Leita í fréttum mbl.is

Berja skaltu mann og annan og ekki gjalda fyrir

Hilsen:

Manni er satt að segja ekki farið að lítast á ástandið heima. Það virðist fara versnandi með ári hverju og satt að segja finnst manni stutt þannig þangað til löggan fer að ganga vopnuð um götur Reykjavíkur. Annars sést lítið til hennar, löggan situr bara við sjónvarpsskjái og fylgist með í gegnum öryggismyndarvélar þegar menn ganga í skrokk á hverjum og öðrum, og svo fer hún á stjá og hirðir upp þá sem fallnir eru. Ekki ósvipað og ruslakallarnir sem aka um göturnar eftir "stríðsástandið" í bænum eftir hverja helgi. Kannski ekki laveg sannleikanum samkvæmt, en samt nærri lagi, þar sem löggan virðist eiga við ofurefli að eiga þessa dagana. Venjulegt útkall breytist næstum í því að lögreglumaður lætur lífið vegna hnefahöggs á barkakýli. Og þetta fer vaxandi, ekki bara gegn lögreglumönnum, heldur gegn hinum almenna borgara. Ráðist er á menn í miðbænum eftir hverja helgi, flestir liggja óvígir eftir, unnin eru spjöll á eigum manna, ekkert er látið í friði. Og ef menn dirfast að kæra viðkomandi þá er hætta á því að menn fái enn verri útreið.

Og hver eru svo viðbrögðin, lofaði Villi borgarstjóri ekki öruggri borg? Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn lofaði eiturlyfjalausu 'Islandi árið 2000. 'A hvaða lyfjum var sá flokkur? Eflaust ofskynjunarlyfjum. Það er endalaust hægt að lofa öllu fögru. Tek þó ofan hattinn fyrir Villa að ætla sér að reyna að hindra að spilavíti verði sett upp í Mjóddinni, Skárra var þó að hafa áfengisverslunina þarna, enda fjölskylduvæn fyrir flesta aldurshópa. Annað með spilavítið, það er meiri hætta í því, enda segir endanafnið allt sem segja þarf, víti.

Þessi ógn í samfélaginu hefur farið vaxandi, hún er ekki bara bundin við götur miðborgarinnar, hún er í kennslustofunum, hún er í samskiptum manna, hún er í úmferðinni, hún er orðin að meini, því að enginn þorir lengur að taka ábyrgð, allir benda á æðstu yfirvöld og ætlast til þess að þau leysi vandann, sem í rauninni á sér rætur innan veggja heimilanna.

Af hverju halda menn að unglingar ganga um götur borgarinnar, með vaxandi virðingarleysi fyrir eignum og mönnum? Þetta nýríka samfélag á klakanum þjáist af agaleysi, virðingarleysi, bældri kreppu og smásálarhætti og umfram allt minnimáttarkennd. Lífsgæðakapphlaupið sem hrjáir flesta á klakanum hefur byrgt fólki sýn á hvað skiptir máli í lífinu, það er ekki að eiga allt, frekar að eiga góða að og vera sjálfum sér nógur án þess að slíta sálu og líkamlegri getu til þess að eignast hluti sem varla munu rúmast 6 fetum neðar þegar menn kveðja þetta jarðlíf. En eltingarleikurinn við að tolla í tískunni, hvort sem það eru föt, bílar, húseignir, útlit eða sjást og heyrast á skemmtisöðum borgarinnar, hann stendur sem hæst, og fyrir það gjalda börnin, þegar lífsgæðaforeldrarnir hafa varla tíma til að sinna börnunum sínum, sökum þess að kröfur samfélagsins um að tolla í tískunni eru háværari en raddir barnanna. 

Og svo benda menn á stjórnvöld og ráðamenn og skilja ekki neitt í neinu af hverju þjóðfélagið er orðið svo gerbreytt. Kannski það sé kominn tími til að menn stundi smávegsi naflaskoðun og eflaust kemur margt forvitnilegt í ljós.

Kannski.

Kv

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband