25.10.2006 | 15:10
Loksins-laus við Raj
Sælir kæru lesendur, á landi og sjó sem og erlendis.
Hljómar eins og útvarpsþáttur, ekki satt? Athugulir lesendur reka eflaust augun í það að þetta blogg er skrifað með íslenskum stöfum, en ekki einhverjum afleysingastöfum. Og hverju veldur? Jú, undirritaður, er kominn með internet tenginu heima og getur því loksins hafið regluleg bloggskrif, án þess að standa í "ströggli" við að koma inn misgáfulegum athugasemdum. Reyndar var það þannig komið fyrir mér að ég var eiginlega alveg hættur að nenna þessum bloggskrifum, sökum baráttunnar við vin minn Raj, hinumegin við eldvegginn, annaðhvort hjá mogganum eða vefmeistara skólans.
Nú þar að auki sit ég hér við skriftir og hlusta á fréttir á Rás tvö, og verður að segjast eins og er, að fátt virðist hafa breyst síðan ég skipti um póstnúmer. Jú eitthvað hefur maður rennt augunum yfir einhverjar hneykslisögur varðandi Björn Bjarnason, sá reyndar að skipt hafði verið út í Sjálfstæðisflokknum, Kjartan útaf og inná Andri. So what? Þarf þessi flokkur ekki hvort sem er á nýrri andlistlyftingu að halda. Þó fannst mér kyndugt að halda því fram að viðkomandi Andri sé 3 árum eldri en Kjartan, get ekki betur séð en að hann sé í kringum þrítugt. Helv.... hlýtur Kjartan að hafa lélégan lýtalæknir, ef svo er. Hann gæti verið nokkrum árum eldri en arftaki sinn.
Jæja, maður er bara kominn á ham á hinu ylhýra. Verður að segjast eins og er að danskan eflist með hverjum deginum sem líður hérna, enda reynir maður að lesa blöð o g hlusta á fréttir eins og mögulegt er.
Héðan er fátt eitt að frétta, samnemendur mínir eru enn að jafna sig eftir svokallað miðsvetrarfrí, sumir virðast enn ekki búnir að hvílast nógu vel, hafa greinilega skilið tilgang fríisins, þegar maður er í fríi þá gerir maður lítið annað en að hvíla sig, og hafa það þægilegt, allavega í Danmörku.
Jæja, nóg að sinni maður er orðinn svo vanur stuttum skeytasendingum hvað varðar bloggið. O g svo er reyndar framundan undirbúningur hvað varðar smá kynningu á morgun í skólanum.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.