Leita í fréttum mbl.is

Hverfult/Strange

Hilsen:

Allt er í heiminum hverfult í dag. Einn daginnn er ekkert nema meðbyr og svo þann næsta er kominn mótbyr. Enda væri lífið eflaust hundleiðinlegt ef það skiptist ekki á skin og skúrir. En nú bregður svo við að væntanleg gifting bróður míns hefur verið slegin af og þau hjúin hætt saman. Mér fannst kærasta systir mín væn og hugguleg og leist vel á ráðahaginn. En nú hefur væntanlegu brúðkaupi verið slegið af. Þannig að enn á ný breytast plön mín varðandi heimsókn á klakann. En sjáum hvað verða vill. maður hefur nú enn sterkar taugar til klakans, þó að heimþráin sé ekki alveg að plaga mann. Nóg að bíta og brenna hér eins og er og ekkert brottfararsnið á mér.

Um daginn var ég að skrifa á blogginu um taugar mínar til Flateyri og varla var "blekið" þornað þegar rekstraraðili Kambs til margra ára hættir allri starfsemi frystihússins á staðnum. Maður skilur sjónarmið hans og um tíma sá ég fyrir mér að menn myndu hrökklast frá staðnum og dreifast um byggðir landsins, en svo bregður til betri vona og frá 'Uganda kemur einn af sonum Flateyrar og kaupir alla starfsemina, að vísu án kvóta, en nú skilst manni að stjórnvöld ætli loks að gera eitthvað í málinu. Skrýtið að þau hafi ekki brugðist við fyrr. En það er ekki neitt nýtt, oftast nær brugðist við þegar allt er í óefni komið.

Nú en svona er það. Nú er maður að berjast við það, að hafa eitthvað fyrir stafni, það er þegar maður hefur gengið í skóla í hartnær 9 mánuði og aðlagast venjum og hefðum skólanáms, þá er það orðinn svo mikill hluti af daglegu lífi manns. Og einhvern veginn núna fær maður samviskubit yfir því að vera ekki að læra eitthvað, lesa eitthvað eða gera eitthvað. Veit ekki hverning nemendur til margra ára fara að, en  þessi hérna í Danmörku er svona aðeins að slaka á klónni áður en blásið verður til leiks á ný, að semja skýrsluna  með stæl.

Að lokum hér er linkur á síðu um skemmtilegan sumarleyfisstað. Hér er linkurinn: www.visitboracay.com  Kíkið á þetta.

Hilsen

Gilli

 

Hello from Gilly:

Nothing stays the same, everything changes rapidly. My brother who had plans of getting married  with a very nice and charming girl, has decided not to get married. So now he and his former girlfriend are separated. Sad to sasy, but that is the roll of the game today. I had plans of visiting Iceland to attend his marriage, but that has changed of course. So it looks like I will have to do some planning again.

Also the other day I wrote about my feelings towards a small town community that i  lived in when I was in my thirties something. Awhile ago the fish factory was closed and it seemed that the inhabitants would move away and leave the place to be a ghost town. But then one of the towns inhabitants, who had moved to Uganda to work there for a fish company came back and bought up the companys assets, without the fish permits, and saved the town community from going down the drain.  I had plans of going there in my old age and just spend days walking at the shoreline and listening to the tide and just enjoying life.

So maybe after all it will be a reality. Talking about reality, I have gotten so used to be in school, having a deadline and being busy. Now that is over for the time being, and then suddenly I feel like having a bad conscience of not doing anything worthwhile, like studying or reading of something interesting. But maybe I need the rest before starting work on the report.

At last here is a link to a interesting vacation spot in the phillippines, here is the link www.visitboracay.com  Take a look at it, it is interesting.

 

Bye for now

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband