Leita í fréttum mbl.is

Glaðleg þynnka/Happy hangover

Hilsen:

Jæja, maður skellti sér á tónleikana með BliGlad í gær, og sannast sagna eru þetta stystu tónleikar sem ég hef farið á, í allt 15 mínútur. Nú spyrja menn hverju sæti, jú ástæðan er einföld og verður sögð hér í sem stystu máli. 'I fyrsta lagi er ég íslendingur, og þegar maður fer á tónleika heima þá gerir maður ráð fyrir að tónleikarnir standi lengur en 15 mínútur. 'I öðru lagi "hitar" maður upp aðeins heima og fær sér öllara og tvo. Þetta er nákvæmlega það sem skeði, og reyndar gerðist það að ég lenti á smá fyllerí með foreldrum Izu, ein af mörgum pólskum stelpum sem eru hérna á heimavistinni. Foreldrar hennar voru að borða þegar ég kom inn í eldhúsið og áður en ég gat sagt svo mikið sem jæja var mér boðið upp á þenna fína bjór. Þar að auki eru foreldrar hennar Izu skemmtilegt fólk að tala við, og um tíma skemmti mamma Izu og bróðir hennar sem einnig var með í för sér yfir því þegar ég og Lecha pabbi hennar Izu gátum orðið skilið hvorn annan án þess að Iza túlkaði.  Þegar klukkan var farin að nálgast brottför mína og aðeins betur en það, kvaddi ég pólsku fjölskylduna, hoppaði á nálægt lánsreiðhjól og hjólaði niður eftir í Tobakken. Þegar ég kom þangað og sýnid útprentaðan miðann sem ég keypti fyrir 100 danskar, þá benti dyravörðurinn mér á það  að það væru aðeins eftir 15 mínútur af tónleikunum. Tónleikarnir sem byrjuðu klukkan 9 um kvöldið myndu semsé enda klukkan 10. 'Eg rétt náði að smella nokkrum myndum af dansglöðum dönum og satt að segja einni líflegustu hljómsveit sem ég hef verið á balli með, fullir af krafti og gleði. Og á slaginu tíu hættu þeir, jafnvel þó menn heimtuðu eitt lag enn, þá voru ljósin kveikt og menn tóku að tygja sig til heimferðar. Þetta var stutt. En þarsem maður er nú orðinn heimavanur, þá skellti ég mér í "holuna" mína, sem heitir Trappen og er vel falinn bar innaf göngugötunni. Þar heilsaði ég upp á nokkur kunnugleg andlit og eyddi þar kvöldinu þangað til ég fann að ef ég ætlaði að hjóla heim á lánshjólinu án þess að valda mér og öðrum skaða þá yrði ég að takmarka drykkjuna. En þegar heim komið þá sagði til sín drykkjan fyrr um kvöldið með Izu og fjölskyldu hennar og svo bardrykkjan, þannig að ég skreið upp í rúmið og sofnaði svefni hinna svefndrukknu.

Dagurinn í dag hefur verið týpískur þynnkudagur, gerði lítið annað en að glápa á framhaldið af Pirates of the caribbean, og gat ég ekki betur séð en að mynd númer þrjú sé á leiðinni. En sú spurning vaknar, hvort Johnny Depp leiki í númer þrjú, þar sem hann virtist hafa týnt lífinu í númer tvö. Sjáum til.

En annars, þá tekur maður helginni með rólegheitum. Hef nánast búið undanfarna daga niðri í FamilieKanalen, við upptökur og klippivinnu. Reyndar skeði frekar fyndið atriði á miðvikudeginum, þar sem til stóð að taka upp tvö viðtöl, og sá sem átti að mæta í fyrra viðtalið mætti ekki, þannig að Lasse þurfti að finna leið til að fylla upp í tímakvótann sem hann hefur varðandi útsendingu. Eftir að hafa klárað upptökur á síðara viðtalinu, spurði Lasse mig hvort ég væri til í að vera aðeins lengur, hann ætlaði að lesa uppúr bók til að fylla upp í tímarammann sem upp á vantaði, semsé 65 mínútur. 'I heilar 65 mínútur sat Lasse og las viðstöðulaust upp úr bókinni, og um tíma lá við að ég sofnaði á við að hlýða á lesturinn ef ekki hefði komið til lítil fluga sem gerði Lasse lífið leitt með því að snusa í kringum nasaholurnar hans og hann reyndi að  blása hana frá sér en ekkert gekk. Þannig að Lasse lét sig hafa það og las, og flugan sveimaði í kringum hann út alla upptökuna.

Jæja elskurnar, mér er reyndar farið að líða eins og vinsælli skáldsögu, þar sem lesendafjöldi minn hefur hækkað frá 90 upp í 158 manns á einni viku. Ekki veit ég hver ástæðan er, en ánægjulegt er það ef einhver hefur gaman af að lesa þessa pistla mína, sem enn sem betur fer eru ekki farnir að fjalla um klósettferðir eða hvaða tannkrem ég noti. Haldið því áfram að lesa þetta "andlausa" blogg mitt.

Kíkið á myndirnar í næsta bloggi mínu. 

Gilli

Hi from Gilly

As beforesaid I went to a concert with the danish reggae band called BliGlad, but I only managed to get 15 minutes of listening to them. The reason to that is because that before I left I sat down to eat with Iza parents, she is one of many polish girls here, and her parents were her for a visit. I was offered a polish beer, and after a couple of these beers I saw I was running late, so I jumped on my bike and biked down to Tobakken. When I came there I found out that the concert which had started at nine would soon be over around ten. So I had like 15 minutes to enjoy the best of BliGlad. Maybe this is related to that I come from Iceland and there concerts last longer than one hour, because the bands know there that people are coming to have good time for more than one hour. So either these guys in BliGlad only have 5 songs on their sheet list or they have gotten so famous that they dont need to play longer than an hour.

But afterwards I decide to go and drink my "sorrows" in a nice dive nearby, a bar called Trappen, where the drinks are cheaper than average and the music and atmosphere is really relaxed. There I sat and had a couple of drinks and not to repeat what happened to me after last years pubcrawl I bicycled home a "straight" line, without even meeting a police car. When I came home I was kinda wasted after drinking with Iza parents, so I hit the bed and woke up this morning feeling really hung over, but in a nice way, so I just have spent the day, reading and reorganizing my room. Now I have a refrigerator, a vacuum cleaner, and actually I dont have any more space to fill up with stuff, so thats it  until I move out to a bigger apartment.

Well my dears, I feel like a popular library book, my reader has gone up from 90 to 158 per week, which is nice. I am always wondering why people like reading my blog, to me it is just a method to do wind off the week and its happenings. But still nice if people like reading it anyway.

So until later my friends. Happy Easter. Take a look at the pictures in my next blog.

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband