Leita í fréttum mbl.is

Módel dagsins: Díana Dúa Helgadóttir

Díana Dúa

Hilsen:

Það er með veikum mætti sem ég sést við tölvuna hérna snemma morguns, við að henda inn efni á bloggið. Ef menn vilja einhverjar krassandi veikindasögur, þá er eflaust hægt að eyða einhverjum dálksentrimetrum í það, en svona miðað við veikindi undanfarin ár þá eru þetta verstu veikindi sem ég hef lent í. Hálsinn allur þrútinn, mikill höfuðverkur, beinverkir og svo hitavella sem kemur og fer. Með þessu fylgir lítil matarlyst, og svo er maður náttúrulega slappur. Erfiðast er að í kotinu finnst enginn drykkur, hef varla lyst á að drekka slottara núna (slottari: danskur bjór, slots, keyptur í þýskalandi á 30 dkr kassinn) Helst vill maður kalt Pepsi Max, en það er á bannlistanum, en eins og staðan er núna þá myndi ég alveg eins drekka hvaða svaladrykk sem er. Hef ekkert komist út til að versla, skítaveður í gær og ekkert betra í dag. Banka bara uppá hjá félögum mínum og sníki eitthvað kalt að drekka.

Jæja, best að ljúka þessu væli með módeli dagsins. Hún heitir Díana Dúa Helgadóttir, og er ein af frægu Playboy stelpunum sem myndaðar voru fyrir úttekt Playboy á íslenskri fegurð á sínum tíma. Mér var bent á hana þegar ég var einhvern tímann að velja föt í tískuversluninni Motor, sem heppilegt módel. Þá var maður alltaf með augun opin fyrir módelum, og eftir að hafa séð hana, þá var enginn vafi í huga mínum að hún kæmi til greina. 'Eg myndaði hana fyrir Séð og Heyrt og fór myndatakan fram í Hagkaup(um) í Kringlunni. Líkt og með Birgittu var Díana Dúa óþekkt stærð, en eftir þessa myndatöku varð hún fljótt þekkt og Playboy-guttarnir héldu varla vatni yfir henni.

Njótið.

Hilsen 


Díana Dúa
Díana Dúa
Díana Dúa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband