Leita í fréttum mbl.is

Og hefst þá lesturinn

Hilsen:Ýmislegt 107

Þarsem maður er smátt og sígandi að renna inn í danskt samfélag, eða allavega að reyna að læra og skilja danskt samfélag, þá náttúrulega samkvæmt gömlum vana les maður blöðin reglulega. Helstu blöðin eru Jyllandspósturinn, Politikken, og svo fríblöðin, Urban og 24 tímar, sem manni skilst allavega að haldi enn velli, þrátt fyrir "stórsókn" Nyhedsavisen, sem er víst að auka við sig.

Helstu fréttirnar þessar dagana er heimildamynd sem fjallar um þátttöku dana í  stríðinu í 'Irak og Afghanistan. 'I þeirri heimildamynd, sem heitir Det hemmelige krig,  er haldið því fram blákalt að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hafi logið að þjóð sinni um tilveru og tilvist dana í stríðinu. Þar er einnig haldið því fram að danir hafi margoft  aðstoðað við að taka til fanga hópa af "grunuðum" Al Kaida liðum, afhent þá til bandarrískra hermanna, sem síðan hafi barið þá og niðurlægt, og er eitt tilfelli rakið til þess þar sem einn af þessum föngum hafi látist eftir barsmíðar og verið skilinn eftir hangandi í keðjum yfir nótt. Einnig er vísað til "lyga" Rasmussen sem segir að danir samþykki ekki illa meðferð á föngum samkvæmt Geneva-sáttmálanum.  Annað kemur fram í heimildamyndinni, og hefur Anders Fogh sætt harðri gagnrýni, enda berst hann og hans flokkur fyrir áframhaldandi setu, þannig að þessi heimildamynd er talin geta verið jafnmikil púðurtunna og tamílamálið sem velti ríkisstjórn úr sessi á sínum tíma.

'A heimaslóðum, nánar tiltekið í Esbjerg hefur risið stórmerkilegt mannvirki. Um er að ræða einn af heimsins stærstu  olíuborpöllum sem reistur hefur verið. Olíuborpallur þessi mun þó ekki verða dreginn strax á olíuauðlindirnar, heldur er ætlunin að nýta hann til að mennta þá mörgu sem áhuga hafa á vinnu um borð á olíuborpalli. Enda er kennt í skólum víða um Danmörk, teknisk offshore managing, þar sem vinnan felst í stjórn og starfsemi olíuborpalla. Hugmyndin að þessum olíuborpalli er komin frá atvinnulífinu, skólum, og um leið forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar, til að marðaðssetja Esbjerg sem bæinn þar sem hlutirnar gerast á tæknivæddan hátt. Þegar maður bregður sér í bæinn þá kemst maður ekki hjá því að sjá þetta 150 metra stálvirki gnæfa yfir öllu í hafnarmynninu. Þetta mun vera eitt útspilið til að koma Esbjerg á kortið aftur, þar sem sjómennska og fiskvinnsla er svipur hjá sjón miðað við áratug eða svo aftur í tímann. Fyrir áhugasama þá geta þeir kíkt á þessa heimasíðu, www.oilrig2esbjerg.dk

Danir kalla ekki allt ömmu sína í hinum ýmsu málum, hvað varðar frjálslyndi. Nýjasta nýtt er að nú er leyfilegt að stunda kynlíf með dýrum. Eftir fund dýralækna, prófessora, og ráðgjafa hjá hinum ýmsu stofnunum sem málið varðar, þykir ljóst að leyft verður að stunda dýrakynlíf og jafnvel kaupa þá þjónustu. Þegar eru fyrir "vændishús" sem selja aðgang að dýrum, og einnig geta menn keypt sér þá þjónustu á netinu. þegar hafa verið sett lög sem varða slíkt athæfi, þar sem kveður á að leyfilegt er að stunda kynlíf með dýri svo lengi sem tillit er tekið til  dýrið sé meðhöndlað af ýtrustu nærgætni, og að dýrið verði ekki fyrir áverkum, þjáningum, hræðslu og og óþægilegri reynslu.Þar að auki er leyfilegt að taka upp og selja myndir af dýrakynlífi.

Það er ekki að spyrja að dönum, og nágrannar þeirra, norskir sem sænskir lýsa yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ráðsins, sem menn vonuðust til að mynda taka heilbrigða afstöðu málsins, en annað hefur komið á daginn.  Menn vísa til þess að þetta sé jafn gáfulegt og að banna barnaklám, en leyfa barnaníðingi að búa óareittur á heimili sínu og stunda athæfi sitt.

Ja, heimur versnandi fer.

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband