31.10.2006 | 15:12
Auf wiedersehn Elena Klink
Sæl verið þið:
Maður er að verða hárlaus yfir alveg einstakri og lélegri þjónustu netfyrirtækis hér sem heitir arrownet.dk. Varla var ég búinn að fá internetið í hús á fimmtudag eða föstudag, þegar strax komu upp örðugleikar við að tengjast netinu. 'I fyrstu hélt ég að þetta væri af mínum orsökum, en eftir að hafa bankað upp hjá nokkrum kunningjum á kollegiium þá kom í ljós að þetta var allstaðar í húsinu. Nú þar sem maður er íslendingur enn í húð og hár og vanur að hlutunum sé kippt í lag ein tveri og þrír, þá kom nú annað á daginn. Þar sem bilunin átti sér stað á föstudegi, og einsog allir vita þá vinna danir aðeins 8 klst vinnutíma, þá gerðist ekkert alla helgina. Auðvitað varð maður súr, en uppgötvaði nýja hlið á mannskepnunni, jú við erum svo háð nútíma tækni, með öllum nýjungum þess og kostum, og um leið og netið hrynur, þá hrynur tilvera manna, ekki hægt að senda email, ekki blogga, hlaða niður tónlist eða yfirleitt nokkuð hægt að gera, nema að láta sér leiðast, eða fara í fýlu og bölva danskri sérvisku. Maður huggaði sig við það að þessu yrði kippt í lag á mánudegi, en það var varla hægt að tala um neina viðgerð þá heldur, svona aðeins til málamynda, því að þegar var farið inn á síður, þá var líkt og stoppklukka væri í gangi, eftir það var ómögulegt að halda áfram að brimbrettast um síður netsins. En nú fyrir varla hálftíma síðan "datt" netið inn og maður vonar svo innilega að það haldist fram eftir kvöldi og til morguns, maður biður ekki um meira, í nafni allra netfíkla. En svona eru danir.
Nú aðalafréttin hér, allavega í Ekstrabladet er um milljarðaviðskipti íslendinga og feluleikinn með peninginn í gegnum Kaupþing. 'Eg hef reynt að kíkja á mbl.is og visir.is og búist við að sjá menn hlaupa upp til handa og fóta, og þá sérstaklega bláu hendurnar frægu, en ónei, í staðinn er aðeins talað um hagnað Avion group, RapeReykjavík er í tísku þessa dagana, o g jú Baugur styrkti kosningabaráttu Guðlaugs Þ. Man, hvað ég er feginn að hafa flust hingað, miðað við hvað ástandið heima er eitthvað, svo maður sletti, kedeligt.
Nú hér ríkir hálfgert American Idol ástand, ein vinsælasta og jafnframt blíðasta stúlka kollegiium er flutt aftur til Þýskalands, þar sem hún hefur lokið lærlingsstöðu sinni í nuddi hérna í Danmörku. 'Ohætt er að segja að Elena hafi átt hug og hjörtu allra sem umgengust hana, hverjum og einum mætti hún með brosi, heilræði og almennt góðu hjartalagi. Langt frá því að vera þessi staðlaða ímynd sem maður hefur af þjóðverjum, stífir eins og fánastengur, og höktandi þegar þeir tala þýsku. Enskan hennar var óaðfinnanleg, og eftir nokkrar kennslustundir í íslensku, hefði hún getað bjargað sér á 'Islandi. Henni tókst allavega að lækna mig af nokkrum ósiðum, sem ekki verður farið út í nánar hér.
Hennar verður saknað.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.