31.12.2006 | 14:47
30-12-06-03:57
Hilsen:
Hún er merkileg þessi fyrirsögn, því að samkvæmt henni var Saddam Hussein líflátinn, hengdur í sínni eigin pyntingaraðstöðu, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Fljótt tekið af og Saddam allur, til óblandinnar gleði meðal andstæðinga hans, en fyrir fylgismenn hans, þá hefur Saddam öðlast píslavættisstöðu. Maður sem losaði sig við andstæðinga sína, drap fleiri tugi þúsunda manna án þess að blikna. Og á dauðadægri ákallaði hann Allah, sem hann hefur varla sett allt sitt traust sitt á.
Maður spyr sig, er heimurinn öruggari og betri eftir aftöku Saddam. Er hann betri eftir að hinir harðstjórarnir sem fallið hafa frá, annaðhvort frá vegna hjartaslags, eða sjálfsmorðs, er heimurinn öruggari þrátt fyrir allt? Veit ekki hvað segja skal, en eftir 9/11 þá er heimurinn langt frá því að vera öruggur, með tilliti til hvar menn í heimi búa. Öfgafullir múslimar ráða orðið okkar gjörðum og hugsunum, það er ekki lengur óhætt að ferðast með flugi eða járnbrautum, til vissra landa forðast maður að ferðast, og það er komið svo að menn óttast að búa í návígi við múslima eða eiga samskipti við þá.
Fræðimenn tala um að hinn vestræni heimur skorti skilning á trúarheimi og menningarheimi múslima. vel má vera, en það verður að segjast eins og er, að múslimar virðast vera haldnir þeirri kreddu að þegar þeir búa í vestrænum löndum, að þá geti þeir innleitt sínar hefðir og trú eins og ekkert sé. Eflaust er hægt að segja það sama um hinn vestræna heim, sem um þessar mundir "globaliserar", Austur-Evrópu, Afríkumarkaði, Asíulönd og víðar til þess eins að undiroka þennan heim með lágum launakjörum og lífsstandard sem enginn vestrænn maður myndi vilja láta bjóða sér. Eða hver myndi vilja vinna í svitasjoppu í Indlandi eða einhverjum af þessum ríkjum, og vinna nánast 24 tíma á dag, á skítalaunum? Ekki ólíkt og læknarnir heima á 'Islandi sem vinna 2X24 klst til að hafa í sig og á.
OK, en þrátt fyrir að Saddam sé allur, þá ríkja yfir heiminum um þessar mundir Bush og Blair, og svo aðal hryðjuverkaleiðtoginn í 'Israel, sem ég því miður man ekki nafnið á, og saman mynda þessir menn þríeyki, eins og Bush sagði svo eftirminnilega, öxulveldi hins illa.
Hvernig var það með Bin Laden, hvað sagði Bush eftir 9/11: We will hunt him down, he is nowhere safe? Og hvar er svo Bin Laden núna, verður hann dreginn fram í sviðsljósið þegar næstu saklausu borgarar þessa heims verða fórnarlömb hryðjuverka, vegna hagsmuni hins vestræna heims og trúartogstreitu hins múslímska heims?
Nei, heimurinn verður ekki öruggari eftir hengingu harðstjórans. Heimur versnandi fer, af því að hið illa hefur þegar náð völdum, í huga manna og gjörðum. Græðgin hefur tekið sér bólfestu í fyrirtækjum, einkalífi og aðgerðum stjórnvalda. Smátt og smátt erum við að útrýma okkur sjálfum með útblæstri, eyðingu skóga, breytta legu landslags og svo nýtingu sjálfbærra náttúruauðlinda.
Maðurinn er sjálfum sér verstur og hefur ætíð verið. Það mun aldrei breytast.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.