28.12.2006 | 07:41
Gleðilega Búkarest
Hilsen:
Jæja, þá er maður óðum að jafna sig eftir ágætis jól og verður að segjast að þessi jól voru frekar í hófi en mörg önnur jól sem maður hefur upplifað í gegnum tíðina. Reyndar flaug í gegnum huga minn að sniðugast væri eftir svona mikil hátíðahöd sem jólin eru, að í stað þess að strengja áramótaheit um að taka sig á á nýju ári hvað varðar mataræði, reykingar eða almennt að losna við ýmsa lesti, hví ekki að bregða sér á kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro? 'I slíkri ferð felast margir kostir, kjötið er kvatt með viðeigandi hátíðarhöldum, og þar að auki fá menn góða hreyfingu við sambadans og aðrar athafnir sem fylgja slíkri hátíð. Hér er komin hugmynd fyrir markaðsöflin, að markaðssetja ferðir gagngert fyrir fólk sem vill losna við aukaþyngdina eftir jól og áramót.
Eins og minnst hefur verið á í þessum pistlum þá er greinarhöfundur oft með nefið í dönsku dagblöðum, enda gamall siður frá því þegar höfundur bjó í Noregi á því merkisári 1986. 'I yfirferð minni um dönsk blöð, þá rakst greinarhöfundur á fróðlega grein, sem er samin í þeim tilgangi til að fjarlægja þær ímyndir og kreddur sem menn hafa um arabaheiminn. Oftast nær hafa menn ímynd af þessum heimi sem harðsvíruðum og frekar óhefluðum heimi, þar sem réttindi kvenna eru ekki í hávegum haft.
'I umræddri grein er fjallað um múslimskan kynlífssérfræðing að nafni Hebu Koth, svona Jóna Ingibjörg múslima í kynlífsfræðum. Hún líkt og aðrar múslímskar konur gengur í hefðbundnum múslimafatnaði með slæðu um hárið. Sérstaða hennar felst í því að einu sinni í viku er hún með þátt í egypska sjónvarpinu þar sem hún fjallar á opinskáan hátt um kynlíf frá sjónarhóli islam.
'I þættinum sínum svarar hún frekar viðkvæmum og áleitnum spurningum víðsvegar úr hinum ýmsu ríkjum Miðausturlanda um hið viðkvæma umræðuefni kynlíf sem er ekki mikið fjallað um á opinberum vettvangi þar enda talið bannorð og um leið hættulegt umræðuefni með tilliti til islam.
En Heba staðhæfir að í islam er talað um að kynlíf eigi að vera jafn ánægjulegt fyrir báða aðila, og þá með tilliti til þess að það sé innan hjónabandsins. 'I rannsóknum sínum komst Heba að því að islam var lengra á veg komið á skilgreiningu sinni á kynlífi og það löngu fyrr á undan sinni samtíð.
'I islam sé forleikur mikilvægur á undan kynlífi segir Heba og bendir áhorfendum sínum á að konur eigi að njóta kynlífsins.
'Ohætt er að segja að sjónvarpsþátturinn og um leið beinskeytt umfjöllun hennar hefur vakið mikla athygli í arabaheiminum, þar sem kynlífsfræðsla er takmörkuð og samskipti kvenna og karla eru ekki jafn frjálsleg eins og gengur og gerist í hinum vestræna heimi og umræða um slíkt viðkvæmt efni er ekki í hávegum höfð.
Nýlega hélt Heba fyrirlestur í Yemen, þar sem hún lýsti því hvernig stór hluti af karlpeningnum var í losti, á meðan spurningar frá konum voru óstöðvandi.
