Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta törn búin/First step done

Jæja hilsen og skál:

Ekki það að maður sé kominn á fljúgandi fyllerí, en manni dauðlangar reyndar að skála í bjór eftir síðustu viku. 'Ohætt er að segja að sú vika hafi verið alltof fljót að líða með tilliti til prófverkefnsins, og svo reyndist hún vera viðburðarríkari vika en nokkur önnur. Til að gera langa sögu stutta, þá má eiginlega segja að í síðustu viku hafði ég upplifað það, annarsvegar að ígerð komst í skurðinn, sem kostaði ferð upp á spítala, og eftir að hafa krukkað í sárið kom í ljós að það þurfti ekki að bregða mér aftur undir danskt hnífsagarblað. Varla var ég búinn að fagna þessum fréttum og kominn á flug aftur við hönnunina, þegar ég lendi í því að vakna á fimmtudagsmorgni, algerlega raddlaus og með þvílík eymsli í hálsinum, að þegar ég tuggði mat þá var það þolraun. 'Eg hef greinilega fengið einhver andstyggðar vírus, því að nú loks get ég mælt mannana mál án þess að gretta mig. Inn á milli þessarra stórhríða var svo verkefnisvinnan við vefsíðugerðina, sem einnig tók á hvað varðar samstarf okkar Olaf, en hann lét sér hvergi bregða og má eiginlega segja að hafi tvíeflst við hverja raun, enda skiluðum við af okkur í dag, svokallaðri prototýpu, eða hugmynd okkar um vefsíðuna. Þannig að samstarfið hjá okkur gekk ansi vel, enda höfum við rifist og skammast og alltaf sæst aftur, og síðustu dagar höfum við ræðst oftar við en á heilu ári. 

Nú er framundan gagnagrunnsvinna, hreyfimyndagerð og svo skýrslugerðin í lokin. Allt þetta höfum við skipulagt út í ystu æsar, og erum við nokk sáttir við vinnu okkar.

Inn á milli hefur maður komið heim, í "hellirinn" sinn, sest við hönnun og öðru hvoru skotið sér fram í eldhús til að narta í eitthvað.

Sé það á blogginu að lesendum mínumhefur fækkað verulega, og bið ég þá dyggustu afsökunar, en satt að segja er frá litlu að segja nema því að vel miðar áfram og núna er lokaáfanginn framundan, og það þýðir enn meiri vinnu fram að 30 maí.

Læt þetta nægja að sinni.

Kv

Gilli

 

Hi from Gilly:

Well I see my most faithful readers have aborted me, and I can understand why. This last week has been a very tough week, and for a while I thought I was going through the same situation I had before my operation in january. Suddenly I felt this huge pain in the same place as the operation had been done. I rush to the hospital to find out that there is a infection in the scar and it needs to be healed, with every day visit to the clinic for a while. That was a relief, I was foreseeing of going into the same process of lying home for 3 weeks, without job and just going crazy. Fortunately that didnt happen, and I managed to start work again on my website. The another "crisis" hits me on thursday when I wake up, without a voice, and my throat hurting like I had swalloved an apple. I have slightly been recovering from this, and now I can finally speak without having to wipe my eyes of tears.

So me and Olaf, my team member have been really busy, and while I have been having my crisis era he has just kept on working,  and the last days have been hectic, with small quarrels, disagreement, but still we managed to make a damn good website prototype and turn it in today. Now what lies ahead is filling the website with contents, images, links and so on, and then we have to add a database, flashmovie and write the report for this. So for the next 10 days or more it seems that I will not be very visible on my blogsite.

I hope that you who know me will keep your faith in my, and after this is over I will starting writing again, so long as my hand doesnt fall off, next.

Until late

Bye

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband