24.12.2006 | 06:49
Gleðileg jól
Sæl verið þið:
Þá er runninn upp minn 46ti aðfangadagur og verður að segjast að harla man ég eftir minni fyrstu jóalgjöf, en einhvers staðar í minningabankanum eru gjafir eins og snjóþota, norskur sleði með sæti og handfangi og svo stóð maður fyrir aftan sætið ofan á járninu og ýtti sér áfram. Þar að auki man ég eftir að hafa fengið Matchbox bílabraut, átthyrnd, enda var hún notuð óspart þau jólin, eða þangað til batteríin kláruðust. Þá beindist athyglin að einhverju öðru. Oftast nær þegar spurt var hvað ég vildi, þá var ég nokkuð ákveðinn, bækur, og þá helst bækurnar eftir Enid Blyton, um hin fimm fræknu. Þetta voru uppáhaldssögurnar mínar, ævintýri og spæjaragátur. Svo er í minningunni jól þar sem gjafirnar hafa verið minni, en samt þýðingarmeiri, og um tíma þegar frændi minn og nafni lifði var ég best klæddi maðurinn eftir gjafaflóðið frá honum. Nú hin síðari ár eru jólin komin með annan merkisblæ, í huga mínum meira tengt mat, slökun og lestur bóka og áhorf mynddiska. Svona breytist þetta.
'Aðuren ég slútta þessu bloggi, þá langar mig að hefja hér upptalningu á merkilegum staðreyndum varðandi bardagahetjuna miklu, Chuck Norris goðið sjálft, og ég veit ekki hvað ég get hafið manninn meira til skýjanna.
Hér eru fyrstu molarnir, lauslega þýddir úr ensku:
1. Tárin hans Chuck Norris geta læknað krabbamein. Slæmt er þó að hann hefur aldrei grátið. Aldrei
2. Chuck Norris sefur ekki. Hann bíður átekta.
3. Aðalútflutningsvara Chuck Norris er sársauki
4. Chuck Norris hefur talið til eílífðar. Tvisvar
5. Chuck Norris fer ekki á veiðar, þar sem orðið gefur til kynna möguleika á að mistakast. Chuck fer frekar út og drepur.
6.Það er engin kinn undir skeggi Chuck Norris. Þetta er eingöngu annar hnefi.
Læt þetta duga að sinni.
Hilsen og eigið gleðilega hátíð.
Með þökk fyrir lesturinn og allar athugasemdir sem borist hafa.
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.