Leita í fréttum mbl.is

Farvel Max

Farvel Max

Heil og sæl:

Fyrr í kvöld settist ég niður og skrifaði þvílíkan bálk um fréttir í dönskum blöðum,um Saddam Hussein, skotárás á Nörrebro, og ég veit ekki hvað. Hvað haldið þið að gerist svo, ég hef greinilega ýtt á rangan hnapp, því greinin hvarf með öllu. 'Eg var að spá í að endurskrifa hana, er orðinn vanur því eftir samskiptin við Raj altmuligmand, en svo ákvað ég að sleppa því, enda nóg að læra framundan. Fyrir þá sem þekkja til, þá erum við að lesa um Java script, síðan er þemavika í gangi í grafísku hönuninni, og eflaust eitthvað meira til í viðskiptafræðinni. Þannig að það er alveg fj..............nóg að gera. Lagðist til hvílu, en gat ekki sofnað. Auðvitað af tryggð við lesendur mína sem virðast auka við á degi hverjum, enda er mér farið að líða eins og landsbyggðarblaði, sem allir lesa.

En enn á ný velta menn fyrir sér þessum kostulegu fyrrisögnum mínum, og í þetta skiptið er um enn eina slíka að ræða. Umrædur Max er minn ástkæri drykkur, Pepsi Max sem ég hef ákveðið að segja skilið við, enda kominn tími á pásu, hvað varðar gosdrykki. Maður er nú búinn að styðja kók frá því í árdaga og ætti eiginlega að fá eina gullhúðaða kókflösku frá þeim fyrir alla tryggðina, sem nær langt aftur til vöggutímabilsins, þegar amma gaf mér kók í pelann. Hvar er þakklætið, Vífilfell, fyrir kókhef ég fórnað tönnum og holdafari, bara til að njóta bragðsins. Þangað til ég fékk nóg og skipti yfir í hið sæta og ljúfa Pepsi Max, sem nú verður að víkja fyrir alvarlegum drykkjum, eins og vatni, safa og Slottaranum. En það er ekki með öllu svo slæmt, því ég hef ákveðið að hafa "slik" dag á laugardögum þar sem ég fæ mér eina svalandi Pepsi Max og treina hana yfir daginn.

Þannig að, ég kveð nú Pepsi Max með öllu, hætti reyndar að drekka það fyrir viku síðan, og er bara nokkuð brattur.  Féll reyndar um daginn, vegna smá stress í náminu, en er kominn á stað aftur með að drekka ekki. Baráttan er hafin.

Hilsen

Gilli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband