Leita í fréttum mbl.is

Annað líf

Hilsen:jólastelpa 2

Jæja, þá er maður kominn í jólafrí eftir góða og snarpa törn í skólanum. Nú taka við "rólegheit" en framundan er að rýna í gögn og bækur eftir fyrstu önnina, því framundan er verkefni eftir áramót sem tekur allt að þrjár vikur að vinna í. Meir um það.

Hugsið ykkur hvað það væri meiriháttar að geta skipt um líf, orðið að annarri persónu en maður er, kaupa og byggja upp hús að eigin vali og smekk, velja sér förunaut eftir útliti og töfrum, nú eða lifa hinu ekta swinger lífi. Ja maður bara dæsir af tilhugsuninni. En þetta er hægt í dag.

'I einum af pistlum mínum minntist ég á netheimalíf sem heitir secondlife.com, þar sem nákvæmlega þetta og meir sem menn eru að framkvæma á þeim vef.  En það eru feiri sem hafa uppgötvað möguleikana á þessu öðru lífi, fjarri raunveruleikanum. Stórfyrirtæki á borð við Coca Cola, Pepsi, og fataframleiðendur eru óðum að markaðssetja sig í þessum netheimi. Nú síðast bera fréttir af því að stórfyrirtækið IBM hafi keypt um 12 eyjar í secondlife, þar sem meiningin er að gera tilraunir með þrívíddarheimsóknar stað á netinu. Hugmyndin gengur út á það að geta hitt samstarfsaðila IBM og sýna þeim fram á möguleikana að byggja upp fyrirtæki á Secondlife. Eyjunum 12 er skipt upp í þrjú svæði fyrir verkefni sem IBM vinnur að, samstarfsvæði fyrir samstarfsaðila og svo tilraunasvæði þar sem hægt er að nýta gögn frá öðrum þekkingarfyrirtækjum í Secondlife.

Þegar hafa 700 samstarfsaðilar haslað sér völl í Secondlife. Stór hluti af þessum hópi nýtir sér þegar það sem netheimurinn hefur upp á að bjóða, á meðan aðrir úr hópnum eru að koma sér fyrir með aðstoð IBM.  IBM hefur þegar byggt upp risahúnsæði í Secondlife, svokallað amfiteater þar sem  hægt er að hittast og kynna sér það sem framundan er  í framleiðlsu. Þetta telja forsvarsmenn IBM skipta miklu máli í dag, þar sem samstarfsaðilarnir eru staddir víða um heim, og hinar hefðbundnu viðskiptaferðir séu óðum að hverfa með tilkomu netsins. Hægt er að hittast í amfiteater og virða fyrir sér framleiðsluna og  síðan skiptast á skoðunum innan amfiteaterins.  Þegar hafa verið haldnir slíkar kynningar og fundir og hafa gefið góða raun.

Með tilkomu þessa netheims gefst fyrirtækjum kostur á að byggja upp starfsemi sína, í þríviddarheimi og um leið rannsaka hvað áhrif slík uppbygging hefur, ekki bara til að setja inn logóið sitt, heldur til þess að skapa nýjan netheim þar sem hinn almenni neytandi getur sótt í og átt athvarf, fjarri raunverulegum ranveruleika.

Jamm, áður mér brá. Segi bara ein og Bob Dylan: The times they are a changing.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband