Leita í fréttum mbl.is

Niðurstaðan

Hilsen:

Stundum er heimurinn dans á rósum, veit ekki hvaða spekingur dansar á rósum, það er ekki geðsleg sjón eftirá. En svona til að slá af léttari strengjum yfir á þá alvarlegu, þá fóru leikar þannig að við Olav vorum felldir. Kennarar okkar voru ánægðir með flest allt hjá okkur, nema skýrsluna hans Olav. Þegar ég sá skýrsluna hans, þegar hann afhenti hana þann 30-5 síðastliðinn þá runnu á mig tvær grímur. Svona eftirá þá minnti þessi skýrsla mig á svörtu skýrslurnar frá Hafró, með stríðsletrinu og upphrópunarmerkjum og frekar sundurlaus, og þar að auki aðeins 7 síður, þegar talað var um 18 síður og gott betur. Þegar ég innti Olav eftir þessu, af hvejru hann hafði hana 7 síður en ekki 18 eins og talað var um, þá kom upp í honum þessi "rebel" sem hann er, alltaf á móti því að aðrir segji sér til og þar fram eftir götunum. 'EG hafði það á tilfinningunni að þessi skýrsla hans myndi svo sannarlega fella okkur, og viti menn það gerði hún með stæl. Þannig að maður getur sungið, Fallinn með 4.9, en bætt svo við, kallinn er samt kominn á stallinn. Læt þetta ekki buga mig, allt mótstreymi er af hinu besta. En að fenginni reynslu, þá vinn ég ekki framar með Olav vini mínum, gott að eiga hann að, hann hefur staðið sig þar með prýði, en hvað varðar vinnu og samstarf, þá er þetta ekki hans besta útspil. Þannig að nú er því samstarfi lokið frá minni hálfu og þeir sem þekkja til mín vita að ég er alger þrjóskuhaus þegar á við. Það mun standa svo lengi sem verða vill. Er reyndar ansi hræddur um að Olav hafi verið felldur, enda lærði hann ekki teoríuna, lærði aldrei gagnagrunnsgerð, skilaði aldrei af sér verkefnum, og eiginlega mætti til að hala niður hugbúnaði til að nota heima hjá sér. 

En eins og endranær, þá er ljós í myrkrinu, og þaðl ljós boðar endurupptöku prófsins í ágúst, til stóð að skila af sér þann 18 júní, en því hefur verið seinkað fram í ágúst. Sem er bara hið besta mál, þá gefst bara fínn tími til að fínpússa allt, og einnig betrumbæta allt klabbið, svona til að virkilega heilla liðið. En þetta mun ég gera einn.

Jæja, en annars er maður kominn á fullt í vinnu, er að vinna núna á morgnana hjá Lasse, var að klippa saman viðtal og fór svo og myndaði efni tengt viðtalinu. Er síðan byrjaður að lyfta í olympískum lyftingum, var byrjaður á því fyrir próf en það fór lítið fyrir því á meðan á prófi stóð. En núna hefur maður tímann til þess. Og svo er Danmörk svo flott núna, sólin skín, píurnar eru í komnar í  sumarklæðnaðinn og allt blómstrar með sólinni, hitastigið komið upp í 23 gráður og rakinn eftir því.

Yndislegt.

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband