Leita í fréttum mbl.is

Topp 30

Hilsen enn á ný:

Gleymdi að minnast á óreglulegan sem kannski reglulegan lið, ásamt öðrum skemmtilegum nýjungum sem senn líta dagsins ljós á þessu bloggi innan tíðar. En þessi óreglulegur liður eru topp 30 atriði um goðið sjálft Chuck Norris sem heillað hefur margan manninn um dagana með leiftursnöggum bardagaaðferðum sínum og hefur kappanum verið ósjaldan líkt við Bruce Lee sjálfan.

bruce og chuckEn hér eru staðreyndir sem fáir vita nema allrahörðustu aðdáendur hans, og hafa farið leynt með. En við lifum á tíma upplýsingatækni og því nauðsynlegt að upplýsa menn um ósögð sannindi:

1. Kínamúrinn var upphaflega byggður til að halda Chuck Norris fjarri. Það mistókst herfilega.

2. Það er ekki til nein þróunarkenning, aðeins listi af dýrum sem Chuck Norris hefur náðarsamlegast leyft að lifa.

3. Chuck Norris er eini maðurinn sem hefur unnið múrsteinsvegg í tennisleik.

4. Þegar Chuck Norris skilar skattaskýrslunni sinni, þá er hún oftast nær óútfyllt og með mynd af honum í bardagastöðu. Hann hefur síðan aldrei þurft að borga skatta.

5. Stysta leiðin að hjarta manns er hnefi Chuck Norris

6. Stæði merkt fötluðum þýðir ekki að fatlaðir geti lagt þar. 'I raun er þetta aðvörun þess efnis að stæðið sé fyrir Chuck Norris og sá sem leggi þar verði fatlaður það sem eftir lifir.

7. Chuck Norris þekkir aðeins tvær skilgreiningar á hraða: Ganga og drepa

8.  Chuck Norris er ekki vaxinn niður eins og hestur, hestar eru vaxnir niður eins og Chuck Norris

9. Það eru engin gereyðingarvopn til. Aðeins Chuck Norris.

10. Chuck Norris  bað um Big Mac á Burger King og fékk hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband