31.7.2007 | 05:51
Tíminn læknar öll sár
Hilsen:
Mínir þolinmóðu lesendur eru beðnir velvirðingar á því að hafa ekki fengið sitt daglega blogg frá mér, en það orsakast af vinnu og sumarsleni. Lofa engu enn sem komið er, en væntanlega fer maður að taka upp þráðinn aftur með meiri skrifum, enda sumar senn á enda.
Fyrir 20 árum síðan, þann 31.07 1987 lést amma mín eftir stutta sjúkrahúslegu. Fram að þeim tíma hafði hún verið heimavið og frekar slæm til heilsunnar eftir að hafa hætt hefðbundinni vinnu.
Þarsem ég ólst upp hjá henni sem kornabarn, þá gekkst amma mín upp í hlutverki sínu sem móðir mín. Hjá henni naut ég atlætis, skilnings, og umfram allt hlýju. Hún lagði allt í sölurnar fyrir mig, til þess að tryggja að aldrei liði ég skort og oft var það svo eftir langan vinnudag að hennar beið meiri vinna þegar heim kæmi að sinna mér. Aldrei minnist ég þess að hún kvartaði yfir löngum vinnudegi. Amma mín var forkur að mörgu leyti, hún var alltaf að eitthvað að stússast og gera við margt sem venjuleg húsmóðir í dag myndi kalla eftir iðnaðarmanni. Allt þetta hafði faðir hennar á sínum tíma kennt henni og við þekkinguna bættist við frá bræðrum hennar, sem báðir voru mjög laghentir.
Amma mín hafði eitt besta vopn sem hægt er að nota í lífsbaráttunni þegar hún er sem hörðust, hennar vopn var tvíeggjaður húmor eða fyndni. Hún gat alltaf séð kómísku hliðarnar á mótlætinu og það gat stundum hjálpað mikið upp á, enda þeim tíma sem ég var að alast upp ekki mikið um einstæðar mæður, þá var fjölskyldumynstrið öðruvísi en það er í dag.
Amma mín var ætíð hugsað um velferð mína og eftir því sem ég óx upp úr grasi, þá fann ég það sterkt hjá henni hvað henni var umhugsað um að ég menntaði mig vel og þyrfti ekki að líða skort seinna meir. Hún gat verið þrjósk, og ætíð fannst henni að mitt rétta skref ætti að tengjast prestsskap. Það afturámóti heillaði mig ekki mikið sérstaklega, þarsem ég strax á unga aldri var orðinn heillaður af ljósmyndun, og þá þótti það ekkert neitt tískujobb.
Það verður að viðurkennast hér að oft innst inni hef ég óskað þess að hafa farið eftir hennar ráðleggingum og lagt hefðbundið nám fyrir mig, en einhvern veginn fóru leikar þannig að aðrir hlutir skiptu meira máli en langar skólasetur næstu árin. Líkt og hún hef ég alltaf verið vinnuforkur og kunnað best við mig í vinnu, enda finn ég það hérna í Danmörku að enn lífir í gömlum glæðum þegar að vinnuálagi kemur.
Þrátt fyrir að hafa ekki lagt mikið nám að baki hef ég í gegnum tíðina öðlast töluverða reynslu bæði í gegnum sjálfsnám og svo nám sem ég hef lokið við. Og líkt og amma mín hef ég mætt lífinu og erfiðleikum þess með því að sjá kómisku hliðarnar á lífinu en jafnframt mætt því með skilningi á eigin aðstæðum og getu.
Eftir að amma mín féll frá þá fannst mér líf mitt og tilvera hrynja, söknuðurinn var svo sár og lengi vel í nokkur ár vaknaði ég oft upp á næturnar eftir að amma mín birtist mér í draumi, og ég fann þá hversu sárt ég saknaði hennar eftir slíka drauma. En eftir því sem frá hefur liði hef ég komist yfir þennan sára söknuð, en það líður samt ekki sá dagur að einhverju leyti er mér hugsað til atviks eða atburðar frá þeim tíma þegar amma mín var og hét. Innst inni á amma mín sérstakan stað þar sem minningarnar lifa enn.
Oft er sagt að tíminn læknar öll sár, og að vissu leyti má segja það, en minningin um hana lifir með mér alveg fram á síðasta dag, um hlýja, nærgætna en umfram allt óeigingjarna ömmu sem fórnaði sér í þágu mína svo ég gæti notið atlætis og hlýju og umfram allt öryggi í lífinu.
Kv
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.