22.12.2006 | 13:37
Svínslegt
Jæja sæl verið þið:
'Oðum nálgast jólin. Hér er grá jörð, hiti og almennt mjög gott veður. Það er löngu búið að slá af að hér muni hvít jörð fagna landsmönnum á aðfangadag eða yfirleitt í kringum jólahátíðina. Verður að segjast eins og er fyrir íslending eins og mig þá veit maður ekki hvort maður á að kætast eða leggjast í sorg yfir því að hafa ekki snæhvíta mjöllina með öllu sínu frosti og kulda. Að vissu leyti söknuður en um leið áhyggjur yfir framhaldinu, þ.e hvað tekur við eftir áramót.
Mínar áhyggjur eru þó smáar í samanburði við áhyggjurnar sem danir hafa yfir nýjustu útspili dansks listamannahóps sem settni nýverið auglýsingu í Teheran Times í 'Iran þar sem við fyrstu sýn sem hópurinn virðist styðja baráttu Írana fyrir kjarnorkuvinnslu. En þegar betur er að gáð, þá mynda fyrstu upphafstafirnir úr auglýsingunni þegar þeir eru settir saman orðið SWINE. Og það er ekki til að bæta það að yfir texctanum trónir mynd af forseta 'Irans Mahmoud Ahmedinejad yfir öllu svínaríinu.
Menn héldu eftir þessar víðfrægu Múhameðsteikningar að nú væri mál að linni, en ónei þá sprettur þessi grúppa upp, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að hafa farið til Balkanlandana og gert grín að serbískum lýðræðissinum sem styðja Ratko Mladic hershöfðingja. Grínið fólst í því að hengja upp plaköt með fyndum skilaboðum. Þennan leik hefur þessi listamannahópur iðkað í helstu málum sem brenna á heimsbyggðinni.
Með þessu útspili telja þeir sem næst standa málefnum 'Irans að þetta muni skapa enn meiri hatur á dönum, og jafnvel beinast gegn þeim sem virða menningarheima annarra ríkja. Einn af þeim sem hefur tjáð sig um þetta útspil, er´íranskur vísindamaður við Háskólann í Aaarhus, en að hans mati er orðaval listamannahópsins frekar óheppilegt. Annar tekur í sama streng og segir að orðið svín sé gjarnan notað til að svívirða múslima. Það valdi ekki neinni umræðu aðeins reiði að nota slíkt orð.
Þrátt fyrir þessa auglýsingu vona menn að hún skaði ekki hagsmuni dana eins og múhameðsmálið, og telja að þar sem lesendahópur Teheran Times sé frekar lítill, aðallega diplómatar og útlendingar, að skaðinn verði ekki eins mikill og kröftugur og múhameðsteikningarnar ollu á sínum tíma. En þó taka þeir öllu með fyrirvara, enda dönsk framleiðsla og fyrirtæki ekki vinsæl sem stendur í Arabalöndum.
Að mati listamannahópsins finnst þeim þetta hafa skilað jákvæðri umfjöllun og þeir telja að sjálfur Mahmoud hafi húmor fyrir slíkum uppákomum, og telja að þetta muni ekki valda miklum skaða, tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að setja af stað háð þar sem almenna umræðan er kæfð af orðfæri ríkjandi valdhöfum vestursins, í þá umræðu skorti háð og léttleiki.
Hilsen
Gilli
Set inn mynd af amfiteater IBM í þríviddarheimi Secondlife.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.