Leita í fréttum mbl.is

Stærsti sjónvarpsskjár á Norðurlöndum

Hilsen:Industriens_Hus_3502b

Vona að landsmenn fjarlægir sem nálægir hafi átt góða jólahátíð. Var nú ekkert farið að lítast á fréttirnar að heiman, með öllu vatnsveðrinu, stormum, og almennt yfirdrifnu fárviðri sem virðist hafa geisað heima. Hér hefur varla bært hár á höfði, og í gær eftir að hafa snætt góðan mat, nautakjöt með meðlæti og kjúklinga á kinverskan máta, þá var ákveðið eftir góða hvíld að rölta niður í miðbæ og tékka á lífinu. Þar sem við vorum eingöngu þrjú sem vorum eftir af öllum alþjóðlegu stúdentunum, þá fannst okkur viðeigandi að bregða okkur í bæinn, enda vön öðrum siðum að heiman. Um tíma frá 11 um kvöldið vorum við einu hræðurnar í bænum, og eftir að hafa rúntað um helstu verslunargötu Esbjerg var ákveðið að kíkja inn á eina barinn sem var opinn. Þar inni sátu nokkrir sem greinilega höfðu engan heim að sækja, og eftir stutta stund settist hjá okkur norskur sjómaður, sem var óðara upptekinn við að sannfæra slóvönsku stelpuna, Martinu um að heimsækja sig, þó giftur væri. Hún var náttúrulega kurteisin uppmáluð, en eftir að hafa setið stutta stund á spjalli við hann, fannst henni tímabært að við færum annað. Hún hafði áhuga á að komast í miðnæturmessu, enda vön því að heiman að fara í messu með foreldrum sínum. Við höfðum fyrr um kvöldið gengið fram hjá kirkju þar sem auglýst var miðnæturmessa. Við náðum tímanllega og vorum fyrst í vafa, þar sem meirihluti kirkjugesta var frá Asíulöndum, og inn á milli væntanlega vinir og vandamenn. Við settumst inn og hlýddum á messuna, og má eiginlega segja að presturinn sem stjórnaði henni var mjög sérstakur, í staðinn fyrir að standa í púlti gekki hann um gólf og með miklum tilþrifum á dönsku lýsti hann eiginleikum jólanóttarinnar, með aðstoð ungra barna og aðstoðarmanna. Að mörgu leyti var þetta mjög notalegt að setjast um stutta stund inn og hlusta á guðsorð, og þegar leið að lokum messunnar var Heims um ból sungið á dönsku.

Eftirá kíktum við aftur í miðbæinn, og þá var annað um að lítast, göturnar fullar af fólki og staðirnir að fyllast af fólki, líkt og um venjulegan laugardag væri að ræða. Við fundum einn þægilegan stað og sátum þar um stutta stund áður en heim var haldið á leið.

'EG rak  augun í það að til stendur að byggja einn stærsta risaskjá utan á byggingu einni sem stendur við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Bygging þessi hefur löngum verið mikill þyrnir í augum dana, þar sem framhlið hennar er skreytt með ljósaskiltum frá hinum og þessum fyrirtækjum, og sjálfur hef ég oft veitt þessarri byggingu athygli enda annað ekki hægt. En nú eru uppi áform um að byggja framan á bygginguna  risaskjá, 500 fermetrar, þar sem hægt verður að fylgjast stórviðburðum hvort sem um er að ræða í íþróttum eða tónlist. Með þessu móti vilja menn nýta sér margmiðlunarmöguleikana, til að geta miðlað um leið upplýsingum og lifandi auglýsingum.

Jæja læt þetta nægja í bili, enda framundan að snæða restarnar af nautakjötinu og öllu meðlætinu ásamt góðu rauðvini sem keypt var í Nettó fyrir 40 dkr.

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband