8.7.2007 | 11:20
Que/Hva/What
Hilsen:
var smá tíma að hugsa um þessa fyrirsögn. En hún er tilkomin af því að undanfarið hef ég verið að horfa á niðurhalaða þætti um Hótel Tindastól, með John Cleese í aðalhlutverki sem kúgaður og stressaður hótelstjóri á einhverju sveitahóteli. 'A þessu hóteli starfar þjónninn Manuel, sem er frá Barcelona og kann aðeins örfá orð í ensku. Manuel til hróss má segja að hanner alltaf tilbúinn til að bæta við enskukunnáttuna, en það er svona upp og ofan. En Manule bætir úr enskuleysinu þegar hann skilur ekki hvað verið er að segja þega hann hallar undir flatt, horfir á viðmælanda sinn, og segir á sinni ylhýru spænsku, Que, eða í beinni þýðingu, Hvað?
Að horfa á þessi þætti er alger snilld, og ég er mikið að spá í að hala niður Staupasteini þáttunum á næstunni. Eða Cheers sem þekkja þá betur undir því nafni.
Nú, en manni líður ekki ósvipað og Manuel þegar maður er að myndast við að tala dönsku að þá er maður oftast nær einsog Manuel, þegar maður segir Hva, eins og daninn segir í tíma og ótíma sjálfur. Oft skilur maður ekki alltaf hvað daninn er að segja á sinni kartöflutroðnu dönsku máli, en eins og Manuel þá hlusta ég grannt eftir, og næ oftast orðunum. Það hefur gagnast mér fram að þessu.
Nú, en svo er það líka annað mál að ég er smátt og smátt að komast að því, eftir öll þessi ár, vinnandi eins og forku þetta 12-15 tíma á dag, viku eftir viku, ár eftir ár hefur "skaðað" mann allverulega. Eflaust vísindalega sannað, en eitt er víst, til lengri tíma séð ekki eins gott. En málið er það að loksins er vinnan í svitasjoppunni farin að aukast frá þetta 4 tímum upp í 8 tímana, og fyndnast af öllu, er að maður er algerlega búinn eftir daginn, þrátt fyrir að vera harðjaxl af klakanum. En svo afturámóti er öll þessi vinna frá 'Islandi farin að skila sér í því að maður er vanur að vinna jafnt og þétt, miðað við danann, sem er voðalega mikið háður pásu kerfinu. Og svo vill daninn ekki vinna alltof lengi heldur. Dæmi um það er að þegar ég er búinn að vinna á mánudögum og hjóla niður í ræktina, þá eru flestir farnir heim klukkan sex, vilja njóta dagsins. En þá kem ég eftir langan dag hjá Lasse og svo í svitasjoppunni, þá kem ég og tek á því. Enn eitt dæmið er það að flestir eru búnir að klára innkaup sín eftir klukkan 4 í Nettó og þegar ég versla þar í kringum 7 eða 8 um kvöldið er verslunin tóm, ekkert stress.
Þannig að það er margt ólíkt í kýrhausnum hér sem og heima. Að mörgu leyti þægilegra að klára 8 tíma vinnu og fara heim og njóta dagsins. Sitja úti í sólinni, drekka einn ódýran bjór og slappa af, það er bara bónus eftir það sem er á undan gengið. Eflaust er maður orðinn ansi danskur í sér, svei mér þá.
Hilsen
Hi from Gilly:
Lately I have been watching some old programs that I have downloaded, called Fawlty Towers with John Cleese as the owner and hotel manager of a country hotel, where everything seems to be going the wrong way. In his service he has a waiter from Barcelona, called Manuel, who despite his lack of english, makes it up by saying Que, when he doesnt fully grasp what is been said to him by his boss or the guests. These programs are the most funny ever and many times I have been screaming of laughter.
In a way I kinda feel like Manuel when I am trying to speak my danish here, because when I dont understand what the average dane says to me with his potato choked danish, I say Hva, which the danes use constantly in every start and end of conversation. This I do to compromise and also to try to understand what is being said. So far so good it has managed to make me understand what is being said, it slows down the dane speaking to me.
Well finally my work has been picking up from 4 hours up to 8 hours of work, which is good. For a person like me that is used to 12-15 hours work a day, every week and for years, going from 15 hours a day to 8 hours is a great change. In a way it has kinda "damaged" me because I am so used to work, and working 8 hours a day takes a little time to accept. But also it is in my favor having worked like this through the years, because I am more work oriented than the dane who is more used to taking breaks, and not working too long, so they can enjoy the day after work.
This I can feel when I finish work, and go to the gym and work out, in a empty gym, because the danes are gone home to, and also when I go to Netto around 7 or 8 it is empty besides the staff, this is because the danes finish shopping after 4 . SO in a way this lifestyle is in many ways different from the lifestyle I am used to from Iceland.
It feels good to be here, and when coming home, sitting outside and just drinking a beer in the sunshine and just relaxing after a nice day at work, that makes my life worth while.
Bye from Gilly
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.