26.11.2006 | 12:10
Eldhústíkur
Hilsen
Já hún er ögrandi fyrirsögnin, en líkt og allar aðrar fyrisagnir hefur hún ákveðna staðhæfingu að geyma. Þegar ég fyrst kom hérna á kollegiium þá hékk á hurðahúninum plastað skilti sem innihélt A-4 blað þar sem ég er boðinn velkominn, og um leið áminntur um það að þetta væri mín vika, þar sem ég skyldi fara út með ruslið, strjúka af borðum og almennt stunda hreinlæti í sameiginlega eldhúsinu okkar. Einnig skyldi ég hafa vakandi auga með eitthvað skyldi vanta og kaupa og fá síðan borgað úr eldhússjóðnum. Einfaldar og skýrar upplýsingar. Manna á milli er þetta kallað að vera eldhústík í eina viku. Og að sjálfsögðu uppfyllti ég mínar skyldur og lauk vikunni með sóma. Eftir það var þetta í orden, en oft kom fyrir að ákveðinn einstaklingur kom inn í eldhúsið, eldaði og gekk svo ekki frá. Fundist hafa pottar enn með skáninni í og inn á milli verkfæri sem notuð hafa verið og ekki sæmilega þrifin. 'A meðan sú þýska var hérna, hún Elena okkar, þá einhvern veginn tókst að halda eldhúsinu hreinu og eitt skiptið var haldið þrifakvöld á föstudegi og svo dottið í það, en tiltekt laugardaginn eftir var ekki það fyrsta sem öllum datt í hug.
Eftir að stúlkan sú kvaddi okkur og hefur skilið suma með tómarúm í hjarta og ljúfar minningar, þá hefur heldur betur undan fæti og er nú komið svo eldhúsiðer varla mönnum bjóðandi, með pott þar sem innihaldið minnir á tilraun í náttúrufræðasafni, uppsafnað leirtau í einum vaskinum sem staðið hefur á þriðja viku. Og svo inn á milli er drals og allskyns sem menn hafa ekki döngun í sér að ganga frá. Einhvern veginn virðist sú hugsun ríkja að næsti maður muni ganga frá en sú óskhyggja nær stutt. Þar að auki ganga á milli ásakanir að hinn og þessi eigi þetta og hitt leirtauið og að viðkomandi ætli sér ekki að þrífa skitinn eftir viðkomandi. Nú er komið svo að boðað hefur verið til fundar og þar er ætlunin að setja úrslitakosti, þar sem skipt verður um skrá og þeir einir hafa aðgang að nýjum lyklum, sem skulda ekki í eldhússjóðinn og hafa gengið frá sómasamlega. 'Akveðið austur evrópskt par sem virðast vera aðalsökudólgar í þessu máli hafa brugðist ókvæða við og yrða varla á viðkomandi. Það ríkir ákveðin spenna í loftinu og hnúturnar fljúga.
Gaman verður að sjá hvað mun verða, enda löngu kominn tími til að setja mörk og reglur í þessu máli.
Skelli kannski inn hardcore myndum af eldhúsinu, ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.