11.12.2006 | 16:49
Að skipta um nærbuxur
Hilsen:
Jæja, enn ein fyrirsögnin með tvíræðri merkingu. En samt ekki. Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér íslensku samfélagi eins og það blasir við mér, "útlendingnum". Og hverju hef ég verið að velta fyrir mér. Jú, það er hversu óstöðugt margt er í íslensku samfélagi. Tökum sem dæmi um fyrirtæki, eins og Avion Group, sem blés í mikla herlúðra á sínum tíma þegar Einskipafélag 'Islands var innlimað í fyrirtækjakeðjuna. Þá að mig minnir var talað um að nauðsynlegt væri að fyrirtækið hefði alþjóðlegt nafn þar sem það væri á alþjóðamarkaði. Mjög skiljanlegt, en svo fyrir skemmstu heyrði ég í fréttum að nú hefði Avion Group skipt um nafn, og héti nú Hf. Eimskipafélag 'Islands. Að sjálfsögðu setti mann hljóðan, enda þegar Avion Group var stofnað, þá var það stofnað til yfirtöku á flugfélaginu Atlanta og einhverjum fleiri fyrirtækjum. Og svipað má segja um 365 miðla, sem mig minnir að hafi heitið á sínum tíma Stöð2, og svo kom Dagsbrún og til að bæta meiru í þessa naglasúpu, þá var líkt og með Avion Group blásið í herlúðra þegar fréttastofa Stöðvar2 fékk heitið NFS, en það heiti varði nú ekki lengi þar sem bæði stöðin og fjármagnið gekk til þurrðar.
Nú og svo tiltækasta dæmið er stöðug ritstjórahlaup á milli blaða sem eru í fæðingu eða eru andvana. 'I þessu sambandi má nefna Reynir Traustason sem fór yfir á 'Isafold frá Mannlífi, í þeirri innkaupafléttu sem menn tengdu við Baugsmenn, og svo brotthvarf Sigurjóns M. Egilssonar úr ritstjórastólnum á Blaðinu yfir á væntanlegt síðdegisfréttablað sem ber vinnuheitið NT. Merkileg nafngift, þar sem fyrirrennari þessa nafns, var framsóknarsnepill sem átti að blása nýtt líf í kulnaðar glæður Tímans, en dugði skammt. Með ráðningu Sigurjóns átti að reyna að blása nýtt líf í annars andvana blað sem hvorki gekk né rak, þangað til Sigurjón settist í stólinn og tókst að glæða einhverju lífi í það. En svo ekki söguna meir, annað betra bauðst á næsta húshorni. Það er ekki mikið fyrir hugmyndaauðgina að fara, þegar menn leita í smiðju gamalla verkalýðsfélaga og löngu horfinna snepla til að taka þátt í hnetumarkaði auglýsinga og fjölmiðlaheimsins á 'Islandi. Og til þess að taka þátt hlaupa menn á milli húshorna bara til að taka þátt í einhverju, með einhverjum sem á pening, bara til að sjá hvort dæmið gangi upp eða ekki. Og ef það gengur ekki upp þá stofna menn annað blað í samstarfi við aðra sem hafa hlaupið á milli húshorna til að leita að einhverjum sem er til í að stofna blað með einhverjum sem á pening. Minnir mann á hrunadansinn fræga í Flóanum.
'A mannamáli heitir þetta, að menn skipta oftar um kærustur en nærbuxur. Þannig blasir það við mér allavega.
Segjum það að sinni. 'I nótt, á klakanum kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Væri ekki verra ef þessa jólastelpa guðaði á gluggann hjá manni til að setja í skóinn.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.