Leita í fréttum mbl.is

Módelin mín

Elma Lísa

Heil og sæl:Elma Lísa

Jæja, þá er maður kominn á flug aftur. Ligg reyndar í flensu sem herjar á mannskapinn, annar hver maður hóstandi eða hnerrandi. Tel líklegt að þessa flensu hafi ég fengið þegar ég rölti heim á nýársmorgun eftir að hafa flækst á milli nokkurra bara í Esbjerg. Þann morgun gekk fárviðri yfir Danmörk, meðal annars í Rödovre, í útjaðri Kaupmannahafnar þar sem fjarlægja þurfit íbúa hæstu blokkanna þar vegna hættu á að þær myndu hrynja. Verð að segja eins og er að það kemur á óvart, miðað við danskan arkitektúr og fleira,  að hætta sé á slíku, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að í þessum pistlum hefur verið minnst á fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Kína, þar sem reistir verða margra hæða byggingar, þá er eins gott að þær þoli vind og rok ef ekki á að fara illa.

En hvað um það. Eins og ég minntist á þá stendur til að glæða meira lífi í þetta blogg. Eða eins og þeir segja á útvarpsstöðinni Bylgjunni, minna mas, meiri tónlist. Því hef ég ákveðið að taka fram úr glatkistunni nokkrar myndir, af módelum, landslagi, atbrurðum og ýmsu ómerkilegu sem merkilegu. En um árabil starfaði ég sem lausráðinn ljósmyndari og blaðamaður hjá hinum og þessum miðlum á 'Islandi. Nægir þar að nefna blöð eins og Samúel, Vikuna, Pressuna, Mannlíf, Skessuhorn, Bæjarins besta, Séð og Heyrt og Morgunblaðið.  Fyrsta viðfangsefnið í þessum mánuði eru módel, sem í dag eru þekkt fyrir að vera allt annað en módel í dag. Fyrsta módelið í dag, er Elma Lísa Gunnarsdóttir sem er og verður eitt flottasta módel 'Islands. Hún hefur slegið í gegn sem leikari og verið að gera góða hluti.

Hef því miður ekki ártalið á hvenær þessa myndir voru teknar, tel þó líktlegt á tímabilinu 1990-1995.

 


Elma Lísa
Elma Lísa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband