Leita í fréttum mbl.is

Revíuupptökur/Comedy acts

Hilsen:

Það er laugardagur, 16. júní. 'Eg og Valon, sem vinnur með mér hjá FamiliKanalen erum mættir á brautarstöðina í Esbjerg. Við erum á leiðinni til Brörup, til að hefja tökur á videóatriðum sem notuð verða í revíunni í Brörup í ágúst. Það er rigning, og er spáin á þá leið að rigning verður um helgina. Þegar til Brörup var komið var Lars Wagner, einn aðalsprautan í hópnum ekki mættur til að sækja okkur. Það var Lars Wagner sem réði mig í vinnu framyfir tvo aðra.

Eftir smá bið mætti lars og framunda var "falin" myndataka í SuperBrugsen, sem er Nóatún Danmerkur. Þar stóð til að vera með falda myndavél þar sem flöskumóttakan er og til hliðar við hana er ruslaop þar sem menn troða inn ruslpaoka undan dósum og fleiru. 'I góða tvo tíma náðum við aðeins að festa  tvö aðila að losa sig við ruslapoka. Tilgangurinn með þessu var sá að um leið og menn stinga hendi innum lúguna með ruslapokann, þá beið Lars Wagner eftir því að grípa í úlnlið viðkomandi og þakka fyrir með hvellu "tak sá meget" á dönsku. Tveimur var brugðið en ekki svo þegar Lonne, sem er í hópnum þusti fram og útskýrði tilganginn með þessarri uppákomu og um leið hvort allt í lagi væri að nota þessi myndskeið á revíunni sjálfri. Það var sjálfgefið.

Eins og fyrr segir var innkoman rýr og því var ákveðið að filma næsta atriði, sem hafði vinnuheitið, Purple Rain. Hér er um að ræða í annars svo fallegum og hugglegum bæ, er út við endarjaðar bæjarins hús málað í fjólubláum lit. Því fannst nefndarmönnum tilkomið tækifæri að taka húsið fyrir með einu frægasta lagi Prince, Purple Rain. Hugmyndin var sú að nenfadarmenn stilltu sér fyrir utan húsið og myndu síðan, "mima" lagið sem yrði síðan bætt við í fullum tóngæðum. Það hentaði ágætlega að rigningin stóð yfir þegar upptakan átti sér stað. Eigandinn  sjálfur sást bregða fyrir í glugganum.

Að lokinni töku, var brugðið sér á næsta stað, sem var endurvinnslan, en þar stóð til að filma falda myndavél. Svipað og me SuperBrugsen þá var umferðin frekar lítil, þannig að tökum var hætt, og í staðinn farið heim til Lonne og Lars, þeir eru þrír í nefndinni sem heita Lars. Svolítið ruglandi, svipað og Jón heima á 'Islandi.

Þegar heim var komið til þeirra í flott og nýuppgert danskt bóndahús með lóð og bakgarði, og sest við eldhúsborðið kom eiginmaður Lonne, rétti mér brúnt umslag og bað mig að skrifa 1000 með tölustöfum og síðan bókstöfum. Mig grunaði að þarna væri verið að "tjékka" hversu góður ég væri í skrifaðri dönsku, og svo þegar Lars bað mig að skrifa nafnið mitt undir þá fóru nú að renna á mig tvær grímur, þegar Lars opnaði umslagið og rétti mér 1000 danskar. Þetta kom þægilega á óvart, þar sem vinna mín við revíuna er hugsuð sem sjálfboðaliðavinna, einu greiðslurnar sem ég fæ eru ferðirnar fram og tilbaka. 'Eg var eins og eitt spurningamerki og Lars, eiginmaður Lonne, sagði að þetta væri fyrir útlögðum kostnaði, sem fram að þessu hefur verið þrjár ferðir til Brörup, til skrafs og ráðagerða varðandi revíuna.  Þau brostu og sögðu að þetta væri hugsað sem vinnupeningur, og í lok sumars fengi ég aðra upphæð. Mitt hlutverk væri að halda saman nótum og slíku.

Valon sem kom með mér sem aðstoðarmaður, fannst mikið til koma að vinna að þessu verkefni og vill endilega óður og uppvægur vera til aðstoðar við tökur og klippingu á efninu. Hann vonast til að vera með mér innanhandar þegar revían verður sett á svið í ágúst, enda nóg að gera þá.

Þegar heim var komið til Esbjerg vorum við Valon orðnir þreyttir, svangir. Fengum okkur skyndibitafæði og eftir einn öllara á uppáhaldsbarnum mínum var haldið heim á leið. 'EG var varla kominn í heyranda hljóði nálægt  kollegium þegar ég var minntur á það að nú stendur yfir til klukkan 12 í kvöld, 80´s ball í skóginum. Þegar hafa Paul Young, T'Pau, Belinda Carlisle, Alphaville og einhverjar danskar hljómsveitir þvílíkt hækkað í græjunum að það er með öllu ómögulegt að hlusta á svo mikið sem útvarp eða sjónvarp, nema þá til að hækka í græjunum. Lokahnykkurinn á ballinu verður þegar Nena hin þýska stígur á svið og syngur hinn eina og sanna smell, 99 Luftballons á miðnætti. Því að borga 425 danskar þegar maður fær þetta "live" inn um svefnherbergisgluggann?

Hilsen

HI from Gilly:

Today was the first day of the video project that I was hired to work on as a video assistant. This is for a comedy act that will be staged in august. Me and Valon, a fellow worker from FamiliKanalen, went to Brörup today to film some sketches. One of these sketches involved being behind when people throw away their plastic bags after putting their cans in the recycle machine. When they reach inside to throw the bag into the bin, the plan was that Lars, one of the group members for this comedy would grab their wrist and say loud and clearly in danish, thank you. Unfortunately we only managed to film two persons when Lars grabbed their wrist. So after two hours of waiting we went to the next scene, which is the town´s most gruesome house, painted in the purple color. There we made a musicvideo, where, the song from Prince, Purple rain was played  in front of this house, and the committtee,  mimicking the song. It went well and fortunately we got some heavy rain while filming this. We were pleased and headed to the next destination place, which was the  trash yard, where they wanted to have a hidden camera. Unfortunately, yeah once again not many came to get rid of their trash, so we ended up calling it quits there. After a few beers at one of the groups members house, me and Valon headed back to Esbjerg, only to find out that half of the town was attending a 80´s festival, so when I came home to my kollegium, it felt that T'Pau, Belinda Carlisle, Alphaville and some other bands were just playing beneath my window. The festival will end around 12 tonite, when Nena from Germany will sing her most famous song, 99 luftballons.

SO why pay 425 dkr when you get it free?

Bye from Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband