Leita í fréttum mbl.is

Jólin, senn koma þau

Hilsen kæru lesendur:Jólin eru á leiðinni

Gilli greinarhöfundur hefur eitthvað verið slappur að undanförnu, enda haft nóg að gera við að skipuleggja umræddan og oft ræddan alþjóðlegan kvöldverð sem tókst með ágætum. Þó verður að viðurkennast að stundum reif maður í þær fáu hártætlur sem eftir voru, vegna samstarfsins við ákveðin þjóðarbrot, sem virðast hafa flutt með sér siesta til Danaríkis, enda voru þau verkefni sem sett voru fyrir oftast nær leyst á fundinum viku seinna þegar þau áttu að leysast í fyrri vikunni. En nóg um væl og file, þetta heppnaðist vel, allir skemmtu sér í botn, og þá var takmarkinu náð. Og nú, án minna atbeina verður haldinn alþjóðlegur dagur á föstudaginn, aðeins í skólanum mínum,  þar sem kynntir verða drykkir og réttir frá hinum og þessum þjóðarbrotum. Skemmtileg tilviljun?

Jæja, hér er blíðan sem endranær, rigning annan daginn og sól þann næsta. Lítið fer fyrir jólasnjónum. 'Eg gróf upp skemmtilegar módelmyndir af nokkrum þekktum fyrirsætum í jólaklæðnaði og hafði hugsað mér að keyra á þessum myndum með blogginu mínu. Til stóð að nota eitthvað af þessum myndum í ákveðna hluti, en kannski seinna.

Nú í dönskum fréttum er þetta helst: Sagt er frá því JyllandPosten frá barnaheimili í Birkeröd sem hefur aðlagað sig að  kerfi sem heitir LEAN og er notað af Toyotu í japan, til að auka framleiðsluvirkni og um leið að skapa betri gæðastandard. Þetta LEAN kerfi hafa síðan bankar, tryggingafélög, símafyrirtæki,  og opinberi markaðurinn notað. Og nú er búið að innleiða þetta á barnaheimili, sem var svona æfingatól áðuren ýtt verður úr vör með önnur barnaheimili.

Og hvernig er svo þetta frábæra kerfi í reynd?  Að sögn dagsstýrunnar var byrjað á því að starfsmenn gengu um með skeiðklukku og tímatóku allar sínar athafnir. Þetta var hægt að mati dagstýrunnar þar sem mörg verkefni eru ætíð fyrirliggjandi á dagheimilum. Fengnir voru tveir verkfræðingar til að yfirfæra verksmiðjukonseptið yfir á dagheimilið. Að sögn dagstýrunnar hefur þetta haft í för með sér að meiri tími er til samveru með börnunum, og leiðindamál eins og afboðun barns, tiltekt og stjórnun taka minni tíma nú en áður.

Sett var upp svokallað "upplýsingatorg, þar sem foreldrar sjálfir tilkynna hverjir munu sækja börnin þann daginn. 'I verkstæði barnaheimilisins framleiða börn litaglaðar jólagjafir, samkvæmt lista sem útleggur hvaða aldurshópar framleiða hvað á hverjum tíma fyrir sig. Varðandi bleyjur, þá er í gangi svokallað bleyjuskiptasystem,, þar sem lagt er í bleyjukörfu skilti með nafni barnsins, þar sem tilkynnt er hvert sinni þegar bleyjurnar klárast þannig að foreldrar hafi tíma til að koma með nýjan bleyjubunka. Þannig ef Trine eða Theodor, vilja ekki búa til jólasveina þá kemur fóstran og úthlutar þeim önnur verkefni.  'I upphafi þegar þessi LEAN aðferð var kynnt voru blendnar skoðanir, sumir tóku henni strax mjög vel, á meðan aðrir spurðu hvort breyta ætti  barnaheimilinu í framleiðsluverksmiðju. Foreldrarnir voru hinsvegar mjög jákvæðir og leist vel á nýjar breytingar. Þó eru þeir sem vilja meina að með þessu er gengið aðeins skrefi lengra, þar sem barnaheimili á að vera hvildar og  um leið uppeldisstaður, en ekki formúluseruð verksmiðja.  Forráðamenn blása á þessa gagnrýni og benda á kosti þess og nú stendur fyrir dyrum að labba aftur með skeiðklukkuna og mæla tímann sem fer til spillis, ef einhver er.

 Það er ekki að spyrja að Dönum. Nú mig rak í rogastans um daginn, ætli það hafi ekki verið í gær þegar ég heyrði að Avion Group, hefði breytt nafni félagsins í HF. Eimskipafélag 'Islands. Hvað er í gangi, er þetta eitthvert kennitöluflipp enn einn ganginn? 'Eg meina danir eiga nógu erfitt með að bera fram nafnið mitt, hvað þá HF. Eimskipafélag 'Islands. Þeir segja við mig danirnir, að um leið og ég geti sagt lýtalaust, rödgröd med flödeskum, að mig minnir að þá sé ég orðinn ansi gjaldgengur. Það sama gildir um þá, um leið og þeir geta sagt hundslappadrífa, þá býð ég þá velkomna í heim talandi íslendinga.

Jæja læt þetta nægja að sinni. Einhver flensa er að hrjá mig, enda kennarinn minn kominn með flensu ásamt nábýlingum og sambýlingum. Best er að vera sem minnst innan um fólk þegar slíkt á sér stað.

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband