Leita í fréttum mbl.is

Deutschland ubers alles

Hilsen:

Frumlegur ekki satt? Rosalega líður tíminn hratt, nú er maður í kapphlaupi við tímann, framundan er revían, n.k laugardag. Hef haft meira en nóg við að klippa saman efni og reyndar umfram efni og til þess ráðs var gripið að hóa í Jesper sem klippti efni fyrir þessa sömu revíu fyrir ári síðan. Hann var reyndar hættur, en svo þegar hóað var í hann stóðst hann ekki freistinguna og sló til. Þannig að álagið hefur aðeins minnkað enda fyrsta skipti sem ég tek að mér svona verkefni, þannig að eins gott að allt fari vel, ef maður vill eygja von að ári við sömu vinnu. Lars, sem réði mig sagði mér að þegar ég sæi umfangið á laugardaginn og næstu daga fram að þessu þá myndi ég skilja að þetta er sko blóð sviti og tár. Reyndar frekar seint farið af stað þar sem flestir meðlimir hópsins hafa verið í fríi. Svona hálfgerður íslendingabragur á þessu, kýla þetta af stað, unnið sleitulaust og svo uppskorið á laugardagskveldi árangur erfiðisins.

Nú inn á millihef ég verið að skjótast til Þýskalands, en farið er til borgarinnar Niebull, við landamæri Danmerkur og Þýskalands, þar sem hægt er að versla ódýran bjór, vín, sígarrettur og margt fleira, eins og mat, osta og kjöt. Rútan er tekin í Esbjerg og kostar farið aðeins fram og tilbaka 20 dkr. 'Astæðan er sú að menn fara aðeins eingöngu í þennan markað, zentralmarkt, en ef menn vilja fara eitthvað annað þá eru það 50 dkr. Markaðurinn borgar 4 dkr per haus sem verslar í zentralmarkt, og ef menn vilja fara í Aldi þá kostar það sem fyrr segir 50 dkr. En fyrir þessar upphæðir er maður að versla vel og ódýrt og fram í tímann.

'A sunnudaginn slógust í för með mér tveir vinnufélagar, þeir Mohamed og Elhirbi, báðir frá Súdan, eru að klára læknismenntun sína hérna og þurfa síðan að skrifa prófverkefni sitt hér. Síðan þurfa þeir að leggja mikla rækt við dönskunámið þar sem það er krafa að þeir tali dönsku, almennt á vinnumarkaðnum og svo þar að auki sem læknar. Elhirbi er frekar lágvaxinn náungi, og við fyrstu sýn virðist hann vera svona þessi týpa sem myndi vilja selja þér allt milli himins og jarðar í einhverri sjoppuholu, en þegar maður kynnist honum þá er þetta ansi hress og vandvirkur náungi sem leggur mikið upp úr almennum siðum og kurteisi. Mohamed er viðkunnanlegur, hávaxinn og með kóngaandlit, líkt og spámaðurinn Mohamed, hann er hægvirkur, en heilsar manni alltaf með brosi og handtaki.  Og líkt með hann og Elhirbi finnur maður hlýjuna og almenna kurteisi gagnvart náunganum.

Um tíma starfaði einn í verksmiðjunni, sem var frá Gambíu, 67 ára gamall, Elhirbi fannst hann líta út fyrir að vera 37 ára. Þetta var hávaxinn og grannvaxinn náungi sem vann sína vinnu hratt og örugglega án þess svo mikið sem að taka pásu. Nafnið hans man ég því miður ekki, þar sem hann var svokallaður vikar, eða afleysingamaður sem ráðinn er í stuttan tíma á meðan sumarleyfi eða veikinda standa yfir. En þegar maður fór að tala við hann þá kom í ljós að peningarnir sem hann aflar hér í Danmörku, en hann hefur búið í hartnær 30 ár í Danmörku, sendir hann tilbaka til Gambíu, þar sem hann hefur komið á fót skólahanda börnunum í þorpinu sínu. Inn á milli er hann að afla þá nauðsynlegu hluti sem til þarf til að reka skóla. Samhliða þessu hefur hann stofnað samtök, þar sem menn geta borgað 100 dkr á mánuði sem renna til skólastarfsins.

Þegar maður kynnist svona fólki, sem er að hugsa um neyð og þarfir annarra, þá er ekki örgrannt að maður hugsi til þess hversu yndislegt það væri ef við öll leggðum okkar framlag til með einhverjum hætti, hvort sem það er með peningagjöfum eða þá einhverjum öðrum hætti, sem gæti gagnast þeim sem þess mest þurfa. Við höfum nóg, við erum að drukkna í velsæld, leiðum hugann að náunga okkar, hann þarf ekki að vera í Afríku, hann getur verið þú eða ég, en fyrst og fremst held ég að það skipti máli að við hugsum um gildi náungakærleikans.  Þegar við höfum nálgast það nirvana þá kemur hitt af sjálfu sér.

Hilsen

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband