Leita í fréttum mbl.is

Afmælisveisla alþjóðasamfélagsins

Afmælisveisla Ewu

Hilsen kæru lesendur:

það er naumast hvað maður er lesinn. Sem er bara gott, enda alltaf gaman að lesa smælki um daginn og veginn, svona til þess að dreifa huganum. Var að prufa skype, hringdi i góðan vin minn og þvílík gæði, Þetta er framtíðin, fólk hættir að nota gsm og fastlínusíma og netið verður allt í öllu, sjónvarp, sími, miðlarri, hjónabandsmiðlun. Semsé margmiðlun eins og orðið segir til um.

'I gær var mér boðið í mjög skemmtilega veislu, sem vinafólk mitt, þau Santiago frá Perú að mig minnir og kærasta hans Ewa frá Póllandi buðu til. Tilefnið var afmælið hennar Ewu, og án þess að hún vissi, ákvað Santiago að við kæmum aðeins fyrr á meðan þau færu í bíó, og svo var meiningin að koma heim í óvæntan afmælisfagnað. Þannig að þegar Ewa var að bjóða mér að mæta klukkan 8 á laugardegi, þá mætti ég í staðinn klukkan 7 eins og flestir gestirnir. Og svo var beðið og talað um að þau kæmu klukkan hálfátta, en eins og oft vill verða hjá ástföngnum pörum þá stendur tíminn ís tað. Loks komu þau, enda voru afmæliskertin á tertunni hennar farin að brenna ansi hratt. Til veislunnar var boðið nágrönnum og vinum, og var sá hópur ansi alþjóðlegur, frá þýskalandi, slóvakíu, póllandi, mexíkó, kína, danmörk, og svo því miður man ég ekki meira. En samkvæmið var fínt og öll þessi þjóðarbrot skemmtu sér vel saman, miðað við stöðu alþjóðamála. Enginn herpingur eða leiðindi þetta kvöldið.

Svona á það að vera. Nú loksins kláraði ég blessað verkefnið enda 'islendingur að uppruna, og allt tekið í nös á síðustu stundinni, ekki þannig í nös, heldur bara tekið á því og unnið undir álagi, þannig kemur þetta. Enda búinn að glápa á helv....................skjáinn i allan dag og ætla sko sannarlega að taka pásu, og glápa á annan skjá, sjónvarpið. Hef lítið horft á sjónvarp síðan ég kom hingað. Margir ávanar horfnir síðan kallinn flutti hingað, og aðrir komnir í staðinn.

Jæja, þá er best að nærast og kíkja á einhvern heiladauðan þáttinn.

Hilsen.

gilli

Kíkið á myndirnar úr afmælinu.


Ewa og Santiago
Pétur slóvaki og gylltan bleika
U.N. saman

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband