Leita í fréttum mbl.is

BRRRR/BRRRRRRR

Hilsen í langan tíma:

Jæja, hvað haldið þið? 'I fyrsta lagi er ég kominn í páskafrí, í öðru lagi þá á eg von á nánast nýlegum ísskáp eftir  helgi frá FamilieKanalen, og í þriðja lagi, já haldið ykkur, tölvan mín hefur stökkbreyst frá gamalmenni án göngugrindar,  í Ferrari. Því get ég þakkað enn á ný hjálparhellunni minni, Olaf, sem keypti sér nýja tölvu í gær fyrir bæturnar sínar, og gaf mér tölvuna sína, sem er 1.6 Mhz og 120GB harðdiskur. Þannig að núna þarf maður ekki að bíða, og naga annan umgang af neglunum á sér á meðan tölvan keyrir upp. Og svona til að virkilega "make my day" þá get ég loks spilað dvd diska í tölvunni og horft á einhverjar almennilegar myndir. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum, veðrið hérna er alveg frábært, sólríkt og heitt. Þannig að það er auka mmmmmmmmm við brrrrrrrrrrrrrrrrr. Enda er maður sko búinn að vera á keyrslu, kláruðum ég og Olaf 15 síðna markaðgreiningarskýrslu um Reebok, og svo kláraði ég gagnagrunn fyrir ímyndað bókasafn. Þannig að nú er maður sáttur við lífið og tilveruna, enn á ný, enda alltaf gaman þegar vel gengur, ekki satt? Þó verður þetta ekki alger endalaus sæla, enda þarf maður að hnýta nokkra lausa enda, varðandi verkefni sem hafa verið látin reka á reiðanum, fer ekkert frekar út í það. 

Svo hefur manni boðist tvenn atvinnutækifæri, annarsvegar að vinna að því að filma, klippa og stjórna upptökum á revíu sem hleypt verður af stokkunum í ágúst, og svo hinsvegar að endurhanna vefsíðu fyrir danskt fyrirtæki. Bæði þessi atvinnutækifæri koma í gegnum skólann, þannig að maður er svona nett spenntur að sjá hvernig  þetta fer, enda fær maður svör í næstu viku.

Nú og svo er það FamilieKanalen, Lasse er í útrásarhug og vill fara að nýta hæfileika okkar, varðandi sjálfstæða þáttagerð, eða allavegana hugmyndir varðandi slíkt. Bara gott og vel, enda höfum við Valon, sem er danskur þriðju kynslóðs Júgósalvi rætt um kannski að vinna saman að vinnslu og frágangi á slíku efni. Þar að auki erum við  sem unnum að smá skólaverkefni varðandi umferðaröryggi að setja myndina inn á youtube.com. Þannig að maður getur ekki annað en verið bjartsýnn hvað varðar áframhald hér.

Var reyndar að hugsa um daginn, hvar væri ég nú ef ég hefði ekki tekið stóra stökkið? Væri ég í einhverju andlausri vinnu, að láta allt reka á reiðanum, bara sáttur við að koma heim, borða horfa á sjónvarp og svo vakna í vinnu næsta morgun? 'I sjálfu sér ekkert að því, það gera þetta allir í dag að sjálfsögðu, en verður lífið ekki að hafa einhvern tilgang til þess að maður sé sáttur við lífð og sjálfan sig?  Auðvitað verður þetta svo hlutskipti mitt þegar námi lýkur, en miðað við mitt líf, þá er þetta tímabil sem ég hefði ekki kosið að fara á mis við. Basta

Jæja elskurnar, tími til kominn að taka til, allt í rusli að sjálfsögðu hérna eftir atgang dagsins í dag.

Gilli

 

Hi from Gilly:

A revolution happened today. Those who remember, that I have been talking about my slow computer at home, which at some point has kinda reflected like 50 senior citizens without strollers were living inside it, took a gigantic leap today, when I hopped from 80GB up to 120 and from 737 mhz up to 1.6 mhz. That is like stepping from a bicycle into a Ferrari. And if this is not to please me then on Monday I am getting a refrigerator in my room. So life is smiling, and to add to it, I am looking at two job propositions, one regarding filming and editing a comedy show in august, and the other one is redesigning a present website for a danish company. Both these assignments come through the school, and I am awaiting answers in the next week or so.

On friday me and my group partner, Olaf finished a 15 page market analysis on Reebok, and then I finished a imaginary database concerning a library. So now It is just relaxation and then hitting the books and the programs to make up for some assignments that still need to be turned in after easter.

Also there are plans at the FamilieKanalen of starting some independent filmmaking, so there are many corners to look into at the moment. This all comes in one strike, so it kinda makes you feel that life is smiling and looking bright at the moment, which is good and positive.

I was reflecting where I would be now if I hadnt decided to move to Denmark. Maybe in a one end job, being satisfied just working, eating and watching tv and then waking up for next days work. We all will have to do that sooner or later. I did it for many years, and now I think I am reaping my award for taking this step, because it just makes you feel good about yourself when you have taken a right decision in life. So I am just gonna enjoy my school years, because I have earned it.

So my dears, until later.

Bye from Gilly 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband