2.11.2006 | 01:36
Andvaka-með 4.9
Esbjerg, klukkan 2:10 að nóttu.
Sæl verið þið. Hvað haldið þið, hér liggur maður andvaka og það eina sem hringsnýst i kollinum á mér er lagið Fallinn með 4.9, eða var það 4.5? Who gives a sh................ Oftast nær er það þannig að um leið og ég er lagstur á koddann þá sofna ég strax, en ónei eftir að ég kom heim úr skólanum í kvöld þá er ég svo sannarlega búinn að hafa fyrir því að reyna að sofna, og með þennan eílifðarsöng í heilabúinu. Ekki það að ég sé að fara í eitthvert próf, fjarri því, en stundum kemur það fyrir að lög eða atburðir vilja festast í kollinum, eiginlega skjóta rótum þar um tíma, eða þangað til maður hefur fundið eitthvað annað "viðloðandi", en á meðan er þá er maður með þennan dynjanda í kollinum. Og til að bæta gráu ofarn á svart, eftir að ég slökkti ljósin þá er ég allt í einu kominn með einhverja fóbíu fyrir hljóðum. Sérkennilegum brakhljóðum. Þetta er tilkomið eftir að skriðdýr eitt, sem hægt er að murka með inniskónum í einu höggi tók sig til og rölti í átt að rúminu mínu, eiginlega bægslaðist áfram. 'I fyrstu hélt ég að þetta væri járnsmiður, en þegar ég sá bægslaganginn á kvikindinu, þá komst ég að þeirri staðreynd um leið og ég reiddi skóinn á loft að þetta væri afkomandi þess frá Bandarríkjunum, miðað við búkstærð og bumbuganginn, þannig að ég ákvað að lina þjáningar þess með einu góðu höggi. Enda má segja að þetta hafi verið besta megrunaraðferðin fyrir greyið.
Mér er ekkert sérlega vel gefið um ýmis skordýr, og má þar nefna þá helst til sögunnar köngulær. 'Eg fæ netta gæsahúð þegar ég sé þessi litlu skriðkvikindi heima, en mér varð hressilega brugðið fyrsta mánuðinn minn hérna þegar ég ætlaði að loka herbergishurðinni minni eitt kvöldið. Mér varð allt í einu starsýnt á þetta stærðarinnar kvikindi af könguló, sem var stærra en eldspýtustokkur og sverari en fingurbjörg. Þar sem köngulóin var varla nema í augnhæð fyrir ofan mig þá þorði ég mig varla að hreyfa hvorki legg né lið, og varð það eiginlega til happs, að Sahan, einn af félögum mínum hérna á kollegium, tók eftir því hversu stjarfur ég var, og brást skjótt við, sagði mér að drepa kvikindið með inniskónum, en þar sem ég var eiginlega smátt og smátt að umbreytast í vaxmyndastyttu, þá tók hann sinn eigin skó og smassaði kvikindið með einu góðu höggi. Um leið og kvikindið hafði verið afmáð af dyrakarminum þá gerðist hið undarlega, þessi könguló umbreyttist í litla klessu og það sem hafði virkað stórt og ógnvænlegt var eins og hárstrý á gólfinu.
Þrátt fyrir að kuldaboli sé farinn að gera vart við sig hér í Danmörku, læðast enn litil kvikindi af og til um gólfin hér, enda er gróður nánast áfastur við gluggana hér og tré og annar gróður nálægur.
Þegar maður liggur svona andvaka, þá kemur oft fyrir að maður fer yfir ýmislegt í huganum sem manni tekst ekki að beina sjónum að hversdagslega. Því eftir stutta yfirlegu ákvað ég að beina sjónaukanum frá naflanum á sjálfum mér og gefa þér lesanda góðum frí frá þessum raunum að lesa um hið lítilfjörlega líf mitt hérna á kollegiium og í stað þess ætla ég að beina sjónaukanum aðeins að mínu nánasta umhverfi, þe. svona smá innsýn í mitt umhverfi. Hvernig það verður framreitt kemur í ljós á næstu vikum. Fylgist því með.
Jæja, syfjan er komin á nýjan leik, best að skella sér undir sæng og gera sig kláran fyrir morgundaginn.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.