Leita í fréttum mbl.is

Heimþrá

Hilsen og gleðilega Páska.

Jæja, þá er annar í páskum og maður er að "chilla" eins og svala liðið segir. Var að horfa á myndina "Borat" með Sacha Baron Cohen, sem skapaði hina óendanlega fyndnu persónu, Ali G. Maður lá stundum í krampa í heila viku við að horfa á þessa þætti á ríkissjónvarpinu. Og Borat veldur sko engum vonbrigðum, langt í frá. Maður er búinn að vera nánast með sultuhring hringinn í kringum munninn eftir að hafa horft á uppátæki hans, og fyndnast af öllu er hvernig hann leikur á liðið. Sylvía Nótt er bara fjarlæg stjörnuþoka miðað við Borat. Eftirminnilegast eru atriðin þar sem hann syngur þjóðsöng Kazakstan á ródeó keppni, þar sem hann annarsvegar hyllir stríð Bandarríkjamanna og dregur svo dár af þeim í þjóðsöngnum. Atriði eins og þar sem hann fer í boð hjá snobbliði og hneykslar viðkomandi með ummælum um fávita og svo þegar hann kemur með skítinn úr sér eftir að hafa brugðið sér á klósettið, og best af öllu þegar mellan sem hann bauð í samkvæmið mætir, þetta toppar allt annað. Maður skemmti sér alveg konunglega yfir þessu.

En hvað haldið þið, haldið þið ekki að sá gamli er farinn að þjást af heimþrá. Að vísu ekki mikilli, en samt ákveðinni löngun til staðar, sem ætið hefur verið honum hugleikinn, og um tíma var meiningin að slá rótum þar niður og enda sex fet neðanjarðar að lokinni vist hér á jörðu. Er maðurinn að tapa sér? Okei, ég hef sagt og skrifað í pistlum mínum, undanfarna 9 mánuði sem ég hef búið hérna í Danmörku, að heimþrá er eitthvað sem ekki hefur plagað mig. En eftir að ég kíkti á umrædda heimasíðu, flateyri.is og datt inn á síðu Palla Önna, sem býr á flateyri, hér er linkurinn. http://www.pallio.net/ ,

Eftir að ég skoðaði myndirnar hans Palla, sem eiginlega tók við af mér í myndatöku, eftir að ég flutti þaðan, og hefur staðið sig 200falt betra en ég,  og sá öll kunnuglegu andlitin, eins og Sigga hafberg, Láru, Þórð, 'Ola Popp, Önna, Halldór, og fleiri gamalkunnug andlit, sem enn lifa í minningunni um liðinn tíma, og minningarnar eru ennþá til staðar um þann tíma, þá get ég svarið það að mig langar svo sannarlega að enda ævi mína þar.  'Eg veit ekki hvað það er sem veldur þessu, en allt frá því réði mig þangað í vinnu sem átti að standa í hálfan mánuð en varð að fimm árum, þá hef ég alltaf borið hlýjar og góðar tilfinningar vestur og þá til Flateyrar. Maður varð svo fljótt innlimaður, þekkti orðið alla með nafni, og ekki var það verra að maður lenti strax í hlutverki fréttaritara, og var því oftast nær alltaf að "hnýsast"  um hagi fólks með grein eða frétt í huga. Mér var vel tekið strax í upphafi og hef ætíð fundið fyrir því síðan að ég væri "Önfirðingur" þó ekki hefði ég réttinn til að bera þann titil nema að hafa alist þar upp og búið alla mína hunds og kattarævi.

Og hvað er svo sérstakt við Flateyri að ég vilji eyða restinni af ævinni þar? Veit ekki hverju svara skal, en kannski er þetta svipað og maður hittir konu, sem er kannski ekki fyrir augað, en hennar persónuleiki og innri maður er svo miklu meira en ytri útlit, að það skiptir meira máli en þessa útávið fegurð. 'Eg hef alltaf sagt að eftir að ég flutti til Flateyrar, að þá loks hafi ég "fundið" minn innri kjarna, en fram að því hafði ég verið frekar stefnulaus. Að vísu tapaðist sá kjarni um tíma eftir að hafa flutt frá Flateyri til Reykjavíkur, enda leið manni ekki ósvipað eins og Borat sem er vanur að umgangast sína heimamenn, þekkir þeirra kosti og kvisti utanbókar. Svipað var upp á teningunum með mig og Flateyri. Þar eignaðist ég 200 manna "fjölskyldu" sem ég hitti daginn út og inn, í vinnu, á Vagninum og svo þegar maður tók þátt í því sem var hverju sinni í gangi.

Þess sakna ég, að tilheyra hópi af fólki sem skilur lífsbaráttuna miklu betur en þeir sem ekkert þurfa að hafa fyrir henni. Þar er sjálfsbjargarviðleitnin í hávegum höfð og þar skiptir maður máli í samfélaginu. Besta dæmið er Lýður læknir, Palli Önna, Önni, Guðbjartur, Björn Ingi og margir fleiri sem hafa skipt máli fyrir samfélagið.

Mínn draumur er því sá að þegar lífsstreðiðinu lýkur og ekkert annað eftir en annaðhvort að melda sig í vist á elliheimilinu, að þá muni ég enda ævi mína á Flateyri, hlustandi aftur á sjávarniðinn, fuglana, kíkja til himins eftir veðri, og ganga um ströndina, og njóta þess að vera til, enn á ný á réttum stað í lífinu..

Hilsen 

Gilli 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband