11.11.2006 | 18:03
Hafnfirðingabrandari
Hilsen:
Af hverju hlaupa hafnfirðingar út í gugga þegar þrumur og eldingar eru? Jú þeir halda að það sé verið að taka myndir af þeim.
Vitið þið af hverju Sorpa í Hafnarfirði er lokuð um áramótin? Það er lokað vegna talningar.
Af hverju standa Hafnfirðingar í fjörunni í byrjun desember? Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu.
Já maður gæti haldið áfram endalaust með þessa hafnfirðingabrandara, ef ekki væri fyrir þá sök að undirritaður lenti sjálfur í svipuðu og fyrsti brandarinn. 'Eg var að vinna upp í skóla, og sat út við gluggann, þegar allt í einu herbergið lýsist upp af bláum blossa. 'An þess að spá frekar i það, sneri ég mér að glugganum og velti fyrir mér hver væri að taka myndir utandyra. hahahahah. Já svona getur maður verið vitlaus, á skemmtilegan hátt.
Hér er búin að vera vætutíð, svona staðbundin rigning, með hitastigið svona frá bilinu 11-13 stiga hiti, en þið kæru lesendur vitið þetta þegar núorðið. Enda sýnist mér að vetur komi seint hérna, en eflaust þegar hann kemur þá er það með látum.
Var að hlusta á Bylgjuna og heyrði að Gulli Helga var að tala við að ég held, Þorvald Flemming sem býr í Danmörku. Þorvaldur þessi var að segja Gulla frá því að þegar kæmi að jólum, þá væri hann fyrsti maðurinn sem kveikti á jólaseríunum utandyra, þann 1.nóvember. Að því er hann best vissi væri hann eini maðurinn sem væri svona snemma á ferð. Hér er varla farið að örla á jólaskreytingum í glugga, aðeins í miðbænum sem jólaljóseríurnar eru komnar upp.
jæja, þetta verður stutt, er á leiðinni í afmæli á nálægum kollegium. Meira um það seinna og ýmislegt annað smælki, sem þrátt fyrir það er áhugavert.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.