En hver er þessi umrædda Heba Koth? Hún er 39 ára gömul, gift og þriggja barna móðir og hefur numið kynlífsfræði sín við Maimonides háskólann í Bandarríkjunum. 'Arið 2002 setti hún á laggirnar kynlífsráðgjöf í Kaíró, skrifaði fjölda blaðagreina um efnið, var gestur í mörgum spjallþáttum og heldur jafnframt úti heimasíðu. (http://hebakotb.net)
Jafnvvel þó þáttur hennar sé beinskeyttur þá svarar hún oftast spurningum áhorfenda með tillit til líffræði. Hún ræðir um samsfarastellingar, fullnægingu kvenna, munnmök, sem eru leyfð þar sem engir trúarlegir textar banna slíkt. Einnig fjallar hún um sjálfsfróun kvenna, þó að slíkt er ekki vel séð í hinum arabíska heimi, en þó talið betra en að vera ótrú manni sínum. Hvað varðar samkynhneigð þá hefur Heba ákveðna og einarða stefnu gagnvart því en að hennar mati er slíkt sjúkdómur.
Að mati margra finnst þeim sem kynlíf gegnsýri þátt hennar, en benda þó á um leið að slíkt umræðuefni sé að öllu jöfnu skoðað með trúarlegri sýn hins arabíska heims.
Mönnum finnst nóg um þar sem þegar eru ríkjandi ákveðin íslömsk hefði hvað varðar, banka, tísku, hárgreiðslu, sundföt og rithöfundar, og þegar bæta eigi kynlífi við í þá flóru þá er meira en nóg komið að mati þeirra.
Margar mæður hafa lýst áhyggjum af því að unglinmgar horfi á þessa þætti hennar og þar með hafi þau þegar verið kannski upplýst fullmikið en ástæða þykir til. Þetta valdi því að þau verða ákafari en áður að prófa kynlíf.
Að mati Hebu er nauðsynlegt að ræða um hlutina eins og þeir eru, og hún bendir á að kannski megi rekja 80% hjónaskilnaða í arabaheiminum til kynlífsvandræða í samlífi arabískra hjóna. Enda ríki þar sú hefð og þrýstingur samfélagsins að kona eigi að vera óspjölluð áður en til giftingar kemur.
'I arabaheiminum ríkir sú skoðun meðal margra kynsystra hennar að konur vita nánast ekkert um líkama sinn og öll umræða um kynlíf er varla teljanleg og þeim er talið trú um að kynlíf sé óhreint og aðeins í þeim eina tilgangi til að þjóna væntanlegum eiginmanni.
Heba Kotb getur vel við unað þrátt fyrir mikla umræða um þátt sinn þar sem hún er bókuð til að fjalla um kynlíf fyrir ógifta unglinga, með samþykki foreldra þeirra , en að öllu jöfnu veitir hún ráðgjöf til giftra einstaklinga, sem koma langt að frá í hinum arabíska heimi, til að njóta ráðleggingar hennar.
Þannig er nú það og ráð í tíma tekið til að varpa frá ákveðinni huliðsblæju í þessum heimi sem fáir vita um, en hafa þó skoðun á.
Var að horfa á fréttir á RUV í gær á netinu, og veitti því athygli að fjallað var um hvernig mörk á milli hins raunverulega heims og netheims voru að verða meir og meir óskýr með tilkomu leikja á borð við EveOnline og Secondlife sem minnst hefur verið á hér í þessum pistlum.
Svona í lokin, þá fær DR1 mitt hrós fyrir ágætis jóladagskrá á netinu með bíómyndum og fréttaflutningi. Líkt og RUV er DR1 flaggskip dana hvað varðar traust og hefðir og það er óhætt að segja að DR1 stendur sig betur í miðlun efnis en RUV sem lætur sér nægja að senda eingöngu út fréttir á netinu, en veitir engan aðgang að kvikmyndum eða þáttum á netinu, nema Kastljósi. Hvernig er það með sjónvarp allra landsmanna, eru allir gluggar í Efstaleitinu svo skyggðir að menn sjá ekki lengur út fyrir lóðina? Væri ekki ráð nema í tíma tekið og hugsa til þess að 'Islendingar búa víða um heim og hefði eflaust mikla ánægju af því að geta sótt aðgang að meira efni en eingöngu fréttum að heiman? Vonandi breytist það þegar þessi stofnun verður hf eða ehf.
Kv
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.