27.3.2007 | 17:12
'Islendingurinn/Icelander
Jæja, maður getur aðeins dregið andann léttara, eftir að hafa klárað þemaverkefni sem hófst í gær og lauk í dag. "Smá" verkefni í html, sem menn ýmist svitnuðu yfir eða kláruðu á einfaldan hátt. Við Olaf börðum saman html og gerðum bara vel. Erum orðnir ansi sjóaðir að vinna saman, en stundum á Olaf það til að ergja mig, enda gamall múrsteinssmiður, eða hvað við getum kallað hann, enda lagt margan múrsteininn í gegnum ævina. Hann samþykkir aldrei neina hönnun, nema að standa upp frá tölvunni, ganga nokkur skref afturábak og sjá hvort þetta sé allt miðjusett og fínt og "flútti" við tekstann, jafnvel þó að hægt sé að miðjusetja þetta í tölvunni. En þrár er hann og heldur fast í sitt, og svo ef tölvan virkar ekki, þá fær músin svo sannarlega að kenna á því.
Og svo er Olaf frekar lúmskur, er búinn að hlaða niður nokkrum góðum prógrömmum og ýsmu öðru smálegu úr tölvunni til að nota heima í tölvunni sinni. Þar að auki er hann lúnkinn og veit margt sem getur komið sér vel seinna. Var að segja honum frá skólatösku sem ég var að kaupa fyrir fartölvu og fleira, og þegar hann heyrði verðið, sem var reyndar ekki mikið, þá sagðist hann geta keypt samskonar tösku hjá öðru fyrirtæki fyrir helmingi lægra verð. Alltaf gaman að heyra svona, eftir að maður hefur fjárfest í einhverju. Keypti reyndar um daginn einhverja hræbillega tösku í Tiger, sem rétt tekur við fartölvunni minni, tveimur bókum, og ekki meiru. Þegar ég ætlaði að opna hana í tíma, þá stóð lásinn á sér, og jafnvel þó ég væri búinn að slá inn kóðann, ekkert gekk. Að lokum neyddist ég til að rífa festinguna með lásnum upp. Þýddi ekki annað ef ég ætlaði að nota fartölvuna og námsbækurnar. Það er af þeim orsökum sem ég hef fjárfest í almennilegri tösku.
Nú, það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um góða veðrið sem ríkir hérna. Enda gekk égheim léttklæddur eftir smá vinnu á vegum tövluversins í öðrum skóla. Fékk samt á tilfininguna að venjulegru dani þætti ég full frjálslegur, enda ennþá kappklæddir, enda skil ég þá vel, þegar allt síðasta sumar að hitastigið fór varla niður fyrir 30 stigin. Maður vonar að það verði allavegana gott sumar, miðað við veðrið sem spáð er næstu dagana.
Og svona til að tala um hið einstæða bankakerfi hérna, þá brá ég mér í Nettó, til að kaupa smáræði, á versta tíma, enda venjulegur dani hættur klukkan 3 að vinna. Þegar kom að mér í röðinni, þá tók ég upp nýja kortið mitt frá bankanum, renndi því gegnum kortamaskínuna og fékk neitun. Sagði kassadömunni á minni ylhýru ísdönsku að hér væri um að ræða nýtt kort. Hún bað mig um að prufa það aftur og enn fékk ég neitun. Þá leit hún á kortið og sagði að Nettó tæki ekki við slíkum kortum, þar sem þetta væri debetkort, en ekki Dankort, sem hægt er að nota allsstaðar. Röðin lengdist æ meir, og ef þessi sena hefði átt sér stað heima hefði eflaust einhver verið farinn að ókyrrast og talandi um að fjölga starfsfólki eða eitthvað slíkt. 'Eg varð því frá að hverfa, enda mun ég svo sannarlega tala yfir hausamótunum á þjónustufulltrúanum mínum, varðandi þessa pínlega aðstöðu að nota þetta kort. Þjónustufulltrúinn hafði reyndar sagt að ég gæti notað kortið allstaðar, en það virðist eitthvað vera takmarkað.
Svona er nú Danmörk í dag.
Hilsen
Gilli
Hi from Gilly:
Well, finally a break from school. It has been hectic, to say the least, and today we finished a theme at school, so now I am taking a breather, since I have been preparing myself for this theme for the last days or so.
The weather here is quite nice, ranging from 10-15 degrees on the Fahrenheit scale. And it is supposed to get better over the weekend. And I think that this is our last week at school before easter, so it will be nice to get some relaxation and rest. As usual easter will pass quickly, so it is wise to use all the time available to read and relax.
I wadoing some work today at the it-center, and I had to do some work at another school. Afterwards I walked home, and I kinda sensed that some people thought that I had recently been released from a mental home, only in my t-shirt and black pants. Why do I think that, is because the danes I meet were in thick coats and had hats and looked like they were walking in 30 degrees frost. I think this is due to that last summer they had a record heat off 30 degrees every other day, s when they see me, they probably think that I am homeless or something else.
But I am accustomed to a weather like this from Iceland, and we seldom have record breaking temperatures like the danes at home. So I am just gonna enjoy while I can. Wouldn´t you?
Bye from Gilly
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.