Leita í fréttum mbl.is

Þynnkubíó

Hilsen:Aftur jól á ný

Jæja þetta er einn af þessum frægu næturpistlum, þegar maður vaknar eftir að hafa velt sér nokkra snúninga í rúminu. Lítið hefur borið upp á síðustu daga, nema velheppnaður jólamatur þann 1.des síðastliðinn í skólanum, þar sem komið var saman í sameiginlegan jólamat, sem samanstóð af svínakjöti, rækjum, kjötbollum, og ýmus öðru girnilega. Þrátt fyrir góðgætið vantaði sósur með þessu öllu saman, og þá sérstaklega svínakjötinu. Fyrir vikið varð kjötið frekar þurrt. En þrátt fyrir þetta var kvöldið vel heppnað og kom sérstaklega í ljós hve vel bekkurinn minn hefur náð vel saman, að menn og konur skemmtu sér vel og innilega saman.

Það er alltaf einkennandi að eftir svona skemmtanir vaknar maður daginn eftir frekar rislágur og slappur til allra verka. Því gat ég ekki annað en brosað út í annað í fyrradag þegar é glas um ferska nýjung í dönsku félagslífi. Hver kannast ekki við það að vakna á sunnudegi t.d eftir ærlegt og gott fyllerí, og fyrsta hugsunin sem kemur í hugann er vafalaust tengd mat eða vökva. Eflaust síðsta hugsun er sú að bregða sér í bíó, nema þá seinna um daginn, ef timburmennirnir hafa hætt slætti sínum.

'I Kaupmannahöfn hafa tvær framtaksamar konur sett af stað svokallað þynnkubíó, og þá sérstaklega miðað við sunnudagana.  'I bíóinu Öst  fyrir framan veitingastaðinn Paradís hafa þær komið fyrir dýnum og svefnpokum. Á borðunum á veitingastaðnum hafa þær komið fyrir  svokölluðum "brunch" diskum, og fyrir 60 dkr fær maður brunch og bíó og eftirá getur maður haft það huggulegt á dýnum og horft á bíóið. Nú ef svo ber við að einstaka akútt-tilfelli ber upp á varðandi yfirþyrmandi þynnku, þá er boðið upp á vatn og panodil til að stemma stigu við frekari þynnku.

Fyrsta keyrsla á slíku þynnkubíói, eða Sunnudagar í Paradís eins og það hefur verið kallað var einmitt síðastliðinn sunnudag, enda má segja að 1.des hafi verið mekka jólahlaðborðanna. Að sögn beggja kvenna sem fengu þessa hugmynd þá voru þær orðnar leiðar á því að hanga þunnar og frekar rislágar til allra verka og hrintu því þesarri hugmynd af stað til bóta fyrir aðra sem svipað var ástatt um.

Hugmyndin virðist hafa fengið ágætis brautarfylgi, því að þó nokkrir "sjúkir" einstaklingar mættu í brunch á tilsettum tíma, og eftirá voru ræmurnar, Nightmare before Christmas og Science of Sleep sýndar.

Frekari áform um þynnkubíó eru þegar á veg komnar, og gera þær stöllur ráð fyrir öðru þynnkubíói þann 7.janúar n.k., enda góð og gild ástæða til, nýtt ár hafið með tilheyrandi kreditkortaþyngsli framundan eftir jól og áramót. Því ekki að gleyma sér um stund fjarri slíkum raunum með heimsókn í Paradís?

Fyrir marga væri það ákjósanlegt að geta gleymt stað og stund og horfið á vit ævintýra og drauma. Fyrir áhugasama netverja og fíkla hefur í gangi verið raunveruleikur á netinu þar sem menn byggja hús, stofna fyrirtæki, skreppa á barinn eða versla í einum af hinum mörgum verslunarkjörnum. Umræddur raunveruleikaheimur heitir secondlife.com, og verður að segjast að með tilkomu þessa "heims" hafa menn horfið á vit netheima, þar sem stofnað hefur verið netsamfélag, þar sem viðkomandi breyta um nafn og lífstíl, kaupa lóðir, höndla viðskipti sín á milli og eru jafnvel að hafa dágóðar tekjur af slíku, í raunheimum.

Nú er komið fram í dagsljósið könnun, sem gerð var í  Bandarríkjunum, hvar annarsstaðar, að 43% bandarríkjamanna, leggja að jöfnu raunverulegt líf utan netheima til jafns við hversdaglegt líf.

Samkvæmt þessu og spám sem voru gerðar þegar internetið kom fyrst fram, fyrir hartnær 10 árum síðan, hefur internetið orðið að sterku persónulegu og jafnframt  öflugu þjóðfélagsafli eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

En líkt og hið fornkveðna segir, þá var Adam ekkilengi í Paradís, nema þá helst í Kaupmannahöfn. Hliðaráverkarnir af þessu netheimalífi og jafnframt flótta frá raunveruleikanum, hafa gert það að verkum að samtökin The World Development Movement, sem berjast gegn fátækt, hafa ruðst inn i heim netverja á secondlife. com  í þeim tilgangi að  minna þá hálfa milljón netverja sem þar þrífast á heiminn utan netheima. Með þessu móti vilja samtökin vekja athygli netverja á þann fjölda barna sem látið hafa lífið síðan 2003 þegar secondlife.com var stofnað.  Með þessu móti telja þau tilganginum náð að minna á að það er ekki endalaust hægt að flýja heimsins vandamál í netheimum, fyrr eða síðar standa menn andspænis vandanum.

Ekk veit ég hvort er betra, að leysa vanda sinn með góðu þynnkubíói, eða að hverfa á vit netheima, en eitt er víst, Adam er sjaldan lengi í Paradís.

 Hilsen.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband