það að vakna á sunnudegi t.d eftir ærlegt og gott fyllerí, og fyrsta hugsunin sem kemur í hugann er vafalaust tengd mat eða vökva. Eflaust síðsta hugsun er sú að bregða sér í bíó, nema þá seinna um daginn, ef timburmennirnir hafa hætt slætti sínum.
'I Kaupmannahöfn hafa tvær framtaksamar konur sett af stað svokallað þynnkubíó, og þá sérstaklega miðað við sunnudagana. 'I bíóinu Öst fyrir framan veitingastaðinn Paradís hafa þær komið fyrir dýnum og svefnpokum. Á borðunum á veitingastaðnum hafa þær komið fyrir svokölluðum "brunch" diskum, og fyrir 60 dkr fær maður brunch og bíó og eftirá getur maður haft það huggulegt á dýnum og horft á bíóið. Nú ef svo ber við að einstaka akútt-tilfelli ber upp á varðandi yfirþyrmandi þynnku, þá er boðið upp á vatn og panodil til að stemma stigu við frekari þynnku.
Fyrsta keyrsla á slíku þynnkubíói, eða Sunnudagar í Paradís eins og það hefur verið kallað var einmitt síðastliðinn sunnudag, enda má segja að 1.des hafi verið mekka jólahlaðborðanna. Að sögn beggja kvenna sem fengu þessa hugmynd þá voru þær orðnar leiðar á því að hanga þunnar og frekar rislágar til allra verka og hrintu því þesarri hugmynd af stað til bóta fyrir aðra sem svipað var ástatt um.
Hugmyndin virðist hafa fengið ágætis brautarfylgi, því að þó nokkrir "sjúkir" einstaklingar mættu í brunch á tilsettum tíma, og eftirá voru ræmurnar, Nightmare before Christmas og Science of Sleep sýndar.
Frekari áform um þynnkubíó eru þegar á veg komnar, og gera þær stöllur ráð fyrir öðru þynnkubíói þann 7.janúar n.k., enda góð og gild ástæða til, nýtt ár hafið með tilheyrandi kreditkortaþyngsli framundan eftir jól og áramót. Því ekki að gleyma sér um stund fjarri slíkum raunum með heimsókn í Paradís?
Fyrir marga væri það ákjósanlegt að geta gleymt stað og stund og horfið á vit ævintýra og drauma. Fyrir áhugasama netverja og fíkla hefur í gangi verið raunveruleikur á netinu þar sem menn byggja hús, stofna fyrirtæki, skreppa á barinn eða versla í einum af hinum mörgum verslunarkjörnum. Umræddur raunveruleikaheimur heitir secondlife.com, og verður að segjast að með tilkomu þessa "heims" hafa menn horfið á vit netheima, þar sem stofnað hefur verið netsamfélag, þar sem viðkomandi breyta um nafn og lífstíl, kaupa lóðir, höndla viðskipti sín á milli og eru jafnvel að hafa dágóðar tekjur af slíku, í raunheimum.
Nú er komið fram í dagsljósið könnun, sem gerð var í Bandarríkjunum, hvar annarsstaðar, að 43% bandarríkjamanna, leggja að jöfnu raunverulegt líf utan netheima til jafns við hversdaglegt líf.
Samkvæmt þessu og spám sem voru gerðar þegar internetið kom fyrst fram, fyrir hartnær 10 árum síðan, hefur internetið orðið að sterku persónulegu og jafnframt öflugu þjóðfélagsafli eins og gert var ráð fyrir í upphafi.
En líkt og hið fornkveðna segir, þá var Adam ekkilengi í Paradís, nema þá helst í Kaupmannahöfn. Hliðaráverkarnir af þessu netheimalífi og jafnframt flótta frá raunveruleikanum, hafa gert það að verkum að samtökin The World Development Movement, sem berjast gegn fátækt, hafa ruðst inn i heim netverja á secondlife. com í þeim tilgangi að minna þá hálfa milljón netverja sem þar þrífast á heiminn utan netheima. Með þessu móti vilja samtökin vekja athygli netverja á þann fjölda barna sem látið hafa lífið síðan 2003 þegar secondlife.com var stofnað. Með þessu móti telja þau tilganginum náð að minna á að það er ekki endalaust hægt að flýja heimsins vandamál í netheimum, fyrr eða síðar standa menn andspænis vandanum.
Ekk veit ég hvort er betra, að leysa vanda sinn með góðu þynnkubíói, eða að hverfa á vit netheima, en eitt er víst, Adam er sjaldan lengi í Paradís.
Hilsen.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2006 | 14:19
22 dagar til jóla
Hilsen:
Setti inn þessa jólamynd, þar sem senn líður að jólum.Njótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2006 | 14:14
Eftirá
Hilsen:
Hvað er sorg? Sorg getur verið af ýmsum toga, sorg hugans, sorg yfir lífinu, sorg ættingja. Sorg er einnig missir vegna ættingja. Eftir að frændi minn féll frá hefur mér verið ótt og títt verið hugsað til hans, og rifjað upp okkar krókagöngu gegnum lífið. Oft er það þannig að samskipti manna geta verið misjöfn, annaðhvort eiga menn saman sem vinir og ættingjar, eða ná ekki að tengjast.
'Eg segi ekki að við vorum alltaf mikir perluvinir, en þegar við hittumst siðast fyrir ári síðan fann ég að þrátt fyrir langan tíma liðinn, hafði lítið breyst á milli okkar, við gátum talað saman á kurteislegan hátt án þess að gára yfirborð liðins tíma. Nú mega lesendur ekki halda að frændi minn hafi verið erfiður maður, þvert í frá, okkur samskipti höfðu alltaf einkennst af stífni og ákveðnum yfirgangi. Þegar ég var yngri var ég mikill skaphaus og ég var sko ekki tilbúinn til að láta valta yfir mig, hvorki hann eða einhver annar. Eflaust hefur þetta átt sinn þátt í því að ég og frændi minn náðum aldrei að fínstilla okkar strengi saman.
Svona er lífið á sinn hátt, maður verður að tengjast lífinu, meta gæði þess og kosti, jafnframt vera tilbúinn til að takast á við lífið á okkar eigin hátt. Hver maður er sinnar gæfusmiður, öðrum farnast allt vel og svo eru hinir sem þurfa að hafa meira fyrir lífinu. En öll reynsla, hvort sem það er vinnureynsla eða lífið mótar okkur og skilar sér í okkur seinna meir, gerir okkur að einstaklingum sem eru tilbúnir annaðhvort til að takast á við lífið eða ei.
'Eg veit það að minn tími mun koma, það er tvennt öruggt í þessu lífi, við fæðumst og deyjum. 'A milli þessa tímabils þurfum við að nota tímann vel okkur til hagsbóta. Þannig að þegar er komið fram á miðjan hluta æviskeiðsins sitjum við að reynslunni sem við spáðum ekkert í þegar við vorum yngri.
'Eg veit það allavegana að ég ætla að nýta tímann vel á meðan aldur og heilsa leyfir. 'Eg ætla að reyna að fylgja eftir mínum draumum og sjá til þess að seinni hluti ævi minnar verði ánægjulegur og þegar ég mun líta yfir farinn veg, að þá verði ég sáttur við það sem ég hef áorkað. 'I mun huga mun aldrei koma sú setning, "ef ég hefði ekki............." hún mun ekki ná að festast þar lengi.
Það hefur þessi reynsla af því að flytja erlendis fært mér. Hefði ég látið við sitja og ekki farið eftir að hafa metið alla ókosti frekar en kosti, þá hefði ég farið á mis við alla þá vini og kunningja sem ég hef eignast hér. Þar að auki hefði ég tapað af þeirri reynslu sem ég hef öðlast með námi og að setjast hér að.
Þannig að nú tel ég að hafi náð einu takmarki í lífinu,. mér til góðs.
Hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar