Leita í fréttum mbl.is

Hann Olaf

Hilsen:IMG_4434

Jæja, dagur að kveldi kominn. Hitamolludagur, hitinn eflaust farið uppfyrir 15 stigin. Við Olaf tóku daginn snemma, hann var mættur um hálfeittleytið, vill sofa út á sunnudögum, eins og undirritaður. Var reyndar að lesa um daginn, að danskt atvinnulíf hygðist taka tillit til bæði A og B persónuleika. Fyrir þá sem vita það ekki, þá eru til tvær manngerðir af mönnum, A menn(ekkert tengt AA) sem eru vaknaðir fyrir allar aldir á morgnana, búnir með morgunverkin og komnir af stað í vinnu, og þegar heim er komið, komnir í svefn fyrir klukkan 11, og þá búnir að afreka margt, með morgunhanalíferni sínu. Svo eru það B mennirnir(ekkert skylt við Framsókn) sem eiga í mestum erfiðleikum með að lyfta augnlokunum, fyrr en seint og síðarmeir, svona uppúr klukkan 9 eða 10, og eru oftast þá búnir að vera að vinna langt frameftir í tölvunni, eða einhverju mjög mikilvægu, t.d námi. B menn  hafa oftast nær aldrei hlotið náð og tillit hjá atvinnurekendum sem telja það merki um mikinn veikleika að geta ekki vaknað á morgnana eins og allir aðrir og vera mættir á réttum tíma. Nú hef ég bæði verið A og B maður, og oftast nær tengt atvinnu. Verð að viðurkenna, að B lífernið hefur átt ágætlega við mig, er reyndar þannig að ég er miklu virkari á kvöldin, þegar sól er sest, þá er ég kominn á flug í lærdómi og því sem þarf að klárast. Næ oftast að rífa mig á fætur fyrir klukkan 8 á morgnana, en svona þegar líða fer á vikuna, þá eru augnlokin orðin ansi sigin.

Nú, en ég er kominn langt útfyrir efnið, sem er það að sem fyrr segir að danskt atvinnulíf hefur ákveðið að setja nýjar reglugerðir í atvinnulögin þess efnis að nú geta menn "teygt" á mætingarskyldu sinni, sérstaklega ef þeir eru B menn, þannig að nú geta B menn mætt um 10 leytið, í staðinn fyrir hefðbundna sjö skyldu á morgnana. Að sjálfsögðu vinna B menn lengur og það er mat atvinnurekenda að þeir verði afkastameiri, en svo á móti koma lög um yfirvinnu, þannig að B menn þurfa að leggja ansi mikið á sig til að afkasta jafn mikið og A mennirnir. Það kemur í ljós hvernig  fer, en þetta er enn eitt dæmið um danska umburðarlyndið, sem stundum getur farið út í öfgar.

Nú, en þetta blogg á að fjalla um danskan skólafélaga minn, Olaf Kofoed Berthelsen, sem er ekki ósvipaður sjálfum mér, af "survivor" ætt, er vanur að redda sér. Þegar við vorum að vinna í tölvunni í gær, þá benti ég honum á það, að hann er í vitlausu námi, hann á frekar að vera í tölvufræði, en margmiðlunarhönnun. Olaf hefur að eigin sögn, sett upp margar tölvurnar, og það er eitt sem víst er, því hann slær mig út varðandi innri búnað tölvunnar, fyrir utan þekkingu hans á hugbúnaði og öllu sem tengist því. Þetta er allt tilkomið, þar sem Olaf hefur alltaf haft lítið fé á milli handanna, o gí staðinn fyrir að láta einhvern gera við tölvuna sína, hjólið sitt, húsið sitt, eða hvað sem þyrfit hverju sinni, hefur hann gert sjálfur. Allt til þess gert að þurfa ekki að punga út peningum. Svo afturámóti þekkir hann "kerfið" út og inn, og í byrjun skólaársins, háði hann baráttu við kerfið, sem hafði skikkað hann með tveimur valkostum, annars vegar að setjast á skólabekk, eða hefja vinnu á ný. Hann valdi skólanámið, enda eins og hann segir sjálfur alltaf langað til að læra um tölvur, þó fimmtugur sé orðinn. Það háir honum ekki, en aldurinn og skoðanir hans varðandi skólafélagana eru í samræmi við hugsanagang aldurs hans og lífsreynslu.  Olaf veit svo sannarlega hvað lífið snýst um, það er ekki að hanga á msn alla daga, sendandi sms, eða þá að þvælast um lendur netsins án tilgangs. Nei, hans líf á hverjum degi snýst um það þegar skóla lýkur, að verða sér úti um nokkra lítra af vatni, heimsækja móður sína, fara út með hundinn í göngu, hlaða rafgeymana heima hjá sér og ef tími gefst til að læra. Inn á milli er hann að gera vinum sínum viðvik, oftast nær tengt tölvum eða hjálp með af ýmsu tagi.

Olaf býr ekki eins og aðrir, því þarf hann að afla vatns á hverjum degi og sjá til að rafgeymarnir 10 séu alltaf hlaðnir. 'I miðri Esbjerg eru sumarhúsagarðar,  þar sem leyfilegt fermetrastærð á húsunum eru 25 fermetrar. 'I þessum sumarhúsum eru klósettin oftast nær kamrar utandyra. Ekkert rafmagn er leitt í þessa sumarhúsagarða, og því þurfa menn að nota rafgeyma til að hafa birtu innandyra. þar er ekkert rennandi vatn, og því þarf Olaf að verða sér úti um vatn á hverjum degi til að geta notað  fyrir rafgeymana og annað sem til þarf. Þar að auki eru þessi sumarhús ætluð til að dvelja á sumrin, en Olaf hefur búið þar undafarin ár, með lögheimili sitt skráð hjá mömmu sinni.  Lífið er því ansi frumstætt hjá honum, en hann lætur aldrei skína í það, enda alltaf tilbúinn með bros á vör að rétta manni hjálparhönd, og ég hef oft haft það á orði við hann, að hann ætti frekar að hugsa um sinn hag, hvað varðar námið, enda á hann langt í land með námið, enda stutt fram að prófum. Hann hefur samþykkt það, og hefur sagt að þegar við höfum lokið að uppfæra tölvuna mína, þá er það lok lok og læs á alla kunningjana sem biðja hann um smáviðvik.

Olaf hefur hjartað svo sannarlega á réttum stað, og oft vorkennir maður honum, sérstaklega þegar maður lærir meir og meir um lífsbaráttu hans, en hann sýnir engin merki þess að fyrirverða sig fyrir sitt líf, hann þekkir ekkert annað eins og er.

Það er margt hægt að læra af honum, enda er hann óspar á að miðla ýmsum fróðleik, eins og fram hefur komið í þessum bloggpistli.

Jæja, kæru vinir, dvd gláp framundan og svo að skríða upp í rúm. Ætlaði að vera duglegur í gær, en endaði með því að sofna og vakna sitt á hvað í gærkvöldi, var eitthvað þreyttur og framlágur, enda tengi ég við það að þegar maður er á keyrslu varðandi nám og vinnu, og svo þegar maður kemst í frí, að þá lognast maður útaf fyrstu dagana, en svo fer maður af stað aftur.

Heyrumst

Gilli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband