Leita í fréttum mbl.is

Módel dagsins: Birgitta Haukdal

Birgitta Haukdal

Sæl verið þið:

Jæja, þessi flensa hefur alveg lagt mig í bælið, þannig að maður hefur lítð getað notað nefið til að rýna í blöðin, enda nefið fullt af fylgikvillum kvefs. Maður hefur því notað tímann til að hvílast og reyna að lesa en erfitt hefur það reynst þegar kröftugir hnerrar og innihaldið hefur þakið síður bóka og dagblaða.

Semsé, maður er svona smátt að skríða aftur til lífs. Reyni að bæta úr þessu í næstu bloggum, enda þegar maður liggur fyrir þá hlaðast upp allskyns hugsanir sem maður vill koma frá sér.

Hinsvegar ætla ég að gleðja lesendur mína með myndum af "módelinu" Birgittu Haukdal. Myndir þessar voru teknar á árunum 1995-2000, þegar ég bjó fyrir vestan og var öðru hverju að mynda vænlegar stúlkur fyrir Séð og Heyrt. 'A Birgittu rakst ég á Flateyri, þegar hún kom eitt skipti að syngja í karaokee. Þá var Birgitta að vinna á Þingeyri í fiski að mig minnir, og þegar ég innti hana eftir því hvort hún hefði áhuga á að sitja fyrir þá var það sjálfsagt mál. Þá var Birgitta ekki þetta þekkt eins og hún er í dag.  Eins og myndirnar bera með sér er töluverð breyting á Birgittu frá þessum tíma eins og hún lítur út í dag. En glæsileg er hún.

Vill láta þess getið að makeup á flestum módelum hefur Stella Sæmundsdóttir séð um og gert vel.

 


Birgitta Haukdal
Birgitta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband