4.11.2006 | 19:23
Sehr gut
Sælir mínir dyggu lesendur:
Jæja, maður er nýkominn heim eftir þriggja tíma törn við leik í kvikmynd sem verður frumsýnd i janúar á næsta ári. Um er að ræða kvikmynd, sem er svokölluð interactive, þar sem áhorfendur geta valið með hvað hætti þeir drepa ákveðinn aðila í myndinni. Þeir sem standa að myndinni eru flestir þýskir nemendur í svokallaðri medialogy, sem er í rauninni alhliða nám í kvikmyndagerð, hljóðupttöku, handritsgerð og fleira. Mitt hlutverk í myndinni, þegar klippt verður saman er um aðila sem er að ná í tösku fulla af einhverju vafasömu efni, og á leiðinni á fundarstað mætir hann einni af riturum mafíuforingjans og er þegar murkaður út fyrir að líta sem snöggvast á hana. Þannig hljómaði handritið, og það þurfti til 3 tíma að taka þetta. Kvenhlutverkið var í höndum stúlku frá Lettlandi, sem því miður var búin að fá sér einum of marga bjóra, fyrir hlutverkið, og mætti þar að auki á háhæluðum stígvélum og var frekar völt í hlutverkinu. Enda skemmtum við okkur kvikindislega vel þegar við heyrðum hana segja oft og ítrekað, "again", enda vildi hún ekkeert frekar en að fara heim og fá sér bjór. En þetta hafðist þrátt fyrir það og allir sáttir, enda vilja menn að sjálfsögðu fara heim og fá sér einn kaldan.
Eins og fyrr segir var fyrsti í Tuborg í gær, og í texta mínum slæddist inn pínleg villa þess efnis að momsskatturinn væri dýrari í Þýskalandi, en það er öfugt, hann er ódýrari þar en í Danmörku. Ef mig minnir rétt þá er momsskatturinn eins og virðisaukinn heima.
Verð að minnast á frekar spaugilegt atriði. 'I vikunni sem leið atti fótboltaliðið FCK Kaupmannahöfn leik við Manchester United, og fram að leiknum voru spilaðar skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar þar sem stuðningsmenn Manchester, gerðu lítið úr danska fótboltaliðinu, sigurvissir fyrir sitt lið og fannst lítið til koma. Viti menn, FCK Kaupmannahöfn lagði Manchester United með einu marki, og núna eru þessar sjónvarpsauglýsingar spilaðar, með texta í lokin þess efnis að kannski ættu stuðningsmenn manchester united að éta orð sín aftur. Nú eiga danir leik við Bolton að mig minnir eða eitthvað slíkt lið og danir eru sigurvissir fyrir þennan leik.
Hilsen.
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.