26.10.2006 | 21:25
Einn einfaldur
Hilsen:
Nú fer þetta að verða reglulegt, með smælki og slíku frá mér, bara svona til að koma frá sér hugsunum og þankabrotum. Var reyndar búinn að lofa einum íslenskum aðila í skólanum að minnast ekki á nýju ófarasögu mína, sem enn á ný tengist heimsókn á postulínið. Viðkomandi blöskraði víst saga mín af magakveisunni sem hrjáði mig í Kaupmannahöfn og varð til þess að Gula fljótið breytti landlægri stefnu sinni með viðmið á Kaupmannahafnarpostulínið. Segi ekki meir um þetta fyrr en í ævisögu minni, eftir 25 ár eða svo.
Nú, fréttir frá Danmörku eru þær helstar, að framundan er vetrarmyrkur, og á sunnudaginn færa Danir klukkuna sem nemur klukkutíma aftar, þetta er náttúrulega gert til að lengja daginn aðeins meir, eða stytta, man aldrei formúluna, þessvegna er ég ekki rocket sciencetist. Geri samt ráð fyrir því að þetta sé til þess gert að lengja daginn, ekki satt? Samfara þessarri tímabreytingu er hætt á því að geð manna breytist töluvert, náttmyrkur farið að herja á danann og stutt í vetraþunglyndið. Sá meira að segja vísað til þess að 1% af íslendingum þjáðist af vetrarþunglyndi, en það ætti ekki að koma á óvart þar sem náttmyrkrið skellur fyrr á heima, en hérna. Og þar að auki byrjar að kulna fyrr heima. Sömu sögu er ekki hægt að segja hérna, smá morgunkul á morgnana, en svo er orðið hlýtt um daginn.
Og hvað gera danir svo þegar vetrarþunglyndið herjar á þá? Myndast biðraðir til geð(ugu) læknana með reseptin sín á lofti? 'Onei, þvert á móti streyma danir, þeir sem hafa efni á því, suður á bóginn í þar sem hitinn og sólin ríkir lengur. Og þar kúra þeir fram í mars og koma svo heim brúnir og sællegir og undirbúa sig fyrir sumarhitann hérna. 'I sumar var sumarhitinn langt yfir meðallagi, allt að 30 stiga hiti. Október í ár hefur mælst með hæsta hitastigið, síðan elstu menn muna fyrir tíð hitamæla, hitinn var að jafnaði 12,8 gráður í meðallagi. Vetrarþunglyndi, my ass. Þekkist ekki á þessum bæ, enda vakna ég hress á morgnana, nema á laugardögum, ef maður hefur lent í föstudagspartýi þá er maður ansi þungur, en fínn þegar líður á daginn.
Annars er maður farinn að stræka aðeins á þessi föstudagspartý, maður hefur ekki sama úthaldið lengur eins og þessir nábýlingar mínir, sem hlakka til föstudagsins eins og til jólanna. Og svo er tekið á því með rússneskri eða lítháenskri nú eða einhverju júrótrommutónlist, drukkinn bjór eða straight vodki með ávöxtum og súraldin tilbúið eftir skotið. Já það er sko fjör hérna á föstudögum, dansað á borðum í eldhúsinu, og ekkert verið að spenna sig niður í bæ, þegar eldhúspartíið stendur undir nafni.
Jæja maður er kominn á flug. En eins og fyrirsögnin segir þá vísar hún reyndar til einfeldni viðkomandi á sumum sviðum, og í þetta skiptið tengist það einhverju vitleysu sem undirritaður gerði þegar hann setti upp bloggið, sem olli því að ekki er hægt að senda inn athugasemdir um skrif mín. Held að ég hafi kippt þessu í liðinn, annars hef ég samband við Raj vin minn.
Jæja best að drífa sig í háttinn, stuttur dagur á morgun í skólanum og svo föstudagsbarinn. Jamm, það er líf á mönnum hérna.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.