3.11.2006 | 20:48
Fyrsti í JólaTuborg
Sæl verið þið og gleðilegan Tuborg.
Nei, ég er ekki kominn á stútinn hjá Tuborg, einn af þeim sárafáu eflaust hér, fyrir utan einn samnemanda minn, sem mætti með jólasveinahúfu í tíma í morgun. Mér varð litið á dagsetninguna og það er enn nóvemberbyrjun. Og hverju sætti, að hann mætti með jólasveinahúfu, kannski vegna þess að hann væri orðinn óþreyjufullur eftir jólunum? 'Onei orsökin var önnur, reyndar tengd anda og venjum jólahefða hér. Það er nefnilega kominn fyrsti í JólaTuborg, sem þýðir að á þessum degi dreifir Tuborg bjórverksmiðjan sínum klassíska jólamiði, Tuborg um allar grundir, jafnvel fríum, á veitingstöðum í kvöld. Málið er að vera mættur eina mínútu í níu í kvöld, og þá munu ævintýrin gerast á jólakveldi Tuborgs víða um Danmörku. Þannig er Danmörk í dag, senn að taka á sig jólamynd, enda komnar jólaljósaséríur i Torfagötu, sem er aðal gatan hér í Esbjerg. Þó hef ég ekki orðið var við neinar flenniauglýsingar um jólin hér í sjónvarpinu eða blöðunum, miðað við heima þar sem kaupmannajólin byrja í október, fyrst með jólahlaðborðsauglýsingum og svo fylgir Ikea fast þar á eftir. Að vísu hafa verið auglýsingar um jólahlaðborð í staðarblaðinu hér, en það er það eina sem stendur upp úr. Að öðruleyti er farið að verða kuldalegt, samt enginn snjórinn, bara nettur kuldaboli.
Af öðrum ómerkari málefnum er það að frétta að hagstæðast er fyrir Danann að bregða sér yfir landamærin til granna sinna, tyskverja, og versla þar hagstætt, bjór, dvd, eðalvín, föt og margt fleira sem er þjakað af svokölluðum momsskatti sem lagður er á hér og er hærri en skatturinn í Danmörku. Má sem taka dæmi, að fyrir 89 dkr getur keypt 4x24 bjórdósir af 33cl. Það þykir gott, enda bjórinn dýrari hérna megin að mati dana.
Nú í fréttum er það helst að nú eru danir óhressir með sinn mann, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, því líkt og við íslendingar, lýstu danir sig viljuga til stríðsreksturs í 'Irak, en eftir þær hörmungar sem dunið hafa yfir þar, og þeir fimm látnu danir sem hafa verið fluttir heim frá'Irak, eru farnir að vekja upp spurningar um áframhaldandi veru dana í stríðsrekstrinum. Líkt og Blair, er Anders Fogh lýst sem strengjabrúðu í hinni illu stjórn Bush, sem tekur við skipunum frá honum. Það er meirihluti í dönsku þjóðarsálinni fyrir að kveðja herinn heim, enda spyrja menn sig hver tilgangurinn sé með veru dana þarna.
'Ur öðrum afkimum dansks þjóðlífs er það að frétta, að hin mikla MTV hátíð sem haldin var hér þykir hið mesta flopp, óspennandi og lítt áhugaverð þetta árið miðað við tilstand og fleira. Mikið grín hefur verið gert að menningarmálaráðherranum danska, sem fékk sér skreytinu í eyrað að sið rappara, og fram að MTV-hátíðinni var að æfa ákveðnar handarhreyfingar að sið rappara, og telja danskir gárungar þetta til þess gert að geta talist svalur í "globaliseringu" tónlistarlífsins, en aðallega til að geta slegið um sig innan um Snoop Dog og hina rapparana.
Jæja, þá er best að líta niður í kjallara, þar hafa framtaksamir "globalsinnar" dani og hollendingur hreinsað til og opnað barinn með ódyrum miði frá Þýskalandi, á aðeins 5 dkr. Ég á 20 dkr þannig að ég slæ til.
Hilsen.
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.