Leita í fréttum mbl.is

Sólæði/Sunshine fever

Hilsen:

Jamm, það er víst rétt, sólæði er runnið á mann. Þær eru orðnar ansi margar stundirnar sem maður eyðir hérna fyrir framan kollegiium á hverjum degi með námsbók í hendi, í stuttermaskyrtu og stuttbuxum og reynir að fremsta megni að lesa námsefnið. Enda ekki seinna vænna, þetta er síðasta vikan okkar í skólanum. Nú er komið að dómsdegi, nú verður reynt á hvort maður hafi lært eitthvað í vetur. Manni finnst maður hafa lært heilmargt, og fært sér það í nyt, en það verður bara að koma í ljós. Maður er samt efins um suma í bekknum sem hafa aldrei skilað svo miklu sem bréfsnifsi af verkefni. Yrði hissa ef þessir sömu einstaklingar verða með á 3 önn. En ok, ekki meir um það.

Annars er maður búinn að vera alveg hræðilega latur við skriftirnar að undanförnu. Eins og fyrr segir, maður kemur heim eftir skóla, fær sér nokkra brauðsneiðar,  fer í sólargarmana, sest út og svo situr maður og kannski lendir á kjaftasnakki með Janko eða Marinu, vinum mínum frá Slóveníu, um viðskipti og sitthvað fleira. Er reyndar að veita þeim"ráðgjöf" varðandi verkefni sem þau þurfa að skila af sér eftir 4 vikur. Allt  verkefnið er á ensku, sem er ekki beint þeirra sterkasta hlið, en hefur batnað mikið til muna síðan þau komu. Síðan eru þau ekki alveg eins seig við að leita að upplýsingum á google og öllum þessum leitarvélum. En þetta hefur smám saman komið hjá þeim. Við höfum haldið hópinn nokkuð vel, og á föstudögum skroppið á nýja barinn í nágrenninu sem er smekklegri og skemmtilegri að heimsækja en barinn hér í kollegiium sem er reyndar lokaður þar sem menn þrífa aldrei eftir sig. En það er alveg ferlegt að spila við Janko í billjarði, fótbolta eða borðtennis, hann er alger Forrest Gump, skorar alltaf. Enda segir hann sjálfur að hann hafi lítið gert annað en spilað öll helstu spil heima í den.

Þau verða hér fram til 15 júní eða júlí, eru á svokölluðum skiptinemafyrirkomulagi. Eins og nýji hópurinn af kínverjum sem er í næstu skólastofu við hliðina á minni. Þegar maður er að reyna að vinna í tölvuherberginu  eftir tíma, þá fær maður ósjálfrátt á tilfinninguna að maður sé kominn til Kína. Kínversk tónlist, kínversk msn tákn, og svo hjala þeir og mala endalaust. Enda heitir tölvuherbergið ChinaTown.

Fyrir áramót var kínahópur hérna sem skildi varla stakt orð í ensku, og aðeins úr hópnum var með tungumálatölvu og þýddi fyrir hópinn. Það skilur náttúrulega enginn hvernig þeim tókst að "smygla" sér hingað á þessum fölskum forsendum, en opinberlega skýringin er sú að einhver í Kína hefur fyllt út umsóknareyðublöðin

Jamm, en jæja, kominn tími á smá greinakorn. Var að vinna um daginn að bæklingi í þemavikunni okkar um þýsk eðalvín og tilraun til að markaðssetja þau í Danmörku.  Aflaði mér fullt af heimildum um vín og sitthvað fleira til að setja í bæklinginn okkar. Vann bæklinginn með Elias, þar sem Olaf virðist hafa sagt skilið við námið að sinni. Fór eins og mig grunaði að hann er að heltast úr lestinni. Synd. En allavegana þá unnum við þennan fína bækling í fínu samstarfi ég og Elias. Meðal efnis em ég aflaði mér var um ýmsa siði um þjóðverja.

Tökum sem dæmi giftingar:

'I Norður-Þýskalandi virðist sá siður tíðkast að á meðan brúðhjónin eru í kirkju, þá læðast vinir og  vandamenn til heimilis væntanlegra brúðhjóna og þegar brúðhjónin koma heim þá mega þau eiga von á því að finna húsgögnin sín á þakinu og búið að hlaða fyrir dyrnar drasli þannig að þau komast ekki inn. Þeirra fyrsta verk er því að finna eitthvað til að komast inn í húsið og fara síðan í þann leiða starfa að hreinsa þakið af húsgögnum, oftast nær í gegnum eitthvert gat í þakinu.

Annar er sá siður að fólk fer með diska út á götur og brýtur þá, og stuttu seinna kemur væntanlegt brúðkaupspar með kúst í hendi og reynir að sópa saman glerbrotunum. Þessi siður gengur út á það að brjóta gamla diska fyrir brúðkaupið og ef parinu tekst að halda í við á meðan það stendur eiga þau gifturíka framtíð.

Og svo kemur þessi siður, en hann er sá að á meðan  giftingu stendur er brúðinni rænt af besta manninum og  aðstandendum og farið með hana á næsta bar, og þangað verður brúðguminn að koma og "bjarga" henni og jafnframt borga barreikninginn um leið.

Skemmtilegir  siðir, það vantar ekki.

Gilli

Hi from Gilly:

Well I have turned into a sun maniac. The sun has been shining here for the last five days or so, and the temperature in the 20 or more. So usually the program has been that after classes I come home, change into my t-shirt and shorts, sit outside and try my best at reading my lectures. Usually I manage but then it gets tempting to just lie in the sun and get some tan. Which I have managed so far so good, but I am starting to look like a lobster that the sea rejected.

Alongside this I have been helping out a slovenian couple, Janko and Marina with their assignment in class. It is in english and their knowledge of english is very limited, but it has gotten better. So we tend to sit outside, enjoy a beer, talk about business and do some work.

They will be here until june or july and then leave to Slovenia. So I can add that country on my list of countries to visit after my education here.

But if Janko and Marina know little in english, then the new group of chinese that is dominating the second floor where I have my classes, can hardly say help in english,. For the past week or so it has been like chinatown in the graphic room where our computers are, chinese music, chinese signs on msn and then the clutter of chinese talk.  They are very polite but it is very difficult to talk to them. There was an ongoing story about a chinese group that came here a year ago, couldnt hardly speak any english, and the official story was that someone had done all the papers for them stating that they could speak english, and so they got accepted and came to Denmark, and when in class they just sat and watched the teacher and uttered hardly a word. Only one in the group had a language computer with her and translated all the material for the class. Strange to say the least. But that group also fucked up the computers at school, and it seems that it is ongoing now too.

Well, I have been busy working on a marketing plan for our theme, related to importin german wine, especially red wine to Denmark. We did a good brochure and I did the text and research work. While doing that I came across some strange marriage habits they have in Germany.

Here are some examples:

While the groom and the bride are getting married in church, some of their friends will sneak home to their home, put all the furniture on the roof and barricade the way to the entrance. So when the happy couple come home, they have to clear the barricade and then take the furniture of the roof  from a hole in the roof.

Another custom is to take old dishes into the street and break them. Usually a young couple, of the wedded to be will be seen with a broom trying to clean up the broken dishes. The custom is that to get rid of old dishes and if the couple manage to keep up with broken dishes and cleaning them up, the will have a good marriage absed on cooperation.

And the last custom is to steal the bride away in the reception, to a local bar, and the bride has to go there and "rescue" her and pay the bar bill in the way.

Maybe I will get married in Iceland, more simple over there, but more americanized at the moment, sorry to say.

Bye for now.

Gilly 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband