Leita í fréttum mbl.is

Ég og Leifur

Hilsen:

Tad er mánudagur, ég er mćttur nidur í Baghuset. Framundan er upptökur nidri í rádhúsi. Yfirmadur minn, Leifur eda Leif eins og hann heitir á dönsku er mćttur. Vid gerum klárt fyrir ad hjóla med tćkjabúnadinn nidur í rádhús, og eftir ad hafa komid fyrir tćkjum og tólum leggjum vid í hann.

Framundan er hefdbundin vinna annan hvern mánudag í rádhúsinu. Og eins og vanalega koma borgarfulltrúar inn, taka í höndina á manni med stuttu spjalli á dönsku. Eftir ad vid erum klárir nikkar Leifur til mín og segir mér ad standa klár tví ad tad muni koma fyrirspurn frá sćtunum tar sem almenningur situ. Fundurinn hefst med tví ad borgarfulltrúar standa upp og syngja söng úr söngbókinni sem liggur hjá hverjum og einum.

Borgarstjóri hefur framsögurćdu og fer yfir tau mál sem fyrir liggja, myndavélin gengur á medan. Skyndilega er rćda borgarstjóra rofin med rödd úr salnum. Röddin kemur frá konu komin  hátt á nírćdisaldur, sem vill legja nokkrar fyrirspurnir fyrir borgarstjóra um kjör eldri borgara og margt annad sem á henni brennur. Borgarstjóri er ekki beint gladur yfir tessu en reynir samt ad halda ró sinni og svara fyrirspurnum hennar, en verdur fljótt leidur tar sem sú gamla er sjálf farin ad halda framsögurćdu um kjör sín, jafnframt sem hún skammar borgarstjóra fyrir margt sem aflaga hefur farid í hans borgarstjóratíd. Hvernig sem borgarstjóri reynir ad snúa sig út úr tessarri adstödu og snúa sér ad málum á dagskrá gellur í teirri gömlu ćtíd ný fyrirspurn med framsögurćdu og um tíma minnir tetta mann á tegar módir er  ad skamma son sinn fyrir óspektir. Ad lokum missir borgarstjóri stjórn á skapi sínu og bidur konuna vinsamlegast um ad hćtta tessu ella verdi hann ad slíta fundi. Sú gamla gefst ekki upp og minnir borgarstjóra á tad hver borgi honum launin, lćtur tar vid sitja og rís upp med adstod hćkja og gengur út snúdug.

Eftir tessa uppákomu gafst borgarstjórnarflokkum í minnihluta tćkifćri til ad "hamra" á borgarstjóra vardani kjör eldri borgara.  Borgarstjóra var ekki skemmt.

Nú eins og fyrr segir erum vid tveir sem vinnum saman, ég og Leifur. Mér er minnisstćtt tegar ég sá Leif fyrst, en tad var tegar mér var bodid á julefrokost hjá LokalTv í Baghuset, en tar hafa allar sjónvarpsstödvarnar adstödu. Eftir ad hafa sest til bords og setid vid gódan tíma birtist Leifur. Hann vakti strax athygli mína fyrir sérstćtt útlit. Leifur er hávaxinn, hćrri en ég, grannur, klćdist frekar ósamlitum fötum, oftast nćr sídar peysur og einhverjar moldgráar buxur sem hann oftast er í. Hann settist strax til bords og hóf ad borda án tess ad kasta kvedju á nokkurn mann. Andlit hans ber merki tess ad Leifur hafi ekki farid varhluta af mörgum kvöldum í félagsskap Bakkusar og annarra efna. Hendur hans og neglur eru gular eftir tóbaksreykingar og hárid hans er sítt og grátt, enda Leifur nokkrum árum eldri en ég. Leifur er hljódur madur, komst ad tví á fyrsta samstarfsdegi okkar, oftat nćr búinn ad pakka ndiur og lagdur af stad á undan mér. Og tegar í rádhúsid er komid er hann búinn ad setja upp grćjurnar og hirdir lítt um mig, en tegar nćr dregur ad upphafi fundar kemur hann og tékkar hvort allt sé ekki í lagi. Hann segir fátt, en notar tess meir augun til ad gefa mér skilabod ef vid erum ad mynda.

En nú höfum vid starfad trisvar saman og eftir okkar sídasta skipti virdist hafa ordid einhver hamskipti á Leif tví ad hann er ordinn adeins rćdnari. Tó ekki ad tad komi í bunum, en hann allavegana farinn ad kvedja tegar vid höfum gengid frá búnadinum nidri í Baghuset.

Meira ad segja Patrick hefur spurt mig hvernig mér líki ad vinna vid Leif og haft sjálfur á ordi ad hann er ekki beint sá rćdnasti, en eftir ad ég sagdi Patrick frá tví hvernig Leifur er allur ad koma til tá meira ad segja Patrick var hissa, enda Leifur einn af teim sem lćtur ekki mikid fyrir sér fara.

Tannig ad tetta er bara spurning um tíma og skilning.

Hilsen 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband